Færslur: Tölvuárásir

Verkefnum netafbrotadeildar hefur fjölgað mikið
Verkefnum netafbrotadeildar lögreglunnar hefur fjölgað mikið að undanförnu og efla þyrfti deildina. Þetta segir lögreglufulltrúi í netafbrotadeild lögreglu. Hann segir að mikil að vitundarvakning hafi orðið í tölvuöryggismálum hér á landi.
Tölvuþrjótar oft með forskot
Netöryggissérfræðingur segir að baráttan gegn tölvuglæpum snúist að mörgu leyti um að elta og bregðast við aðferðum tölvuþrjóta. Með auknum netviðskiptum vegna heimsfaraldursins þurfi mögulega að bæta varnir fyrirtækja enn frekar.
Veldisvöxtur í netárásum
Veldisvöxtur er í netárásum á fyrirtæki að sögn aðstoðarforstjóra netöryggisfyrirtækis. Nauðsynlegt sé að vera á varðbergi gagnvart tölvupóstum sem fólk kannist ekki við.
Hægt að tryggja sig fyrir netárás
Framkvæmdastjóri Geislatækni segir unnið hörðum höndum að endurræsingu tölvukerfis fyrirtækisins eftir netárás í síðustu viku og sú vinna gangi vel. Hægt er að tryggja sig fyrir svona glæpum og afleiðingum þeirra.
Með íslenskt fyrirtæki í gíslingu og vilja lausnargjald
Rússneskir tölvuþrjótar hafa tekið allt tölvukerfi hátæknifyrirtækis í Garðabæ í gíslingu og krefjast tuga milljóna í lausnargjald. Verði það ekki greitt í dag tvöfaldast upphæðin. Eigandi fyrirtæksins segir ekki koma til greina að borga.
Sakar Rússa um vélabrögð fyrir þingkosningarnar 2022
Joe Biden Bandaríkjaforseti sakar Vladimir Pútín forseta Rússland um að hyggjast dreifa röngum eða villandi upplýsingum til að hafa áhrif á þingkosningarnar vestra á næsta ári.
Síður tölvuþrjóta óaðgengilegar
Vefsíður tölvuþrjótahópsins REvil eru ekki lengur aðgengilegar. Hópurinn er sakaður um stórfelldar gagnagíslaárásir gegn mörg hundruð fyrirtækjum á heimsvísu. Ekkert er vitað um tildrög þess að vefsíðurnar eru nú lokaðar.
14.07.2021 - 04:10
Vilja 70 milljónir dollara í lausnargjald
Tölvuþrjótar sem lömuðu starfsemi hundraða fyrirtækja um allan heim um síðustu helgi, krefjast þess að fá 70 milljónir dollara, rúmlega 8,7 milljarða króna gegn því að starfsemin geti hafist á ný. Verslanakeðjan Coop [Kó-opp], sem  rekur um átta hundruð verslanir víðs vegar um Svíþjóð er meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á þrjótunum. 
Ein stærsta gagnagíslataka sögunnar
Tölvuárás, sem gerð var á bandarískt upplýsingatæknifyritæki í gærkvöldi, hefur lamað starfsemi fjölmargra fyrirtækja í Bandaríkjunum og um heim allan.
Brotist inn í tölvukerfið hjá ráðuneyti netöryggis
Hópur útfarinna tölvuþrjóta náði að smeygja sér framhjá öllum rafrænum vörnum bandaríska heimavarnaráðuneytisins um helgina og brjótast inn í tölvukerfi þess. Fjölmiðlar vestra hafa eftir ónefndum heimildarmönnum í ráðuneytinu að grunur leiki á að hakkararnir séu á mála hjá rússneskum stjórnvöldum. Heimavarnaráðuneytið er feikilega valdamikil og fjölmenn stofnun, sem ber meðal annars ábyrgð á öryggi landamæranna og netöryggi.
Netárásin ekki valdið tjóni ennþá
Óvissustig fjarskiptageirans er enn í gildi. Því var lýst yfir í fyrsta sinn í gær af Póst og fjarskiptastofnun í kjölfar netárásar á íslensk fyrirtæki. Reynt var að kúga út úr þeim fé. Forstöðumaður Póst og fjarskiptastofnunnar segir að ekki hafi orðið tjón af völdum árásarinnar enn sem komið er.
10.09.2020 - 11:38
Tölvuþrjótar komust í tölvupóst norskra þingmanna
Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi norska Stórþingsins á dögunum. Þeir komust inn í tölvupóst nokkurra þingmanna. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki glæpnum og hefur málið verið tilkynnt lögreglu.
01.09.2020 - 15:38
„Ekki rétt að úrin haldi utan um allar ferðir notenda“
Garminbúðin á Íslandi hefur sent yfirlýsingu til fjölmiðla vegna tölvuárásar sem tæknifyrirtækið Garmin varð fyrir í síðustu viku. Með yfirlýsingunni vill verslunin koma á framfæri upplýsingum um eðli Garmin-tækja og upplýsingasöfnun þeirra.
