Færslur: Tollstjóri

Tollverðir ósáttir við að vera ekki í forgangshópi
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli eru afar ósáttir við að vera ekki skilgreindir í forgangshóp fyrir bólusetningu gegn COVID-19. Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður segir vettvangsmenn tollsins vera áhyggjufulla vegna nándar við veiruna á landamærunum. Sóttvarnalæknir segir augljóst að sé forgangshópum fjölgað fái helstu áhættuhópar síðar bólusetningu.
Vilja 30.000 fermetra undir viðbragðsaðila 
Framkvæmdasýsla ríkisins leitar nú að 30.000 fermetra lóð eða 26.000 fermetra húsnæði á höfuðborgarsvæðinu svo hægt verið að hýsa lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, embætti ríkislögreglustjóra, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu, Tollgæslu, Neyðarlínu og Slysavarnafélagið Landsbjörg undir einu og sama þakinu.
Skemmtiferðaskip kom í land án leyfis
Landhelgisgæslan hafði afskipti af franska skemmtiferðaskipinu Le Boreal sem kom til hafnar á Akranesi í morgun. Skipstjórinn sagðist hafa sérstaka undanþágu til að fara beint í land án þess að vera afgreiddur af tolli, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Engin slík undanþága er hins vegar til. Tollvörður lítur það alvarlegum augum að skemmtiferðaskip hafi komið með farþega í land án þess að fá tollafgreiðslu en ólíklegt er að viðurlögum verði beitt.
30.07.2017 - 16:09