Færslur: TikTok

Viðtal
Segja COVID hafa eyðilagt allt það skemmtilega í lífinu
Í næsta mánuði klára fjórir þrettán ára félagar barnaskólann og hefja nám í gagnfræðaskóla. Þeir eru sammála um að þá taki við bjartari tímar með meira frelsi en barnaskólinn bjóði upp á. Og vonandi engu COVID.
20.04.2021 - 14:40
Danshöfundar á TikTok fái verðskuldaða viðurkenningu
Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon kom af stað bylgju netmótmæla í lok marsmánaðar þegar hann fékk TikTok-stjörnuna Addison Rae til að dansa vinsæla TikTok dansa í þætti sínum The Tonight Show. Fallon og Rae eru gagnrýnd fyrir að veita danshöfundunum ekki þá viðurkenningu sem þau þóttu eiga skilið.
07.04.2021 - 12:17
Lestin
TikTok: Forrit sem elur upp nýja kynslóð
Árið 2009 var „Tik Tok“ frekar hallærislegt popplag. Árið 2021 er TikTok sá samfélagsmiðill heims sem vex hvað örast og þeir sem eru nógu gamlir til að muna eftir TikTok eru eiginlega of gamlir til að teljast gjaldgengir TikTok-arar.
02.03.2021 - 13:00
TikTok bætir stillingar til að auka friðhelgi barna
Samfélagsmiðillinn TikTok kynnti í gær aðgerðir til að auka friðhelgi barna á samfélagsmiðlinum. Nú eru allir reikningar hjá 15 ára og yngri sjálfkrafa aðgangsstýrðir (e. private). Ekki verður áfram opið fyrir hvern sem er til að setja athugasemdir við færslur hjá þessum aldurshóp heldur er stillingaratriði hvort aðeins samþykktir vinir geti gert athugasemdir eða enginn.
14.01.2021 - 16:23
Enn næst ekki samkomulag um TikTok
Ekki hefur enn náðst samkomulag milli núverandi eigenda smáforritsins TikTok og ríkisstjórnar Donalds Trump um sölu þess.
TikTok ekki bannað um sinn
Enn hefur fyrirhuguðu banni ríkisstjórnar Donald Trumps Bandaríkjaforseta á kínverska samfélagsmiðlinum TikTok verið frestað. Forsetinn segir forritið ógn við þjóðaröryggi en illa gengur að meina um 100 milljón notendum aðgang að því vestanhafs.
Bandaríkjamenn mega áfram hala niður TikTok
Alríkisdómari í Washington kom í gærkvöld í veg fyrir að Bandaríkjastjórn geti lagt bann á að bandarískir notendur hlaði niður myndbandsappinu TikTok. Bannið átti að taka gildi á miðnætti að bandarískum austurstrandartíma, eða klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. 
28.09.2020 - 04:58
Lokun samfélagsmiðilsins TikTok frestað vestra
Lokun fyrir niðurhal kínverska samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum verður frestað til 27. september næstkomandi hið minnsta.
19.09.2020 - 23:54
Loka fyrir WeChat og TikTok í Bandaríkjunum
Bandarísk stjórnvöld ætla að loka á niðurhal kínversku samfélagsmiðlanna TikTok og WeChat á sunnudag. Lokað verður alfarið á TikTok 12. nóvember en á WeChat á sunnudag. 
18.09.2020 - 19:08
Erlent · TikTok · WeChat · Bandaríkin · Kína
Samfélagsmiðillinn Tiktok heldur sinn eigin tískumánuð
Í september eru venjulega haldar tískuvikur víða um heim en vegna COVID-19 hafa þær verið blásnar af. Samfélagsmiðillinn Tiktok ætlar að bregðast við því með því að halda tískusýningu á miðlinum allan september. Þannig geta fleiri fylgst með því hvað er nýjast í tískuheiminum.