29.07.2020 - 14:47
„Ekki treysta eingöngu á nettengdar tæknilausnir“
Sérfræðingur í netöryggi segir líkur á að Garmin hafi borgað rússneskum hökkurum lausnargjald til að koma þjónustu sinni aftur af stað eftir árás af hálfu hakkaranna. Besta vörnin gegn þeim sé að treysta ekki eingöngu á nettengdar tæknilausnir.
28.07.2020 - 21:55
Notendur Garmin óánægðir með viðbrögð eftir tölvuárás
Þjónusta Garmin er nú orðin aðgengileg á ný eftir að hafa legið niðri í fimm daga vegna tölvuárásar. Tæknitímaritið The Verge greinir frá þessu. Á vef Garmin segir þó að þjónusta Garmin Connect sé enn takmörkuð vegna árásarinnar en notendur hafa staðfest að þjónustan sé komin í lag. Margir notendur Garmin hafa gagnrýnt lélegt samskiptaflæði fyrirtækisins í kjölfar árásarinnar.
Rússar hafna ásökunum um tölvuinnbrot
Andrei Kelin sendiherra Rússlands í Bretlandi segir útilokað að Rússar hafi liðsinnt tölvuþrjótum við innbrot í tölvukerfi rannsóknarstofa sem vinna að þróun bóluefnis gegn Covid-19.
19.07.2020 - 00:48
Tölvuárásin á RB líklega gerð frá útlöndum
Flest bendir til þess að tölvuárásin á kerfi Reiknistofu bankanna hafi verið gerð frá útlöndum og líkur eru á því að uppruninn finnist. Tölvuþrjótarnir komust að ystra varnarmúr, að sögn sérfræðings.
05.06.2020 - 12:32
Árásin beindist ekki sérstaklega að RB
Tilraun til innbrots í tölvukerfi Reiknistofu bankanna virðist ekki hafa verið beint sérstaklega að fyrirtækinu. Fleiri fyrirtæki urðu fyrir sömu árás. Þetta segir Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri RB í samtali við Fréttastofu.
04.06.2020 - 16:59
Vinsæll samfélagsmiðlaleikur hakkaður
Tölvuleikjaframleiðandinn Zynga greindi frá því í gær að upplýsingar yfir 170 milljón notenda leiksins Words With Friends hafi komist í hendur tölvuþrjóta fyrr á árinu. Fyrirtækið greindi frá því í september að það hafi orðið fyrir árás en gerði ekki grein fyrir umfanginu fyrr en í gær.
20.12.2019 - 06:13
Braust inn í tölvukerfi NASA með smátölvu
Tölvuþrjótur náði að brjóta sér leið inn í tölvukerfi NASA og stela þaðan viðkvæmum gögnum. Þrjóturinn notaði smátölvu sem nefnist Raspberry Pi og fæst fyrir nokkur þúsund krónur úr búð.
25.06.2019 - 00:49
Lögreglumaður fékk svikapóst í nafni Valitor
Guðmundur Fylkisson lögreglumaður fékk í dag sendan svikapóst á netfang sitt hjá lögreglunni þar sem reynt var að blekkja vegna meintra kreditkortaviðskipta hans í erlendri netverslun. Pósturinn leit út fyrir að vera sendur af greiðslukortafyrirtækinu Valitor.
03.05.2019 - 18:35
Stálu nöfnum og kortaupplýsingum 500 milljóna
Marriott hótelkeðjan greinir frá því að persónuupplýsingar allt að 500 milljóna gesta keðjunnar gætu hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Þrjótarnir hafa herjað á gögn hótelkeðjunnar frá árinu 2014, og nú gætu upplýsingar um gesti Starwood hótelkeðjunnar, sem Marriott yfirtók árið 2016, einnig hafa komist í hendur þeirra.
30.11.2018 - 12:34
Sterklega varað við svikapósti í nafni Valitor
Valitor varar við tölvupóstum sem í dag hafa verið sendir í nafni fyrirtækisins um að kortum fólks hafi verið lokað eftir „tæknileg“ atvik í gagnagrunnum fyrirtækisins. „Fólki er eindregið ráðlagt að opna póstana ekki, smella ekki á hlekkinn sem fylgir með og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp kortaupplýsingar,“ segir í tilkynningu frá Valitor.
24.03.2018 - 21:07
Segja rússnesk yfirvöld á bak við tölvuárásina
Rússneska leyniþjónustan var á bak við tölvuárásina fyrr í vikunni sem lamaði starfsemi ýmissa fyrirtækja og stofnana víða um heim. Þetta fullyrða yfirvöld í Úkraínu og segjast hafa sannanir fyrir þessu. Rússar hafna ásökununum og segja að enginn fótur sér fyrir þeim.
02.07.2017 - 04:16
Mikilvægt að tilkynna sýktar tölvur
Ef tölva reynist sýkt af spilliforriti sem notað var í viðamikla netárás á þriðjudag er mikilvægt að tilkynna það netöryggissveitinni CERT-ÍS. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun. Spilliforritið beitir líklega nýju afbrigði af hugbúnaði sem þekktur er undir nafninu Petya og herjar nú á tölvukerfi í nokkrum löndum svo sem Danmörku, Bretlandi, Úkraínu og Rússlandi.
29.06.2017 - 12:57