Færslur: Tjón

15 hafa tilkynnt tjón af völdum skjálftahrinunnar
Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur fengið 15 tilkynningar um tjón af völdum jarðskjálftahrinunnar sem hófst á miðvikudaginn. „Hús á Íslandi eru sterkbyggð og þau þola almennt stærri skjálfta en þá sem hafa riðið yfir síðustu daga,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, í samtali við fréttastofu. 
Hafa áhyggjur af myglu og frekari skemmdum
Ekki verður gert við byggingar Háskóla Íslands fyrr en mat á áhrifum vatnstjóns sem varð á dögunum liggur fyrir. Á meðan liggur margt undir skemmdum. Sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs hefur áhyggjur af myglu.
12.02.2021 - 18:45
Bændur fá styrki vegna kal- og girðingatjóns
Bjargráðasjóður hefur greittt út 442 milljónir króna í styrki úr Bjargráðasjóði vegna mikils kal- og girðingatjóns veturinn 2019 til 2020. Alls bárust 285 umsóknir og fengu 255 styrk.
27.01.2021 - 08:50
Aurskriða hrífur hús með sér á Seyðisfirði
Aurskriða sem féll úr Nautaklauf á Seyðisfirði hreif húsið Breiðablik við Austurveg af grunni sínum og bar það út á götu um klukkan þrjú í nótt.
18.12.2020 - 03:46
Dregur úr bikblæðingum á vegum
Vegagerðin telur ekki lengur ástæðu til að letja fólk til ferðalaga vegna bikblæðinga. Eftirlitsmenn Vegagerðarinnar hafa nú síðdegis lítið orðið varir við blæðingar á Hringveginum milli Borgarness og Akureyrar. Vegfarendur eru eigi að síður beðnir um að hafa varann á sér.
16.12.2020 - 18:32