Færslur: Tónlist í vikunni

Birnir og Páll Óskar - Spurningar
Það var mikið um dýrðir þegar Páll Óskar og Birnir mættu með Spurningar, eitt vinsælasta lag landsins í Vikuna með Gísla Marteini.
KK og Ellen flytja I think of angels
KK og Ellen fluttu hið hugljúfa lag I think of angels sem er einkennislag alþjóðlegs minningardags fórnarlamba umferðarslysa.
Logi Pedro Elskar sól
Síungi bassafanturinn Logi Pedro leit við í Vikuna og flutti ásamt fögru föruneyti lagið Sól af nýútgefinni plötu sinni Undir bláu tungli. Föruneyti Loga skipa þeir Magnús Jóhann á hljómborð og Bergur Einar á trommur.
10.10.2020 - 09:00
Gugusar frumflytur nýtt lag
Ungstirnið Guðlaug Sóley gengur undir listamannsnafninu Gugusar frumflutti lagið Röddin í klettunum í Vikunni með Gísla Marteini. Hún gaf nýverið út sína fyrstu plötu einungis 16 ára gömul. Það er nokkuð ljóst að hún á framtíðina fyrir sér.
03.10.2020 - 09:00
Kardemommubærinn tekur yfir Vikuna
Bæjarfógetinn Bastían, Kamilla litla, ræningjarnir þrír og Soffía frænka tóku yfir þátt Vikunnar með Gísla Marteini og fluttu sérsamda syrpu.
26.09.2020 - 09:00
Vikan
Högni berskjaldaður í heimildarmynd um geðhvörf
Högni Egilsson flutti frumsamið lag, sem hljómar í heimildarmyndinni Þriðja pólnum, í Vikunni hjá Gísla Marteini. Högni greinir sjálfur frá eigin geðhvörfum í myndinni og segir að það verði undarlegt að horfa á sjálfan sig á hvíta tjaldinu.
Vikan
Herra Hnetusmjör á 100 mismunandi vegu
Herra Hnetusmjör heiðraði Vikuna með Gísla Marteini með nærveru sinni og flutti lagið 100 mismunandi vegu af nýútkominni plötu sinni.
Inspector Spacetime í Teppavirki
Ungsveitin Inspector Spacetime flutti sumarsmellinn Teppavirki í teppavirki Vikunnar.
Vikan
Auður flytur ljós í lokaþætti Vikunnar
Tónlistarmaðurinn Auður sá um lokaatriði Vikunnar með Gísla Marteini á föstudag. Hann fór þar um býsna víðan völl í tilkomumiklu atriði þar sem segja mætti að hann varpi af sér hlekkjum hljóðversins.
24.05.2020 - 17:15
Vikan með Gísla Marteini
Selma djammaði líkt og það væri 1999 í Vikunni
Hið goðsagnakennda All out of luck, sem lenti í öðru sæti í Eurovision 1999, var flutt í allri sinni dýrð í Vikunni með Gísla Marteini. Selma Björnsdóttir mætti með upprunalegu bakraddasöngvarana auk frábærra dansara sem fluttu atriðið með glæsibrag.
Vikan
Fjarfundur með Gagnamagninu
Skemmtilegasti fjarfundur samkomubannsins var í Vikunni með Gísla Marteini þegar Gagnamagnið flutti þessa mögnuðu útgáfu af (næstum því) Eurovision-smellinum Think About Things.
Vikan
Verum heima með Sögu og Snorra
„Ef þið eruð ekki fjölla eða oft í sleik. Þá verða að vera á milli ykkar metrar tveir. Það eru 17 pylsur í röð en alls ekki fleir eða eitt stykki Daði Freyr,“ syngur Saga Garðarsdóttir í nýju lagi ásamt eiginmanni sínum Snorra Helgasyni. Lagið var frumflutt í vikunni í gær, í gegnum gervihnött að sjálfsögðu.
Vikan
Afgan í Vikunni
Björn Stefánsson syngur lagið Afgan úr sýningunni Níu líf um Bubba Morthens sem frumsýnd var Borgarleikhúsinu í kvöld. Með Birni í för er hin stórkostlega hljómsveit sýningarinnar og hópur bakraddasöngvara. Danshöfundurinn Lee Proud sá um sviðsetningu.
13.03.2020 - 22:25
Myndskeið
Kvöddu Ragga Bjarna með laginu Góða nótt
Andi Ragga Bjarna sveif yfir vötnum í Vikunni í kvöld þegar hljómsveitin úr sýningunni Ellý flutti lagið Góða nótt. Raggi endaði gjarnan tónleika sína á þessu lagi sem er eftir föður hans. Við kveðjum Ragga Bjarna með þessum fallegu tónum.
28.02.2020 - 22:53
Myndskeið
GDRN í Vikunni með Gísla Marteini
Söngkonan GDRN mætti með einvala lið tónlistarfólks í Vikuna með Gísla Marteini. Þau tóku lagið Upp af glænýrri plötu GDRN.
21.02.2020 - 22:24
Myndskeið
Magga Stína syngur Megas í Vikunni með Gísla Marteini
Magga Stína mætti með einvala lið tónlistarmanna í Vikuna með Gísla Marteini og flutti lagið Aðeins eina nótt eftir Megas.
15.02.2020 - 15:18
Myndskeið
Stuðmenn flytja nýjan slagara
Hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, mættu í Vikuna með Gísla Marteini þar sem þau fluttu glænýjan smell sem heitir Elsku vinur.
08.02.2020 - 22:12
Myndskeið
Kælan mikla í Vikunni með Gísla Marteini
Kælan mikla mætti í Vikuna með Gísla Marteini og breytti stúdíóinu í galdraheim þegar þær fluttu lagið Næturblóm.
01.02.2020 - 11:03
Myndskeið
Geirfuglarnir á flugi í Vikunni með Gísla Marteini
Geirfuglarnir slógu upp svakalegu partýi í Vikunni með Gísla Marteini í tilefni bóndadagsins. Þar fluttu þeir glænýtt lag sem ber heitið Kópavogsfundurinn.
24.01.2020 - 21:42
HAM - Haf trú
Rokkhundarnir í HAM fluttu nýsmellinn Haf trú í Vikunni með Gísla Marteini. Lagið er hluti af nýrri plötu hljómsveitarinnar, Chromo Sapiens, sem samin var fyrir verk Hrafnhildar Shoplifter á Feneyjartvíæringnum. Hrafnhildur var einnig gestur þáttarins.
17.01.2020 - 22:14
Jólastuð!
Bogomil Font og Big Band Samúels Jóns Samúelssonar voru í jólastuði í Vikunni með Gísla Marteini. Þeir fluttu gamlan jólasmell með nýjum íslenskum texta sem heitir einfaldlega Jólastuð. Samúel Jón Samúelsson Big Band verða með jólatónleika 18. desember næstkomandi í Gamla bíó ásamt góðum gestum.
Valdimar frumflytur nýtt jólalag
Þjóðargersemin Valdimar kom í Vikuna með Gísla Marteini ásamt Fjölskyldu. Þau frumfluttu jólalagið Ég þarf enga gjöf í ár.
GDRN og Bríet flytja Hin fyrstu jól
Dagur íslenskrar tónlistar er á næsta leiti og í tilefni þess leiddu GDRN og Bríet saman hesta sína og fluttu hið hugljúfa jólalag Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu Þorbergs.
29.11.2019 - 21:20
Myndskeið
Bland í poka í Vikunni
Hins stórskemmtileg sveit Bland í poka flutti lagið Namminef með glæsibrag í Vikunni með Gísla Marteini.