Færslur: Tónlistarmyndband

Sumargestur frá Reykjanesi og Valdimar úr Kópavogi
Ásgeir Trausti flutti lagið Sumargestur í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í gær en þá hóf göngu sína ný tónleikaröð sem gengur undir nafninu Látum okkur streyma. Í kvöld streymir Valdimar svo tíu ára afmælistónleikum sínum úr Kópavogi á RÚV 2 og Rás 2.
27.03.2020 - 15:21
Veröld sem var
Raggi Bjarna og Jólin alls staðar
Hinn eini sanni Raggi Bjarna flytur hið klassíska jólalag við undirleik Stórsveitar Reykjavíkur.
Veröld sem var
Hátíð var í bæ Katrínar Halldóru Sigurðardóttur
Leik- og söngkonan Katrín Hall­dóra Sig­urðardótt­ir sem sló í gegn sem í Ellý flytur hið klassíska jólalag við undirleik Stórsveitar Reykjavíkur.
Veröld sem var
Hvít jól Katrínar Halldóru Sigurðardóttur
Leik- og söngkonan Katrín Hall­dóra Sig­urðardótt­ir sem sló í gegn sem í Ellý flytur hið klassíska jólalag við undirleik Stórsveitar Reykjavíkur.
Veröld sem var
Úti er alltaf að snjóa
Bogomil Font og Felix Bergsson flytja hið klassíska jólalag við undirleik Stórsveitar Reykjavíkur.
Myndskeið
Það snjóar hjá Auði í norrænu jólatónleikaveislunni
„Ég held ég tengi við þetta lag því það er melankólískt og ekkert sérstaklega týpískt jólalag,“ segir tónlistarmaðurinn Auður sem söng Það snjóar fyrir Jólatónlistarveislu Danska Ríkisútvarpsins sem er á dagskrá RÚV 22:20 í kvöld.
23.12.2019 - 10:12
Myndskeið
„Alfa Partý“ Apparat Organ Quartet í Stúdíó 12
Orgelkvartettinn Apparat mætti í Stúdíó 12 á föstudegi og léku þrjú lög fyrir hlustendur Popplands sem verða á væntanlegri breiðskífu; Alfa Partý, Lydia og Monoprix.
Myndskeið
Að vera ungur og hvítur og eiga bágt
Hljómsveitin kef LAVÍK var að gefa út sína fimmtu plötu, Blautt, heitt, langt, vont sumar, og tóku tvö lög af henni í Stúdíó 12. Þeir koma fram á Októberfest í kvöld og verða með útgáfutónleika 14. september á KEX Hostel.
06.09.2019 - 14:20
Myndskeið
„Við erum báðir Elvis og báðir undirleikarar“
Dúettinn GG blús er skipaður tveimur Guðmundum sem hafa marga fjöruna sopið þegar kemur að rokktónlist. Guðmundur Jónsson var gítarleikari Sálarinnar sálugu og Guðmundur Gunnlaugsson trommari Sixties. Nú syngja þeir báðir og leika undir.
30.08.2019 - 16:20
Myndskeið
Teitur Magnússon á skriftastóli
Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon er á skriftargangi, ásamt Árna Vilhjálmssyni í nýju myndbandi sem hann gefur út í dag. Teitur telur að allir þurfi á leið sinni um lífið að fara sína skriftargöngu og játa syndir.
29.08.2019 - 20:00
Myndskeið
„Þetta eru þrír hljómar og sannleikurinn“
Tónlistarmaðurinn Krummi Björvinsson gaf út sitt fyrsta lag af væntanlegri sólóplötu á dögunum og mátti þar heyra ósvikna sveitatónlist. Krummi hefur ekki verið við eina fjölina felldur en segist ávallt hafa verið hrifinn af kántrítónlist, sem inniheldur jafnan þrjá hljóma og sannleikann.
17.08.2019 - 14:00
Myndskeið
„Þetta er bara gæsahúð, ég er kominn heim“
Síðustu misseri hafa dansleikir með hljómsveitinni Babies notið mikilla vinsælda, þar leikur sveitin slagara sem allir þekkja og þykja viðburðirnir minna á gömlu sveitaböllin forðum. Nú hafa Babies og Herbert Guðmundsson leitt saman hesta sína og Herberti finnst hann vera kominn aftur heim.
Ætla að muna að minnast ekki á Wham!
