Færslur: Tölvuárásir

Finnar búa sig undir tölvuárásir frá Rússum
Finnar hafa verið beðnir um að undirbúa sig undir holskeflu tölvuárása í kjölfar vegna mögulegrar aðildar Finnlands í Atlandshafsbandalagið. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Sauli Niinistö, forseti landsins, tilkynntu bæði í gær að þau styddu aðild að NATO.
13.05.2022 - 10:24
„Ekki efast um getu Finna til skjótra ákvarðana“
Finnar búa sig undir að taka sögulega ákvörðun á næstu vikum, það er að ganga til lið við Atlantshafsbandalagið. Fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands segir að ekki megi efast um getu landa sinna til að taka skjótar ákvarðanir.
Biðu í tvo mánuði með að viðurkenna tölvuárás
Á fjórða hundrað fyrirtækja urðu fyrir áhrifum af tölvuárás sem gerð var á bandaríska auðkenningarfyrirtækið Okta síðastliðinn janúar. Fyrirtækið hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki viðurkennt árásina fyrr en rúmum tveimur mánuðum eftir að hún átti sér stað.  
25.03.2022 - 10:30
Brotist inn í gagnabanka Alþjóða Rauða krossins
Óprúttnir glæpamenn hökkuðu sér leið inn í gagnabanka Alþjóða Rauða krossins og komust þannig yfir upplýsingar um hundruð þúsunda skjólstæðinga samtakanna og systursamtaka þeirra, Rauða hálfmánans. Robert Mardini, aðalframkvæmdastjóri Rauða krossins, segist sleginn og ráðalaus vegna gagnastuldsins.
20.01.2022 - 03:42
Rússar sakaðir um árásir á opinber vefsetur Úkraínu
Úkraínustjórn segist hafa undir höndum sönnun þess að Rússar hafi staðið að baki umfangsmikilli árás á fjölda vefsetra hins opinbera í landinu á föstudaginn var.
Tölvuþrjótar hóta að leka gögnum ef Strætó borgar ekki
Erlendir tölvuþrjótar náðu að brjótast inn í tölvukerfi Strætó og afrita gögn og upplýsingar. Þeir hafa krafið Strætó um greiðslu og hótað því að leka gögnunum ef ekki er orðið við þeirri kröfu. Þetta segir í tilkynningu frá Strætó.
05.01.2022 - 13:30
Fjöldi árásartilrauna sem tengjast log4j á hverjum degi
Tölvuþrjótar gera enn fjölda tilrauna til árása á íslenska rekstraraðila á hverjum degi þar sem veikleiki í kóðasafninu log4j er nýttur. Þetta segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS.
05.01.2022 - 13:17
Óvissustigi vegna öryggisgalla í Log4j aflétt
Óvissustigi Almannavarna vegna öryggisgalla í kóðasafninu Log4j hefur verið aflétt. Þetta segir í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra.
Þrír nýir veikleikar viðhalda óvissustigi
Óvissustig vegna Log4j tölvukóðas er áfram í gildi eftir að nýir veikleikar uppgötvuðust í kóðasafninu. Enn er mikið um tilraunir til árása sem byggja á veikleikanum, kemur fram í fréttatilkynningu frá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir mikilvægt að stofnanir og rekstraraðilar uppfæri kerfi sín sem fyrst.
Netárásum fjölgar
Forstjóri Fjarskiptastofu segir ekki hægt að útiloka að tölvuþrjótar hafi náð að nýta sér öryggisgalla í tölvuhugbúnaði sem uppgötvaðist í síðustu viku. Unnið er að því að uppfæra öll mikilvæg kerfi hér á landi. Tilraunum til árása á tölvukerfi hefur fjölgað mikið.
15.12.2021 - 19:25
Spegillinn
Stígandi og stöðugar breytingar á tölvuárásum
Frá því að greint var frá galla, sem veldur því að mögulega geta ófyrirleitnir skúrkar komist inn í tölvukerfi og komið þar fyrir spillkóðum sem geta valdið usla, læst eða stolið gögnum, hafa dunið árásir á kerfum um allan heim og Ísland er þar ekki undanskilið. Anton Már Egilsson, aðstoðarforstjóri Syndis, segir að frá því að menn vissu af gallanum hafi verið stöðug stígandi í tilraunum til að komast inn en tekist hafi að hrinda árásum.
14.12.2021 - 20:14
Hundrað tilraunir til tölvuglæpa á hverri mínútu
Hundrað tilraunir eru gerðar á hverri mínútu til að nýta galla í tölvukóða sem uppgötvaðist fyrir skömmu. CERT-IS, netöryggissveit Fjarskiptastofu, hefur virkjað samhæfingarferli vegna veikleikans.
