Færslur: Þýski boltinn

Þjálfari Schalke rekinn eftir 18 leiki án sigurs
Þýska úrvalsdeildarliðið Schalke hefur rekið þjálfara sinn, David Wagner, eftir afleitt gengi í síðustu leikjum.
27.09.2020 - 11:09
Óvæntur sigur Augsburg kom þeim á toppinn
Sex leikir fóru fram í annarri umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Augsburg vann óvæntan sigur á Dortmund og Bayer Leverkusen og RB Leipzig gerðu jafntefli í stórleik dagsins.
26.09.2020 - 21:05
Evrópumeistararnir byrja á stórsigri
Opnunarleikur þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fór fram í kvöld og meistarar síðasta tímabils, Bayern München, fóru vel af stað og gjörsamlega rústuðu Schalke 8-0. Serge Gnabry skoraði þrennu í leiknum og Leroy Sane komst einnig á blað í sínum fyrsta leik fyrir liðið. 
18.09.2020 - 20:27
Bayern München bikarmeistari í 20. sinn
Bayern München varð í kvöld þýskur bikarmeistari karla í fótbolta annað árið í röð og í tuttugasta sinn í heild. Liðið vann 4-2 sigur á Bayer Leverkusen í bikarúrslitum á Ólympíuleikvangnum í Berlín.
04.07.2020 - 20:20
Guðlaugur sá rautt og Sandra áfram í deild þeirra bestu
Lokaumferðin í bæði 2. deild karla í Þýskalandi og efstu deild kvenna fór fram í dag. Guðlaugur Victor Pálsson fékk að líta rauða spjaldið á meðan að lið Söndru Maríu Jessen hélt sér uppi á markatölu.
28.06.2020 - 16:27
Töp hjá Íslendingunum í Þýskalandi
Alfreð Finnbogason og Samúel Kári Friðjónsson komu báðir við sögu hjá liðum sínum í dag þegar að lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar fór fram.
27.06.2020 - 17:28
Lewandowski bestur í Þýskalandi
Pólski framherjinn Robert Lewandowski, leikmaður Þýskalandsmeistara Bayern München, var í dag valinn leikmaður tímabilsins í þýsku úrvalsdeildinni.
26.06.2020 - 18:55
Alfreð og félagar áfram í efstu deild
Augsburg, lið landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar, verður áfram í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta að ári. Þetta varð ljóst eftir að næst síðasta umferð deildarinnar fór fram í dag.
20.06.2020 - 16:05
Bayern meistari í 30. sinn og lið Samúels fallið
Bayern München er Þýskalandsmeistari karla í fótbolta áttunda árið í röð. Þetta varð ljóst eftir 1-0 útisigur liðsins á Werder Bremen í Brimarborg í kvöld. Paderborn, lið Samúels Kára Friðjónssonar, er fallið úr deildinni eftir eins árs veru.
16.06.2020 - 20:25
„Fyrir mér má kalla hann rasista“
Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie, fyrirliði þýska fótboltaliðsins Schalke, var á meðal þeirra fyrstu sem sýndu samstöðu með mótmælum vegna George Floyd á fótboltavellinum. Í viðtali við þýska miðilinn Bild segir hann að Donald Trump Bandaríkjaforseta megi kalla rasista.
11.06.2020 - 09:45
Bayern í bikarúrslit þriðja árið í röð
Bayern München komst í kvöld í úrslit þýsku bikarkeppninnar í fótbolta karla eftir 2-1 heimasigur á Eintracht Frankfurt á Allianz-vellinum í München. Liðið fer nú í bikarúrslit þriðja árið í röð.
10.06.2020 - 20:45
Leverkusen í bikarúrslit eftir sigur á 4. deildarliði
Bayer Leverkusen komst í kvöld í úrslit þýsku bikarkeppninnar í fótbolta karla. Liðið vann öruggan 3-0 útisigur á 4. deildarliði Saarbrücken.
09.06.2020 - 20:35
Bayern færist nær titlinum
Bayern München steig stórt skref í átt að áttunda þýska meistaratitli liðsins í röð í dag. Liðið heimsótti Bayer Leverkusen er fjórir leikir fóru fram í þýsku deildinni.
06.06.2020 - 16:00
Sara spilaði allan leikinn í stórsigri
Wolfsburg stefnir hraðbyri á sinn fjórða þýska meistaratitil í fótbolta. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði allan leikinn er liðið vann 5-1 sigur á Frankfurt í dag.
06.06.2020 - 14:00
Sara fékk frí er Wolfsburg komst í undanúrslit
Wolfsburg komst í kvöld í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur á B-deildarliði Gutersloch. Þónokkrir lykilmenn liðsins fengu hvíld í leiknum.
03.06.2020 - 18:45
Sandra og stöllur í undanúrslit
Sandra María Jessen var í byrjunarliði Bayer Leverkusen sem komst í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld. Framlengja þurfti leik liðsins við Hoffenheim.
02.06.2020 - 19:45
FIFA hvetur til „almennrar skynsemi“ vegna Floyd
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur hvatt knattspyrnusambönd í heiminum að beita almennri skynsemi og sveigjanleika þegar kemur að refsingu leikmanna vegna mótmæla þeirra eftir dauða George Floyd.
02.06.2020 - 17:45
Sancho sendi skilaboð í stórsigri
Borussia Dortmund vann 6-1 sigur á botnliði Paderborn á Benteler-vellinum í Paderborn í dag. Líkt og í leik Mönchengladbach við Union Berlín fyrr í dag var George Floyd í sviðsljósinu.
31.05.2020 - 17:50
Thuram heiðraði minningu Floyd í sigri Gladbach
Borussia Mönchengladbach fór upp í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 4-1 heimasigur liðsins á Union Berlín á Borussia-vellinum í Mönchengladbach í dag. Franski framherjinn Marcus Thuram sendi stuðningsyfirlýsingu vestur um haf eftir annað marka sinna í leiknum.
31.05.2020 - 15:20
Fyrirliði Schalke kallar eftir réttlæti í máli Floyd
Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04 í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta, bar skilaboð ákalls um réttlæti í máli George Floyd er lið hans tapaði fyrir Werder Bremen í gær.
31.05.2020 - 12:00
Bayern með tíu stiga forskot
Bayern München vann öruggan 5-0 heimasigur á Fortuna Düsseldorf í síðari leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Liðið er með tíu stiga forskot á Borussia Dortmund sem er í öðru sæti en þeir síðarnefndu eiga þó leik inni.
30.05.2020 - 18:30
Havertz skaut Leverkusen í þriðja sætið
Bayer Leverkusen vann 1-0 sigur á Freiburg í fyrsta leik 29. umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í kvöld. Með sigrinum fer liðið upp í þriðja sæti deildarinnar.
29.05.2020 - 20:50
Leverkusen og Gladbach misstigu sig
Þrír leikir voru leiknir í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bayer Leverkusen og Borussia Mönchengladbach misstigu sig í baráttunni um Meistaradeildarsæti.
26.05.2020 - 20:25
Vippa Kimmich styrkti stöðu Bæjara á toppnum
Bayern München heimsótti Borussia Dortmund í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Bayern var með fjögurra stiga forystu á þá gulklæddu fyrir leik dagsins.
26.05.2020 - 18:25
Leverkusen nálgast toppliðin
26. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og þeirri fyrstu eftir kórónuveiruhlé lauk í kvöld með leik Werder Bremen og Bayer Leverkusen á Weserstadion í Brimarborg. Bæði lið þurftu á stigum að halda á sitthvorum enda töflunnar.
18.05.2020 - 20:20