Færslur: TikTok

Loka fyrir WeChat og TikTok í Bandaríkjunum
Bandarísk stjórnvöld ætla að loka á niðurhal kínversku samfélagsmiðlanna TikTok og WeChat á sunnudag. Lokað verður alfarið á TikTok 12. nóvember en á WeChat á sunnudag. 
18.09.2020 - 19:08
Erlent · TikTok · WeChat · Bandaríkin · Kína
Samfélagsmiðillinn Tiktok heldur sinn eigin tískumánuð
Í september eru venjulega haldar tískuvikur víða um heim en vegna COVID-19 hafa þær verið blásnar af. Samfélagsmiðillinn Tiktok ætlar að bregðast við því með því að halda tískusýningu á miðlinum allan september. Þannig geta fleiri fylgst með því hvað er nýjast í tískuheiminum.
14.09.2020 - 13:33
Oracle fær TikTok í Bandaríkjunum
Hugbúnaðarfyrirtækið Oracle stýrir aðgerðum myndbanda-appsins TikTok á Bandaríkjamarkaði samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs. Skömmu áður en greint var frá því barst yfirlýsing frá Microsoft um að tilboði fyrirtækisins í TikTok hafi verið hafnað.
14.09.2020 - 02:07
Myndskeið
Fræða jafnaldra sína um nýja stjórnarskrá á TikTok
Tvær ungar konur nota TikTok og Instagram til að fræða jafnaldra sína um nýju stjórnarskrána. Þær segja samfélagsmiðla mikilvægt tól sem gefi ungu fólki vægi í þjóðfélagsumræðu þar sem raddir þess séu annars hunsaðar.
31.08.2020 - 14:32
Svona klæðir þú þig eins og Gucci módel
Nýjar mynbandsáskoranir spretta upp á TikTok eins og gorkúlur og það getur verið erfitt að ná utan um það hvað nákvæmlega sé að trenda þessa stundina. Nýjasta æðið felst í því að klæða sig upp eins og Gucci módel og þar þarf að fylgja ákveðnum reglum.
27.08.2020 - 11:31
Þykjast vera fórnarlömb helfararinnar
Nýjasta trendið á samfélagsmiðlinum TikTok hefur vakið talsverða athygli fyrir það að vera einstaklega óhuggulegt. Notendur miðilsins hafa nefnilega einhverjir tekið upp á því að klæða sig upp, mála sig og þykjast vera fórnarlömb helfararinnar.
26.08.2020 - 13:38
Fá 90 daga til að losa sig við TikTok
Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í gærkvöld tilskipun um að kínverska fyrirtækið ByteDance verði að selja frá sér snjallforritið TikTok. ByteDance er kínverskt fyrirtæki, og segir í tilskipuninni að áreiðanlegar sannanir séu fyrir því að forritið sé ógn við þjóðaröryggi í Bandaríkjunum.
15.08.2020 - 07:40
Gordon Ramsay grillar fólk á Tiktok
Matreiðslumaðurinn og þáttastjórnandinn Gordon Ramsay stofnaði Tiktok-aðgang á dögunum. Þar fylgist hann með fólki við eldamennskuna og segir sínar skoðanir.
13.08.2020 - 11:23
Trump bannar viðskipti við TikTok og WeChat
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, skrifaði í nótt undir tvær tilskipanir sem eiga að stöðva bandarísk fyrirtæki í að stunda viðskipti við kínversku samfélagsmiðlana TikTok og WeChat innan 45 daga, 15. september.
07.08.2020 - 07:55
TikTok ætlar að setja upp gagnaver á Írlandi
Kínverski samfélagsmiðillinn TikTok hyggst setja upp fyrsta evrópska gagnaver sitt á Írlandi. Það mun hýsa gögn frá evrópskum notendum og er ráðgert að uppbyggingin kosti 500 milljónir bandaríkjadala.
06.08.2020 - 11:41
Segja framferði Bandaríkjanna hreint og klárt einelti
Kínversk stjórnvöld segja að framferði þeirra bandarísku, þegar kemur að appinu Tik Tok, sé hreinlega einelti. Þetta kom fram í máli Wang Wenbin, talsmanns kínverska utanríkisráðuneytisins, á upplýsingafundi í dag. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gaf Tik Tok í gær sex vikur til að selja starfsemi sína í Bandaríkjunum til fyrirtækis þar í landi.
04.08.2020 - 09:30
Microsoft til viðræðna við TikTok að nýju
Microsoft hyggst halda áfram viðræðum um kaup á starfsemi TikTok í Bandaríkjunum.
Trump hyggst banna TikTok
Mögulegt er að smáforritið TikTok verði bannað í Bandaríkjunum. Donald Trump forseti lýsti þessu yfir í gær en bandarísk yfirvöld óttast að Kínverjar noti forritið til njósna.
01.08.2020 - 04:28
„TikTok-amman" aðstoðar Joe Biden
Bandarísk kona, Mary Jo Laupp, hefur verið fengin til að aðstoða til við forsetaframboð Demókratans Joe Biden.