Færslur: Tölvuleikir

Getur stafræn ást verið raunveruleg?
Útvarpsleikhúsið frumflytur um páskana útvarpsleikritið SOL eftir Hilmi Jensson og Tryggva Gunnarsson, en leikritið var upphaflega sett upp í Tjarnarbíói árið 2017 og hlaut mikið lof. 
17.04.2019 - 09:49
Fjórir bestu FIFA spilarar landsins etja kappi
Íslandsmótið í FIFA fer fram laugardaginn 6. apríl en þar munu fjórir bestu FIFA spilarar landsins keppa um Íslandsmeistaratitilinn.
05.04.2019 - 13:28
Viðtal
Vandamál ef börn vilja ekki gera annað
Steinunn Anna Sigurjónsdóttir barnasálfræðingur segir að tölvuleikir séu orðnir vandamál hjá börnum ef þau taka leikina fram yfir allt annað og sýni skapgerðarbreytingar. Þá sé ráðlegt að leita ráðgjafar hjá sálfræðingi. Arnar Hólm Einarsson, sjálfskipaður tölvunörd og fræðslustjóri Rafíþróttasambands Íslands, segir mikilvægt fyrir foreldra að setja ramma í samstarfi við krakkana og sýna þessu áhugamáli þeirra áhuga. Rætt var við þau í Kastljósi í kvöld.
28.01.2019 - 21:09
Tíu undarleg smáforrit fyrir helgina
Hugvitsfólk í hugbúnaðargeiranum hefur þróað margskonar öpp í gegnum tíðina en þau eru mis-gagnleg. Við tökum saman tíu öpp sem eiga það sameiginlegt að vera frumleg eða hafa notagildi sem er ekki augljóst við fyrstu sýn.
Er búinn að fara of oft úr buxunum
Fortnite var líklega einn mest spilaði tölvuleikur síðasta árs og vinsældirnar virðast ekki vera að dvína. Stefán Atli Rúnarsson og Ingi Þór Bauer halda úti YouTube síðunni IceCold þar sem þeir streyma beint frá því þegar þeir spila leikinn.
04.01.2019 - 12:20
Vill lögbann á „Carlton-dansinn“ í Fortnite
Leikarinn Alfonso Ribeiro, sem er frægastur fyrir að hafa leikið á móti Will Smith í The Fresh Prince of Bel Air, hefur kært framleiðendur tölvuleikjanna Fortnite og NBA 2K fyrir að nota dansspor sem hann hafi fundið upp.
18.12.2018 - 17:28
Red Dead með mörg verðlaun en ekki bestur
Tölvuleikjaverðlaunin Game Awards fóru fram aðfaranótt föstudags og Geir Finnsson fylgdist spenntur með. Verðlaun eru veitt í fjölmörgum flokkum en það var leikurinn God of War sem var valinn besti leikur ársins.
09.12.2018 - 10:02
Bangsímon bannaður í Kína
Björninn ástsæli Bangsímon hefur verið bannaður í Kína vegna samlíkingar við forseta landsins, Xi Jinping.
29.11.2018 - 16:19
Ólýsanleg tilfinning að spila gömlu leikina
„Ég hef gríðarlegan áhuga á þessum gömlu leikjum. Það eru alveg nýir frábærir leikir að koma út en það er ólýsanlegt tilfinningin að setja þessa gömlu í gang," segir Birkir Fannar Smárason eða Leikjarinn eins og hann kallar sig. Heimili Birkis Fannars á Djúpavogi er orðið að hálfgerðu tölvuleikjasafni og Birki leiðist ekki að deila þessu áhugamáli sínu með öðrum.
28.11.2018 - 07:30
Kúrekaklám verður vinsælt
Tölvuleikurinn Red Dead Redemption 2 heldur áfram að breiða út anga sína en samkvæmt tölum frá klámsíðunni Pornhub hefur fólk í auknu mæli verið að leita að vilta vesturs og kúrekaklámi.
08.11.2018 - 15:15
Safnaðu dýrlingum og bænum
Sjálft Vatíkanið gaf á dögunum út leikinn JC Go sem er innblásinn af Pokémon Go leiknum, en hann sló rækilega í gegn út um allan heim fyrir nokkrum árum.
25.10.2018 - 08:39
Hefndarskilaboð eyðileggja tölvur
Handahófskennd stafaruna virðist geta eyðilagt Playstation 4 tölvur en sárir Fortnite taparar hafa í bræði sinni tekið upp á því að senda hefndarskilaboð.
19.10.2018 - 09:53
Myndskeið
Bjóða upp á Fortnite-dansnámskeið
Í einum vinsælasta tölvuleik heims um þessar mundir geta spilarar safnað sér danssporum. Sporin eru búin að festa sig svo rækilega í sessi að dansskólar bjóða víða upp á námskeið í Fortnite-dönsum.
