Færslur: Tölvur og tækni

Hægir á bílaframleiðslu vegna skorts á tölvukubbum
Mjög hefur hægt á bílaframleiðslu vegna skorts á tölvukubbum sem nauðsynlegir eru nútímafarartækjum. Talið er að margir mánuðir séu í að mögulegt verði að auka framleiðslu að nýju.
Biðla til Amazon að breyta nafni Alexu
Fjöldi foreldra stúlkna sem heita Alexa hafa biðlað til Amazon, sem framleiðir raddstýringarbúnað sem heitir því nafni, að breyta nafni búnaðarins því dætrum þeirra sé stanslaust strítt.
03.07.2021 - 13:50
McAfee fannst látinn í fangaklefa í Barselóna
Auðkýfingurinn John McAfee, sem auðgaðist einkum á vírusvarnarhugbúnaði sem kenndur er við hann sjálfan, fannst látinn í fangaklefa í Barselóna í gær. þar sem hann beið framsals til Bandaríkjanna. Þar átti hann yfir höfði sér ákæru vegna skattalagabrota og allt að 30 ára fangelsi, hefði hann verið sakfelldur. Spænskur dómstóll hafði þegar úrskurðað að McAfee skyldi framseldur vestur um haf. Sá úrskurður var þó ekki endanlegur, því hægt hefði verið að áfrýja honum til æðra dómsstigs.
Spurt um hlutverk gervigreindar í samfélagi framtíðar
Lýðræðislegar reglur verða að ráða því hvernig gervigreind er notuð og tryggja verður öllum jafnan rétt til að móta þjóðfélag framtíðarinnar. Þetta kemur fram í vinnuskjali nefndar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði í október 2020 um ritun gervigreindarstefnu Íslands.
Verðmæti Apple nær 2 billjónum Bandaríkjadala
Markaðsvirði tæknirisans Apple náði í dag 2 billjónum Bandaríkjadala. Það eru tvær milljónir milljóna dala eða jafngildi um 273 þúsund milljarða króna. Verðmæti fyrirtækisins hefur tvöfaldast frá árinu 2018.
Google kaupir Fitbit tæknifyrirtækið
Samningar hafa tekist um að Google netrisinn kaupi bandaríska tæknifyrirtækið Fitbit fyrir 2,1 milljarð Bandaríkjadollara. Fitbit framleiðir ýmis konar heilsutengdar vörur, einkum heilsu- og snjallúr. Fyrirtækið á í harðri samkeppni við Apple og fleiri fyrirtæki sem bjóða upp á svipuð tæki. Í yfirlýsingu sem Fitbit sendi frá sér þegar kaupin voru frágengin segir að virkir notendur snjallúra fyrirtækisins séu 28 milljónir víðs vegar um heiminn.
01.11.2019 - 13:52