Færslur: Tölvuárásir

Brotist inn í tölvukerfið hjá ráðuneyti netöryggis
Hópur útfarinna tölvuþrjóta náði að smeygja sér framhjá öllum rafrænum vörnum bandaríska heimavarnaráðuneytisins um helgina og brjótast inn í tölvukerfi þess. Fjölmiðlar vestra hafa eftir ónefndum heimildarmönnum í ráðuneytinu að grunur leiki á að hakkararnir séu á mála hjá rússneskum stjórnvöldum. Heimavarnaráðuneytið er feikilega valdamikil og fjölmenn stofnun, sem ber meðal annars ábyrgð á öryggi landamæranna og netöryggi.
Netárásin ekki valdið tjóni ennþá
Óvissustig fjarskiptageirans er enn í gildi. Því var lýst yfir í fyrsta sinn í gær af Póst og fjarskiptastofnun í kjölfar netárásar á íslensk fyrirtæki. Reynt var að kúga út úr þeim fé. Forstöðumaður Póst og fjarskiptastofnunnar segir að ekki hafi orðið tjón af völdum árásarinnar enn sem komið er.
10.09.2020 - 11:38
Tölvuþrjótar komust í tölvupóst norskra þingmanna
Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi norska Stórþingsins á dögunum. Þeir komust inn í tölvupóst nokkurra þingmanna. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki glæpnum og hefur málið verið tilkynnt lögreglu.
01.09.2020 - 15:38
„Ekki rétt að úrin haldi utan um allar ferðir notenda“
Garminbúðin á Íslandi hefur sent yfirlýsingu til fjölmiðla vegna tölvuárásar sem tæknifyrirtækið Garmin varð fyrir í síðustu viku. Með yfirlýsingunni vill verslunin koma á framfæri upplýsingum um eðli Garmin-tækja og upplýsingasöfnun þeirra.
29.07.2020 - 14:47
„Ekki treysta eingöngu á nettengdar tæknilausnir“
Sérfræðingur í netöryggi segir líkur á að Garmin hafi borgað rússneskum hökkurum lausnargjald til að koma þjónustu sinni aftur af stað eftir árás af hálfu hakkaranna. Besta vörnin gegn þeim sé að treysta ekki eingöngu á nettengdar tæknilausnir.
28.07.2020 - 21:55
Notendur Garmin óánægðir með viðbrögð eftir tölvuárás
Þjónusta Garmin er nú orðin aðgengileg á ný eftir að hafa legið niðri í fimm daga vegna tölvuárásar. Tæknitímaritið The Verge greinir frá þessu. Á vef Garmin segir þó að þjónusta Garmin Connect sé enn takmörkuð vegna árásarinnar en notendur hafa staðfest að þjónustan sé komin í lag. Margir notendur Garmin hafa gagnrýnt lélegt samskiptaflæði fyrirtækisins í kjölfar árásarinnar.
Rússar hafna ásökunum um tölvuinnbrot
Andrei Kelin sendiherra Rússlands í Bretlandi segir útilokað að Rússar hafi liðsinnt tölvuþrjótum við innbrot í tölvukerfi rannsóknarstofa sem vinna að þróun bóluefnis gegn Covid-19.
19.07.2020 - 00:48
Tölvuárásin á RB líklega gerð frá útlöndum
Flest bendir til þess að tölvuárásin á kerfi Reiknistofu bankanna hafi verið gerð frá útlöndum og líkur eru á því að uppruninn finnist. Tölvuþrjótarnir komust að ystra varnarmúr, að sögn sérfræðings.
05.06.2020 - 12:32
Árásin beindist ekki sérstaklega að RB
Tilraun til innbrots í tölvukerfi Reiknistofu bankanna virðist ekki hafa verið beint sérstaklega að fyrirtækinu. Fleiri fyrirtæki urðu fyrir sömu árás. Þetta segir Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri RB í samtali við Fréttastofu.
04.06.2020 - 16:59
Vinsæll samfélagsmiðlaleikur hakkaður
Tölvuleikjaframleiðandinn Zynga greindi frá því í gær að upplýsingar yfir 170 milljón notenda leiksins Words With Friends hafi komist í hendur tölvuþrjóta fyrr á árinu. Fyrirtækið greindi frá því í september að það hafi orðið fyrir árás en gerði ekki grein fyrir umfanginu fyrr en í gær.
