Færslur: Tölvuglæpir

Gögnum stolið úr farsímum spænskra ráðherra
Tölvuglæpamönnum tókst með njósnaforritinu Pegasus að brjótast ínn í farsíma Pedros Sánchez, forsætisráðherra Spánar og Margaritu Robles varnarmálaráðherra. Enn er ekki ljóst hvort þeir komust yfir viðkvæmar upplýsingar.
02.05.2022 - 13:02
Telja tölvuþrjótana hvítrússneska
Sergei Demedyuk, varaformaður varnarmála- og þjóðaröryggisnefndar Úkraínu, segir hóp hvítrússneskra tölvuþrjóta á bak við árásina á netkerfi hins opinbera í vikunni. Hópurinn er tengdur leyniþjónustu Hvíta-Rússlands að sögn fréttastofu Reuters. 
15.01.2022 - 19:38
Tölvuþrjótar hóta að leka gögnum ef Strætó borgar ekki
Erlendir tölvuþrjótar náðu að brjótast inn í tölvukerfi Strætó og afrita gögn og upplýsingar. Þeir hafa krafið Strætó um greiðslu og hótað því að leka gögnunum ef ekki er orðið við þeirri kröfu. Þetta segir í tilkynningu frá Strætó.
05.01.2022 - 13:30
Netárásum fjölgar
Forstjóri Fjarskiptastofu segir ekki hægt að útiloka að tölvuþrjótar hafi náð að nýta sér öryggisgalla í tölvuhugbúnaði sem uppgötvaðist í síðustu viku. Unnið er að því að uppfæra öll mikilvæg kerfi hér á landi. Tilraunum til árása á tölvukerfi hefur fjölgað mikið.
15.12.2021 - 19:25
Spegillinn
Stígandi og stöðugar breytingar á tölvuárásum
Frá því að greint var frá galla, sem veldur því að mögulega geta ófyrirleitnir skúrkar komist inn í tölvukerfi og komið þar fyrir spillkóðum sem geta valdið usla, læst eða stolið gögnum, hafa dunið árásir á kerfum um allan heim og Ísland er þar ekki undanskilið. Anton Már Egilsson, aðstoðarforstjóri Syndis, segir að frá því að menn vissu af gallanum hafi verið stöðug stígandi í tilraunum til að komast inn en tekist hafi að hrinda árásum.
14.12.2021 - 20:14
Hundrað tilraunir til tölvuglæpa á hverri mínútu
Hundrað tilraunir eru gerðar á hverri mínútu til að nýta galla í tölvukóða sem uppgötvaðist fyrir skömmu. CERT-IS, netöryggissveit Fjarskiptastofu, hefur virkjað samhæfingarferli vegna veikleikans.
14.12.2021 - 08:30
Spegillinn
Hættuleg glufa inn í tölvukerfi enn opin
Um helgina varaði netöryggissveitin CERT-IS við því að herjað væri á íslenska innviði erlendis frá; reynt að finna þjóna og kerfi sem væru mögulega berskjölduð fyrir árásum tölvuþrjóta vegna galla í kóðasafni.  Svipað mál kom upp í haust, fjöldi fyrirtækja lenti þá í hremmingum þegar hrappar nýttu sér veikleika til að taka gögn í gíslingu. Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS segir að gallinn hafi uppgötvast í kóðasafni sem margir þeirra sem bjóða þjónustu á netinu nýta. 
13.12.2021 - 16:48
Svikapóstar sendir af netþjónum FBI
Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú innbrot í tölvukerfi stofnunarinnar. Þúsundir falsaðra tölvupósta voru sendar úr einum netþjóna stofnunarinnar, þar sem varað er við mögulegri netárás.
14.11.2021 - 18:16
Verkefnum netafbrotadeildar hefur fjölgað mikið
Verkefnum netafbrotadeildar lögreglunnar hefur fjölgað mikið að undanförnu og efla þyrfti deildina. Þetta segir lögreglufulltrúi í netafbrotadeild lögreglu. Hann segir að mikil að vitundarvakning hafi orðið í tölvuöryggismálum hér á landi.
Tölvuþrjótar oft með forskot
Netöryggissérfræðingur segir að baráttan gegn tölvuglæpum snúist að mörgu leyti um að elta og bregðast við aðferðum tölvuþrjóta. Með auknum netviðskiptum vegna heimsfaraldursins þurfi mögulega að bæta varnir fyrirtækja enn frekar.
Veldisvöxtur í netárásum
Veldisvöxtur er í netárásum á fyrirtæki að sögn aðstoðarforstjóra netöryggisfyrirtækis. Nauðsynlegt sé að vera á varðbergi gagnvart tölvupóstum sem fólk kannist ekki við.
Hægt að tryggja sig fyrir netárás
Framkvæmdastjóri Geislatækni segir unnið hörðum höndum að endurræsingu tölvukerfis fyrirtækisins eftir netárás í síðustu viku og sú vinna gangi vel. Hægt er að tryggja sig fyrir svona glæpum og afleiðingum þeirra.
