Færslur: Tógó

Gnassingbe forseti Tógó, fjórða kjörtímabilið í röð
Faure Gnassingbe, forseti Tógó, var endurkjörinn þriðja sinni á laugardag og mun því hefja sitt fjórða kjörtímabil á forsetastóli. Yfirkjörstjórn Tógó tilkynnti í morgun að Gnassingbe hefði fengið 72 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Hann teldist því réttkjörinn forseti landsins og ekki þörf á annarri umferð, þar sem hann fékk meira en helming greiddra atkvæða. Andstæðingar hans saka yfirvöld um kosningasvik.
24.02.2020 - 04:34
Styðja við og efla stelpurokk í Tógó
Rokkbúðirnar Stelpur rokka og félagssamtökin Sól í Tógó standa að söfnun til uppbyggingar tónlistarstarfs í Tógó. Fulltrúi Stelpur rokka á Íslandi segir að þetta séu mögulega fyrstu rokkbúðirnar af þessu tagi í Vestur-Afríku. Almenningur í Tógó hefur jafnan engan aðgang að tónlistarnámi en landið er mjög fátækt.
22.07.2018 - 16:12
Tugir þúsunda krefjast afsagnar Tógó-forseta
Tugir þúsunda Tógó-búa hafa safnast saman á götum og torgum Lomé, höfuðborgar Tógó, um helgina og mótmælt stjórn og stjórnarháttum forsetans, Faure Gnassingbé. Skipulögð og fjölmenn mótmæli gegn forsetanum og stjórn hans hafa farið fram með reglulegu millibili frá því í ágúst síðastliðnum. Stöðugt fjölgar í hópi mótmælenda, sem krefjast afsagnar forsetans og breytinga á stjórnarskrá landsins, sem miða að því að takmarka hámarks valdatíð forseta.
31.12.2017 - 04:28