Hljómsveitin Vök gaf út hljómplötuna, In The Dark, fyrr í vor og síðan hefur hver smellurinn á fætur öðrum af þeirri frábæru plötu hljómað á öldum ljósvakans. Vök mun spila á Secret Solstice og hita upp fyrir stórsveitina Duran Duran á næstunni en staldrar fyrst við í Stúdíói 12.
22.06.2019 - 14:00
Myndskeið
„Verður húllumhæ og læti en engir flugeldar“
Hljómsveitin Dikta fagnar tvöföldum tímamótum um þessar mundir en bæði er sveitin tuttugu ára gömul og platan þeirra Get It Together tíu ára gömul. Blásið verður til afmælistónleika í Hörpu á sunnudagskvöld þar sem boðið verður upp á húllumhæ og læti en enga flugelda.
15.06.2019 - 13:15
Myndskeið
Koma með graðhestarokkið aftur
Hljómsveitin Blóðmör úr Kópavogi bar sigur úr býtum í Músiktilraunum í vor og hefur verið á fleygiferð síðan. Fimm laga hljómplata er væntanleg á vínyl í júní og segja liðsmenn Blóðmörs að þeir spili pönkað og taktvisst graðhestarokk.
„Hún togar svolítið í okkur þessi hljómsveit“
Eik var ein vinsælasta hljómsveitin á Íslandi um miðjan áttunda áratuginn og spilaði víða um land. Hljómsveitin er komin aftur á stjá og aðspurður segir gítarleikarinn Tryggvi Hübner að Eikin togi alltaf í þá félaga. Eik kom í Stúdíó 12, rakti söguna í stuttu máli og tók fáein lög.
Myndskeið
„Þetta kallast keppnisskap, Sigga!“
„Báðar þessar ferðir voru nú mjög skemmtilegar,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir um Eurovisionferðir Stjórnarinnar. Hljómsveitin fagnaði 30 ára afmæli í haust með stórtónleikum í Háskólabíói.
21.05.2019 - 13:21
Myndskeið
Við höfum aldrei farið hringinn áður
Hljómsveitin Hjálmar býr sig undir hringferð um landið með vorinu og samhliða þeirri ferð kemur út ný plata með nýjum og nýlega útgefnum lögum. Hjálmar litu inn í Stúdíó 12 og með þeim var hundurinn Spotti.
11.05.2019 - 13:45
Samdi óvart einkennislag crossfit-keppenda
Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur er vanur að ferðast einsamall um allan heim, vopnaður gítar og ukulele en brátt kemur hann fram á tónleikum með stórhljómsveit. Eitt laganna á nýjustu plötu Svavars hefur óvart orðið að auðkennislagi crossfit-keppninnar í Reykjavík.
04.05.2019 - 10:23
Myndskeið
„Magnheiður og Ragnús“ syngja Ást
„Hún var 18 ára þegar við kynntumst og ég samdi fyrir hana eitthvað lag sem er núna búið að stimpla á ennið á henni,“ sagði Magnús Þór Sigmundsson þegar hann kynnti Ragneiði Gröndal á svið á 70 ára afmælistónleikum sínum í Háskólabíói.
20.04.2019 - 14:00
Mynd með færslu
Magnús Þór & Ása – Walking in the rain
Myndband við nýútkomið lag og angurværan samsöng Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Ásu. Kári Schram leikstýrir.
17.04.2019 - 15:46
Myndskeið
Emmsjé Gauti frumflytur Án djóks
Rapparinn Emmsjé Gauti mætti í slagtogi við trommuleikarann Benjamín Bent Árnason í Stúdíó 12 og frumflutti sinn nýjasta smell, Án djóks.
12.04.2019 - 13:09
Tónlistarmyndband
Hatrið mun sigra hjá Prúðuleikurunum
Það styttist óðum í að gjörningapoppsveitin Hatari stígi á svið fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, en fyrri undankeppnin er 14. maí.
10.04.2019 - 16:22
Myndskeið
„Geturðu plöggað okkur í Vikuna?“
Hljómsveitin Bagdad Brothers hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og var nýlega tilnefnd í flokknum Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum.
08.04.2019 - 12:06
„Þar kom að því“
Stjórnin fagnaði í fyrra þrjátíu ára starfsafmæli og má segja að tónlist hljómsveitarinnar hafi lifað kynslóð eftir kynslóð. Stjórnin þykir eiga eins konar endurnýjun lífdaga þessi dægrin þar sem yngra tónlistarfólk er duglegt að taka Stjórnarlögin upp á sína arma. Stjórnin heimsótti Stúdíó 12.
30.03.2019 - 11:00