Færslur: Tíðarfar

Fyrstu merki vors á grasvöllum
Það glyttir í grænar grasnálar á knattspyrnuvöllum á höfuðborgarsvæðinu og gæsir eru mættar þangar til að bragða á nýgræðingum. Fyrstu merki vors gera vart við sig. Vorið er þó skemmra á veg komið á Akranesi og þar biðja menn fyrir blíðviðri svo völlurinn verði tilbúinn fyrir Íslandsmótið eftir mánuð.
24.03.2022 - 12:34
Innlent · Vor · Tíðarfar · veður · KR · ÍA · fótbolti · grasvellir · knattspyrnuvellir
Snjóþyngsti febrúar í Reykjavík frá aldamótum
Febrúar var óvenju illviðrasamur þetta árið. Að auki var hann óvenju kaldur og sá snjóþyngsti í Reykjavík frá árinu 2000. Þetta kemur fram í samantekt Veðurstofunnar.
03.03.2022 - 13:58
Hitamet slegin víða um land í ágúst
Hitamet voru slegin víða um land í ágúst, sérstaklega á austan- og norðaustanverðu landinu. Hiti fór í 29,4°C á Hallormsstað sem er mesti hiti sem mælst hefur hérlendis í ágúst. Mánuðurinn var einnig sá hlýjasti síðan mælingar hófust á Akureyri, Hveravöllum, Bolungarvík, Grímsey og Stykkishólmi. Hann var sá næsthlýjasti á Egilsstöðum og Teigarhorni.
03.09.2021 - 16:38
Þurrkar og kuldi há sprettu verulega
Þurrt og kalt vor tefur sprettu á Suður- og Vesturlandi. Sauðfjárbóndi segir bændur þurfa að vera með nýbornar ærnar á fullri gjöf út maí. Grænmetisbændur eru tvístigandi.