20.12.2019 - 06:13
Braust inn í tölvukerfi NASA með smátölvu
Tölvuþrjótur náði að brjóta sér leið inn í tölvukerfi NASA og stela þaðan viðkvæmum gögnum. Þrjóturinn notaði smátölvu sem nefnist Raspberry Pi og fæst fyrir nokkur þúsund krónur úr búð.
25.06.2019 - 00:49
Lögreglumaður fékk svikapóst í nafni Valitor
Guðmundur Fylkisson lögreglumaður fékk í dag sendan svikapóst á netfang sitt hjá lögreglunni þar sem reynt var að blekkja vegna meintra kreditkortaviðskipta hans í erlendri netverslun. Pósturinn leit út fyrir að vera sendur af greiðslukortafyrirtækinu Valitor.
03.05.2019 - 18:35
Stálu nöfnum og kortaupplýsingum 500 milljóna
Marriott hótelkeðjan greinir frá því að persónuupplýsingar allt að 500 milljóna gesta keðjunnar gætu hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Þrjótarnir hafa herjað á gögn hótelkeðjunnar frá árinu 2014, og nú gætu upplýsingar um gesti Starwood hótelkeðjunnar, sem Marriott yfirtók árið 2016, einnig hafa komist í hendur þeirra.
30.11.2018 - 12:34
Sterklega varað við svikapósti í nafni Valitor
Valitor varar við tölvupóstum sem í dag hafa verið sendir í nafni fyrirtækisins um að kortum fólks hafi verið lokað eftir „tæknileg“ atvik í gagnagrunnum fyrirtækisins. „Fólki er eindregið ráðlagt að opna póstana ekki, smella ekki á hlekkinn sem fylgir með og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp kortaupplýsingar,“ segir í tilkynningu frá Valitor.
24.03.2018 - 21:07
Segja rússnesk yfirvöld á bak við tölvuárásina
Rússneska leyniþjónustan var á bak við tölvuárásina fyrr í vikunni sem lamaði starfsemi ýmissa fyrirtækja og stofnana víða um heim. Þetta fullyrða yfirvöld í Úkraínu og segjast hafa sannanir fyrir þessu. Rússar hafna ásökununum og segja að enginn fótur sér fyrir þeim.
02.07.2017 - 04:16
Mikilvægt að tilkynna sýktar tölvur
Ef tölva reynist sýkt af spilliforriti sem notað var í viðamikla netárás á þriðjudag er mikilvægt að tilkynna það netöryggissveitinni CERT-ÍS. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun. Spilliforritið beitir líklega nýju afbrigði af hugbúnaði sem þekktur er undir nafninu Petya og herjar nú á tölvukerfi í nokkrum löndum svo sem Danmörku, Bretlandi, Úkraínu og Rússlandi.
29.06.2017 - 12:57
Þjónusta TNT liggur niðri eftir tölvuárás
Fyrirtækið TNT hraðsendingar er eitt af mörgum sem urðu fyrir barðinu á viðamikilli tölvuárás á þriðjudag og þjónusta þess liggur tímabundið niðri. Starfsmaður fyrirtækisins staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en starfsfólk TNT á Íslandi hefur fengið tilmæli frá aðalskrifstofu fyrirtækisins í Amsterdam um að tjá sig ekki frekar um málið á meðan það er í skoðun.
29.06.2017 - 12:04
Tölvuárásin á Maersk árás á danskt samfélag
Tölvuárásin á danska skipafélagið Maersk í gær er árás á Danmörku sem samfélag. Þetta segir Brian Mikkelsen, efnahags- og viðskiptaráðherra Danmerkur. „Fyrir mér er þetta nánast efnahagslegt hryðjuverk, vegna þess að þetta getur sett stöndug fyrirtæki á hliðina og á endanum kostað mörg störf ef ekkert er að gert,“ segir Mikkelsen.
28.06.2017 - 05:32
Áhrifin hefðu getað verið minni
Áhrif tölvuárásarinnar í gær, sem sýkti tugi þúsunda tölva, hefðu ekki þurft að vera svona slæm ef tölvurnar hefðu verið uppfærðar, segir sérfræðingur í tölvuöryggismálum. Engin staðfesting hefur borist á að smit hafi borist í tölvu hér á landi.
13.05.2017 - 19:21