Færslur: Tölvur og tækni

Spurt um hlutverk gervigreindar í samfélagi framtíðar
Lýðræðislegar reglur verða að ráða því hvernig gervigreind er notuð og tryggja verður öllum jafnan rétt til að móta þjóðfélag framtíðarinnar. Þetta kemur fram í vinnuskjali nefndar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði í október 2020 um ritun gervigreindarstefnu Íslands.
Verðmæti Apple nær 2 billjónum Bandaríkjadala
Markaðsvirði tæknirisans Apple náði í dag 2 billjónum Bandaríkjadala. Það eru tvær milljónir milljóna dala eða jafngildi um 273 þúsund milljarða króna. Verðmæti fyrirtækisins hefur tvöfaldast frá árinu 2018.
Google kaupir Fitbit tæknifyrirtækið
Samningar hafa tekist um að Google netrisinn kaupi bandaríska tæknifyrirtækið Fitbit fyrir 2,1 milljarð Bandaríkjadollara. Fitbit framleiðir ýmis konar heilsutengdar vörur, einkum heilsu- og snjallúr. Fyrirtækið á í harðri samkeppni við Apple og fleiri fyrirtæki sem bjóða upp á svipuð tæki. Í yfirlýsingu sem Fitbit sendi frá sér þegar kaupin voru frágengin segir að virkir notendur snjallúra fyrirtækisins séu 28 milljónir víðs vegar um heiminn.
01.11.2019 - 13:52