09.10.2018 - 07:30
Hasar í Harry Potter heimum
Aðdáendur Harry Potter galdraheimsins geta farið að verða spenntir fyrir komandi tímum. Í vikunni var myndbandi af því sem virtist vera nýr Harry Potter leikur lekið á Reddit.
04.10.2018 - 08:41
Fan ekki fundin
Ekkert hefur spurst til kínversku leikkonunnar Fan Bingbing í þó nokkurn tíma. Geir Finnsson ræðir hana og fleira áhugavert í vikulegu innslagi sínu um kvikmyndir, sjónvarp og tölvuleiki.
27.09.2018 - 14:06
Fortnite að mörgu leyti eins og íþróttir
Um tvö hundruð og fimmtíu manns komu saman í Háskólanum í Reykjavík í dag á svokölluðu Lan-móti eða tölvuleikum. Mótið var fyrsta mótið hér á landi þar sem keppendur keppa í leiknum Fortnite augliti til auglitis. Fortnite er geysivinsæll meðal yngra fólks og einn skipuleggjandi segir að leikirnir, sem spilaðir eru á mótinu, séu að mörgu leyti eins og íþróttir.
11.08.2018 - 19:43
Google tekur yfir heiminn
Flestir gera sér líklega grein fyrir stærð tölvufyrirtækisins Google þar sem leitarvél þeirra kemur við sögu í lífi margra á hverjum degi. Nú stefnir fyrirtækið að heimsyfirráðum með framleiðslu á nýjum leikjatölvum.
03.07.2018 - 09:57
Tölvuleikjastríð
Það er heldur betur farið að hitna í kolunum í tölvuleikjaheiminum og samkeppnin milli risanna í bransanum, Sony, Microsoft og Nintendo hefur harðnað. Sony hefur hingað til verið stærst en Nintendo og Microsoft eru nú farin að vinna saman gegn Sony.
26.06.2018 - 10:45
Áfram Ísland á E3
Tölvuleikja og tækni ráðstefnan E3 stendur nú sem hæst í Los Angeles en þar eiga Íslendingar einmitt sinn fulltrúa. Geir Finnsson, tölvuleikjasérfræðingur Núllsins, fór yfir það helsta sem að komið hefur fram
12.06.2018 - 15:42
Ókeypis tölvuleikur sem malar gull
Fortnite: Battle Royale hefur á undanförnum mánuðum orðið einn allra vinsælasti tölvuleikur heims. Leikurinn kom út í lok síðasta árs og er nú með meira en 45 milljón spilara víðsvegar um hnöttinn. Þrátt fyrir að vera bannaður innan 12 ára hefur Fortnite umfram allt slegið í gegn hjá börnum og ungmennum, og ólíkt því sem oft er staðreyndin með tölvuleiki, ekki síður hjá stelpum en strákum.
Nýr Pokémon leikur væntanlegur
Það er nóg um að vera í tölvuleikjaheiminum eins og vanalega en tölvuleikjaráðstefnan E3 sem haldin er í Los Angeles er rétt handan við hornið og hefst í næstu viku.
05.06.2018 - 13:39
Ísland hugsanlega sögusvið nýs tölvuleiks
Aðdáendur tölvuleikjahönnuðarins Hideo Kojima hafa lagt fram þá kenningu að Ísland sé sögusvið nýjasta tölvuleiks hans, Death Stranding. Reynist þessi kenning rétt, mun það verða í fyrsta skipti sem Ísland er notað sem aðalsögusvið í tölvuleik frá svo þekktum framleiðanda.
28.05.2018 - 13:30
Vinátta sem teygir sig út fyrir tölvuskjáinn
„Mig langaði einhvern veginn að opna lítinn glugga inn í þessa veröld og sýna hvernig þarna eiga sér stað mannleg samskipti á mjög djúpum grunni,“ segir Jón Bjarki Magnússon sem leikstýrði heimildarmynd um vináttutengsl í tölvuleiknum Eve Online.
08.05.2018 - 10:00
Með tölvuleikjadellu á Djúpavogi
„Ég er nú ekki viss um að allir viti hvað ég er að bralla eftir vinnu,“ segir Birkir Fannar Smárason, 26 ára gamall Stöðfirðingur búsettur á Djúpavogi. Hann hefur haldið úti tölvuleikjastreymi á vefnum í nokkurn tíma en á næstu vikum fer hann af stað með Retró, nýja vefþætti sem fjalla um tölvuleiki og leikjatölvur af gamla skólanum.
22.04.2018 - 08:11
Super Mario á leiðinni á hvíta tjaldið
Undir lok síðasta árs kvisaðist út orðrómur um að til stæði að gera teiknimynd byggða á tölvuleikjapersónunni Super Mario. Fregnirnar hafa nú verið staðfestar og má eiga von á teiknimynd með píparanum ástsæla í aðalhlutverki innan nokkurra ára.
01.02.2018 - 13:23