Færslur: Tölvuglæpir

Rússnesk glæpaklíka játar netárás á olíuleiðslu
Tölvuglæpahópurinn DarkSide er ábyrgur fyrir árásinni á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna. Bandaríska alríkislögreglan FBI staðfesti þetta í gær. Hópurinn greindi sjálfur frá þessu á hulduvefnum svokallaða, og segist aðeins vilja græða pening á þessu.
Netárás hefur áhrif á stærstu olíuleiðslu Bandaríkjanna
Stór hluti stærsta eldsneytisveitukerfis Bandaríkjanna er enn óvirkt eftir netárás á fyrirtækið Colonial Pipeline um helgina. Árásin, sem var umfangsmikil, var gerð með gagnagíslingarforriti (e. ransomware).
Bandarísk olíuleiðsla óvirk eftir netárás
Loka varð fyrir stærstu olíuleiðslu Bandaríkjanna í dag vegna netárásar. Í yfirlýsingu Colonial Pipeline segir að árásin hafi haft áhrif á hluta tölvukerfis þess og komið í veg fyrir alla starfsemi fyrirtækisins til skamms tíma. Engar frekari upplýsingar voru gefnar um hvers kyns áhrifum árásin olli, en skemmdir eru taldar afar litlar ef einhverjar.
Lokuðu fjölsóttum vef með barnaníði
Þýska lögreglan hefur upprætt umfangsmikinn barnaníðsvef þar sem yfir fjögur hundruð þúsund manns skiptust á ólöglegu myndefni. Fjórir eru í haldi vegna málsins.
03.05.2021 - 12:32