14.09.2020 - 13:33
Oracle fær TikTok í Bandaríkjunum
Hugbúnaðarfyrirtækið Oracle stýrir aðgerðum myndbanda-appsins TikTok á Bandaríkjamarkaði samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs. Skömmu áður en greint var frá því barst yfirlýsing frá Microsoft um að tilboði fyrirtækisins í TikTok hafi verið hafnað.
14.09.2020 - 02:07
Myndskeið
Fræða jafnaldra sína um nýja stjórnarskrá á TikTok
Tvær ungar konur nota TikTok og Instagram til að fræða jafnaldra sína um nýju stjórnarskrána. Þær segja samfélagsmiðla mikilvægt tól sem gefi ungu fólki vægi í þjóðfélagsumræðu þar sem raddir þess séu annars hunsaðar.
31.08.2020 - 14:32
Svona klæðir þú þig eins og Gucci módel
Nýjar mynbandsáskoranir spretta upp á TikTok eins og gorkúlur og það getur verið erfitt að ná utan um það hvað nákvæmlega sé að trenda þessa stundina. Nýjasta æðið felst í því að klæða sig upp eins og Gucci módel og þar þarf að fylgja ákveðnum reglum.
27.08.2020 - 11:31
Þykjast vera fórnarlömb helfararinnar
Nýjasta trendið á samfélagsmiðlinum TikTok hefur vakið talsverða athygli fyrir það að vera einstaklega óhuggulegt. Notendur miðilsins hafa nefnilega einhverjir tekið upp á því að klæða sig upp, mála sig og þykjast vera fórnarlömb helfararinnar.
26.08.2020 - 13:38
Fá 90 daga til að losa sig við TikTok
Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í gærkvöld tilskipun um að kínverska fyrirtækið ByteDance verði að selja frá sér snjallforritið TikTok. ByteDance er kínverskt fyrirtæki, og segir í tilskipuninni að áreiðanlegar sannanir séu fyrir því að forritið sé ógn við þjóðaröryggi í Bandaríkjunum.
15.08.2020 - 07:40
Gordon Ramsay grillar fólk á Tiktok
Matreiðslumaðurinn og þáttastjórnandinn Gordon Ramsay stofnaði Tiktok-aðgang á dögunum. Þar fylgist hann með fólki við eldamennskuna og segir sínar skoðanir.
13.08.2020 - 11:23
Trump bannar viðskipti við TikTok og WeChat
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, skrifaði í nótt undir tvær tilskipanir sem eiga að stöðva bandarísk fyrirtæki í að stunda viðskipti við kínversku samfélagsmiðlana TikTok og WeChat innan 45 daga, 15. september.
07.08.2020 - 07:55
TikTok ætlar að setja upp gagnaver á Írlandi
Kínverski samfélagsmiðillinn TikTok hyggst setja upp fyrsta evrópska gagnaver sitt á Írlandi. Það mun hýsa gögn frá evrópskum notendum og er ráðgert að uppbyggingin kosti 500 milljónir bandaríkjadala.
06.08.2020 - 11:41
Segja framferði Bandaríkjanna hreint og klárt einelti
Kínversk stjórnvöld segja að framferði þeirra bandarísku, þegar kemur að appinu Tik Tok, sé hreinlega einelti. Þetta kom fram í máli Wang Wenbin, talsmanns kínverska utanríkisráðuneytisins, á upplýsingafundi í dag. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gaf Tik Tok í gær sex vikur til að selja starfsemi sína í Bandaríkjunum til fyrirtækis þar í landi.
04.08.2020 - 09:30
Microsoft til viðræðna við TikTok að nýju
Microsoft hyggst halda áfram viðræðum um kaup á starfsemi TikTok í Bandaríkjunum.
Trump hyggst banna TikTok
Mögulegt er að smáforritið TikTok verði bannað í Bandaríkjunum. Donald Trump forseti lýsti þessu yfir í gær en bandarísk yfirvöld óttast að Kínverjar noti forritið til njósna.
01.08.2020 - 04:28
„TikTok-amman" aðstoðar Joe Biden
Bandarísk kona, Mary Jo Laupp, hefur verið fengin til að aðstoða til við forsetaframboð Demókratans Joe Biden.