14.12.2021 - 08:30
Kastljós
Íslenskir innviðir í hættu vegna veikleika tölvukerfa
Íslenskir innviðum stafar hætta af veikleika sem hefur uppgötvast í fjölda tölvukerfa. Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveitinni, segir að á meðan óvissa ríki um öryggi íslenskra innviða og hvort tölvuþrjótar hafi náð að nýta sér þennan veikleikann í vafasömum tilgangi, verði virkt óvissustig almannavarna um netöryggi.
Þrjótar kunna að hafa læst klóm í tölvupóst starfsmanna
Hætt er við því að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta starfsmanna Háskólans í Reykjavík í árás sem gerð var á póstþjón skólans í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Frá því í júní hafa tölvuþrjótar tvisvar komið spilliforriti inn á póstþjóna skólans. 
22.10.2021 - 16:26
Verkefnum netafbrotadeildar hefur fjölgað mikið
Verkefnum netafbrotadeildar lögreglunnar hefur fjölgað mikið að undanförnu og efla þyrfti deildina. Þetta segir lögreglufulltrúi í netafbrotadeild lögreglu. Hann segir að mikil að vitundarvakning hafi orðið í tölvuöryggismálum hér á landi.
Tölvuþrjótar oft með forskot
Netöryggissérfræðingur segir að baráttan gegn tölvuglæpum snúist að mörgu leyti um að elta og bregðast við aðferðum tölvuþrjóta. Með auknum netviðskiptum vegna heimsfaraldursins þurfi mögulega að bæta varnir fyrirtækja enn frekar.
Veldisvöxtur í netárásum
Veldisvöxtur er í netárásum á fyrirtæki að sögn aðstoðarforstjóra netöryggisfyrirtækis. Nauðsynlegt sé að vera á varðbergi gagnvart tölvupóstum sem fólk kannist ekki við.
Hægt að tryggja sig fyrir netárás
Framkvæmdastjóri Geislatækni segir unnið hörðum höndum að endurræsingu tölvukerfis fyrirtækisins eftir netárás í síðustu viku og sú vinna gangi vel. Hægt er að tryggja sig fyrir svona glæpum og afleiðingum þeirra.
Með íslenskt fyrirtæki í gíslingu og vilja lausnargjald
Rússneskir tölvuþrjótar hafa tekið allt tölvukerfi hátæknifyrirtækis í Garðabæ í gíslingu og krefjast tuga milljóna í lausnargjald. Verði það ekki greitt í dag tvöfaldast upphæðin. Eigandi fyrirtæksins segir ekki koma til greina að borga.
Sakar Rússa um vélabrögð fyrir þingkosningarnar 2022
Joe Biden Bandaríkjaforseti sakar Vladimir Pútín forseta Rússland um að hyggjast dreifa röngum eða villandi upplýsingum til að hafa áhrif á þingkosningarnar vestra á næsta ári.
Síður tölvuþrjóta óaðgengilegar
Vefsíður tölvuþrjótahópsins REvil eru ekki lengur aðgengilegar. Hópurinn er sakaður um stórfelldar gagnagíslaárásir gegn mörg hundruð fyrirtækjum á heimsvísu. Ekkert er vitað um tildrög þess að vefsíðurnar eru nú lokaðar.
14.07.2021 - 04:10
Vilja 70 milljónir dollara í lausnargjald
Tölvuþrjótar sem lömuðu starfsemi hundraða fyrirtækja um allan heim um síðustu helgi, krefjast þess að fá 70 milljónir dollara, rúmlega 8,7 milljarða króna gegn því að starfsemin geti hafist á ný. Verslanakeðjan Coop [Kó-opp], sem  rekur um átta hundruð verslanir víðs vegar um Svíþjóð er meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á þrjótunum. 
Ein stærsta gagnagíslataka sögunnar
Tölvuárás, sem gerð var á bandarískt upplýsingatæknifyritæki í gærkvöldi, hefur lamað starfsemi fjölmargra fyrirtækja í Bandaríkjunum og um heim allan.
Brotist inn í tölvukerfið hjá ráðuneyti netöryggis
Hópur útfarinna tölvuþrjóta náði að smeygja sér framhjá öllum rafrænum vörnum bandaríska heimavarnaráðuneytisins um helgina og brjótast inn í tölvukerfi þess. Fjölmiðlar vestra hafa eftir ónefndum heimildarmönnum í ráðuneytinu að grunur leiki á að hakkararnir séu á mála hjá rússneskum stjórnvöldum. Heimavarnaráðuneytið er feikilega valdamikil og fjölmenn stofnun, sem ber meðal annars ábyrgð á öryggi landamæranna og netöryggi.
Netárásin ekki valdið tjóni ennþá
Óvissustig fjarskiptageirans er enn í gildi. Því var lýst yfir í fyrsta sinn í gær af Póst og fjarskiptastofnun í kjölfar netárásar á íslensk fyrirtæki. Reynt var að kúga út úr þeim fé. Forstöðumaður Póst og fjarskiptastofnunnar segir að ekki hafi orðið tjón af völdum árásarinnar enn sem komið er.
10.09.2020 - 11:38