Færslur: Tölvur og tækni
Spurt um hlutverk gervigreindar í samfélagi framtíðar
Lýðræðislegar reglur verða að ráða því hvernig gervigreind er notuð og tryggja verður öllum jafnan rétt til að móta þjóðfélag framtíðarinnar. Þetta kemur fram í vinnuskjali nefndar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði í október 2020 um ritun gervigreindarstefnu Íslands.
01.03.2021 - 14:08
Verðmæti Apple nær 2 billjónum Bandaríkjadala
Markaðsvirði tæknirisans Apple náði í dag 2 billjónum Bandaríkjadala. Það eru tvær milljónir milljóna dala eða jafngildi um 273 þúsund milljarða króna. Verðmæti fyrirtækisins hefur tvöfaldast frá árinu 2018.
19.08.2020 - 17:00
Google kaupir Fitbit tæknifyrirtækið
Samningar hafa tekist um að Google netrisinn kaupi bandaríska tæknifyrirtækið Fitbit fyrir 2,1 milljarð Bandaríkjadollara. Fitbit framleiðir ýmis konar heilsutengdar vörur, einkum heilsu- og snjallúr. Fyrirtækið á í harðri samkeppni við Apple og fleiri fyrirtæki sem bjóða upp á svipuð tæki. Í yfirlýsingu sem Fitbit sendi frá sér þegar kaupin voru frágengin segir að virkir notendur snjallúra fyrirtækisins séu 28 milljónir víðs vegar um heiminn.
01.11.2019 - 13:52