Með íslenskt fyrirtæki í gíslingu og vilja lausnargjald
Rússneskir tölvuþrjótar hafa tekið allt tölvukerfi hátæknifyrirtækis í Garðabæ í gíslingu og krefjast tuga milljóna í lausnargjald. Verði það ekki greitt í dag tvöfaldast upphæðin. Eigandi fyrirtæksins segir ekki koma til greina að borga.
Vilja 70 milljónir dollara í lausnargjald
Tölvuþrjótar sem lömuðu starfsemi hundraða fyrirtækja um allan heim um síðustu helgi, krefjast þess að fá 70 milljónir dollara, rúmlega 8,7 milljarða króna gegn því að starfsemin geti hafist á ný. Verslanakeðjan Coop [Kó-opp], sem  rekur um átta hundruð verslanir víðs vegar um Svíþjóð er meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á þrjótunum. 
Spegillinn
„Það er hægt að hakka hakkara“
Theódór R. Gíslason, sérfræðingur í tölvuöryggi man ekki til þess að aðgerð þar sem glæpamenn eru plataðir til að nota app sem lögregluyfirvöld bjuggu til hafi gerst áður. Aðgerðin sýni að hægt sé að snúa á glæpamenn með tölvutækninni, hægt að hakka hakkara. Brotist er inn í tölvur fyrirtækja í auknum mæli bæði hér á landi og erlendis.
Endurheimtu rúmlega helming lausnargjalds
Bandaríska dómsmálaráðuneytið kveðst hafa endurheimt rúmlega helming lausnargjaldsins sem eldsneytisflutningafyrirtækið Colonial Pipeline greiddi tölvuglæpahópnum Darkside í síðasta mánuði. Gagnagíslaárás Darkside olli umfangsmikilli lokun á eldsneytisdreifingakerfi fyrirtækisins.
Til skoðunar að grípa til refsiaðgerða vegna tölvuárása
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að refsiaðgerðir séu til skoðunar vegna tölvuárása gegn kjötvinnslunni JBS. Yfirvöld í Bandaríkjunum rekja árásina til rússneskra glæpasamtaka, sem talið er að séu í samkrulli við stjórnvöld í Kreml.
Tölvuárás lamar kjötvinnslu í Ástralíu og Bandaríkjunum
Bandaríkjastjórn hafði samband við rússnesk stjórnvöld eftir að gerð var tölvuárás á kjötvinnslu JBS í Bandaríkjunum á mánudag. Stjórnendur fyrirtækisins greindu Bandaríkjastjórn frá því að JBS hafi fengið kröfu um lausnargjald frá glæpasamtökum sem talið er að rekja megi til Rússlands.
Kortanúmerum og vegabréfsupplýsingum stolið
Indverska flugfélagið Air India greindi frá því í yfirlýsingu í gærkvöld að gögnum um fjórar og hálfa milljón viðskiptavina þess hafi verið stolið af tölvuþrjótum. Þar á meðal eru nöfn, kreditkortanúmer og vegabréfsupplýsingar.
22.05.2021 - 06:38
Greiddi rúman hálfan milljarð í lausnargjald
Stjórnandi eldsneytisleiðslunnar Colonial Pipeline í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að fyrirtækið hafi greitt tölvuþrjótum lausnargjald að jafnvirði um 540 milljóna króna. Tölvuþrjótarnir lokuðu á netsamband leiðslunnar í nokkra sólarhringa fyrr í mánuðinum. 
Rússnesk glæpaklíka játar netárás á olíuleiðslu
Tölvuglæpahópurinn DarkSide er ábyrgur fyrir árásinni á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna. Bandaríska alríkislögreglan FBI staðfesti þetta í gær. Hópurinn greindi sjálfur frá þessu á hulduvefnum svokallaða, og segist aðeins vilja græða pening á þessu.
Netárás hefur áhrif á stærstu olíuleiðslu Bandaríkjanna
Stór hluti stærsta eldsneytisveitukerfis Bandaríkjanna er enn óvirkt eftir netárás á fyrirtækið Colonial Pipeline um helgina. Árásin, sem var umfangsmikil, var gerð með gagnagíslingarforriti (e. ransomware).
Bandarísk olíuleiðsla óvirk eftir netárás
Loka varð fyrir stærstu olíuleiðslu Bandaríkjanna í dag vegna netárásar. Í yfirlýsingu Colonial Pipeline segir að árásin hafi haft áhrif á hluta tölvukerfis þess og komið í veg fyrir alla starfsemi fyrirtækisins til skamms tíma. Engar frekari upplýsingar voru gefnar um hvers kyns áhrifum árásin olli, en skemmdir eru taldar afar litlar ef einhverjar.
Lokuðu fjölsóttum vef með barnaníði
Þýska lögreglan hefur upprætt umfangsmikinn barnaníðsvef þar sem yfir fjögur hundruð þúsund manns skiptust á ólöglegu myndefni. Fjórir eru í haldi vegna málsins.
03.05.2021 - 12:32

Mest lesið