Færslur: Tölvur og tækni

Sjónvarpsfrétt
Tæknilæsi eldri borgara: Að reyna, prófa og þora
Kennsla í tæknilæsi fyrir sextíu ára og eldri fór af stað í vor á Húsavík og nágrenni. Nemendur námskeiðsins segja óþarft að hræðast tæknina, enda opni hún margar dyr.
Danska þingið herðir varnir gegn rafrænum njósnum
Tölvudeild danska þingsins uppfærir og styrkir öryggisbúnað í símum þingmanna til að verja þá fyrir óprúttnum aðilum sem reynt gætu að koma njósnaforritum í símana og hafi jafnvel gert það nú þegar. Danska blaðið Jyllands-Posten greindi frá þessu í gær og sagði verið að verja símana gegn ísraelska njósnaforritinu Pegasus, sem meðal annars var notað til að njósna um Emmanuel Macron Frakklandsforseta og fleiri háttsetta stjórnmálamenn, blaðamenn, mannréttindafrömuði og aktívista víða um heim.
26.05.2022 - 05:48
Fundað vestra um stafræna framtíð íslenskunnar
Íslensk sendinefnd er komin til Bandaríkjanna til fundar við forsvarsmenn stórra tæknifyrirtækja um mikilvægi þess unnt verði að taka íslensku við tölvur og tæki. Guðni Th. Jóhannesson, forseti og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra fara þar fremst í flokki.
Danir fengu lista yfir vopn sem Úkraínumenn þarfnast
Danska utanríkisráðuneytinu hefur borist einhvers konar óskalisti frá stjórnvöldum í Úkraínu um þann vopnabúnað sem ríkið vantar. Nokkur ríki hafa þegar látið þeim vopn í té en danska varnarmálaráðuneytið verst svara.
„Margir hressir fundir hjá millistjórnendum Facebook“
Forstöðumaður netöryggissveitar Fjarskiptastofu segir að svo virðist öll þjónusta Facebook keyri á einu og sama kerfinu, en allar aðferðir í nethönnun segi að skipta eigi þjónustu upp í fleiri kerfi.
05.10.2021 - 12:23
Persónuupplýsingar ekki í hættu í Facebookhruni
Ekkert bendir til að árás hafi verið gerð á Facebook í gær eða að persónuupplýsingar notenda hafi verið í hættu, segir forstöðumaður netöryggissveitar Fjarskiptastofu.
05.10.2021 - 09:26
Hægir á bílaframleiðslu vegna skorts á tölvukubbum
Mjög hefur hægt á bílaframleiðslu vegna skorts á tölvukubbum sem nauðsynlegir eru nútímafarartækjum. Talið er að margir mánuðir séu í að mögulegt verði að auka framleiðslu að nýju.
Biðla til Amazon að breyta nafni Alexu
Fjöldi foreldra stúlkna sem heita Alexa hafa biðlað til Amazon, sem framleiðir raddstýringarbúnað sem heitir því nafni, að breyta nafni búnaðarins því dætrum þeirra sé stanslaust strítt.
03.07.2021 - 13:50
McAfee fannst látinn í fangaklefa í Barselóna
Auðkýfingurinn John McAfee, sem auðgaðist einkum á vírusvarnarhugbúnaði sem kenndur er við hann sjálfan, fannst látinn í fangaklefa í Barselóna í gær. þar sem hann beið framsals til Bandaríkjanna. Þar átti hann yfir höfði sér ákæru vegna skattalagabrota og allt að 30 ára fangelsi, hefði hann verið sakfelldur. Spænskur dómstóll hafði þegar úrskurðað að McAfee skyldi framseldur vestur um haf. Sá úrskurður var þó ekki endanlegur, því hægt hefði verið að áfrýja honum til æðra dómsstigs.
Spurt um hlutverk gervigreindar í samfélagi framtíðar
Lýðræðislegar reglur verða að ráða því hvernig gervigreind er notuð og tryggja verður öllum jafnan rétt til að móta þjóðfélag framtíðarinnar. Þetta kemur fram í vinnuskjali nefndar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði í október 2020 um ritun gervigreindarstefnu Íslands.
Verðmæti Apple nær 2 billjónum Bandaríkjadala
Markaðsvirði tæknirisans Apple náði í dag 2 billjónum Bandaríkjadala. Það eru tvær milljónir milljóna dala eða jafngildi um 273 þúsund milljarða króna. Verðmæti fyrirtækisins hefur tvöfaldast frá árinu 2018.
Google kaupir Fitbit tæknifyrirtækið
Samningar hafa tekist um að Google netrisinn kaupi bandaríska tæknifyrirtækið Fitbit fyrir 2,1 milljarð Bandaríkjadollara. Fitbit framleiðir ýmis konar heilsutengdar vörur, einkum heilsu- og snjallúr. Fyrirtækið á í harðri samkeppni við Apple og fleiri fyrirtæki sem bjóða upp á svipuð tæki. Í yfirlýsingu sem Fitbit sendi frá sér þegar kaupin voru frágengin segir að virkir notendur snjallúra fyrirtækisins séu 28 milljónir víðs vegar um heiminn.
01.11.2019 - 13:52