Færslur: Tónlistarborgin Reykjavík

Þúsundum tónlistarviðburða aflýst
Samstarfshópur tónlistarfólks á í viðræðum við stjórnvöld um hvernig halda megi tónlistarlífi í landinu gangandi. Gríðarlegt tekjufall hefur orðið hjá tónlistarfólki og tengdum greinum því þúsundum viðburða hefur verið aflýst. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs og María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri hjá Tónlistarborginni Reykjavík, segja að horfurnar séu dökkar. 
Viðtal
Ofboðslega tilbúnar og alveg geim
Tónlistarborgin Reykjavík og Söguhringur kvenna hafa að undanförnu staðið fyrir tónlistarsmiðju fyrir konur. Þar hafa átján konur frá öllum heimshornum, sem fæstar eru með bakgrunn í tónlist, komið saman til að skapa og spila. María Rut Reynisdóttir og Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths umsjónarkonur verkefnisins segja þátttakendur hafa vel tekið í verkefnið.