Færslur: Þýskaland

Málshöfðun í Þýskalandi gegn Salman prins
Samtökin Fréttamenn án landamæra hafa höfðað mál í Þýskalandi á hendur Mohammed bin Salman, krónprins í Sádi-Arabíu, vegna morðsins á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi og saka krónprinsinn um glæpi gegn mannkyni. Hann hafi einnig staðið á bak við ofsóknir á öðrum blaðamönnum.
02.03.2021 - 12:10
Minni útflutningur frá Þýskalandi til Bretlands
Útflutningur á vörum frá Þýskalandi til Bretlands var þrjátíu prósentum minni í janúar en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum þýsku hagstofunnar.
02.03.2021 - 11:53
Þjóðverjar vilja síður bóluefni AstraZeneca
Þjóðverjar virðast vera hikandi við að þiggja bólusetningu með bóluefni AstraZeneca við COVID-19. Á meðan mikil eftirspurn er eftir bóluefni þá er enn mikið til í geymslum af bóluefninu í Þýskalandi. Einnig hefur borið á því hér á landi að fólk vilji síður bóluefni AstraZeneca en önnur. Sérfræðingar segja enga ástæðu til að vantreysta bóluefninu.
27.02.2021 - 20:56
Afhenti Rússum gögn um þinghúsið í Berlín
Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært þýskan karlmann fyrir að hafa komið teikningum af þinghúsinu í Berlín til rússnesku leyniþjónustunnar. Talið er að tíðindin verði til þess að samskipti Rússa og Þjóðverja versni enn frekar.
25.02.2021 - 17:38
18 fyrirtæki yfirgefa Nord Stream 2
Átján evrópsk fyrirtæki hafa annaðhvort hætt störfum við lagningu Nord Stream 2 jarðgasleiðslunnar eða ætla að hætta vegna yfirvofandi viðskiptaþvingana Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins sem lögð var fyrir Bandaríkjaþing fyrir helgi.
25.02.2021 - 01:18
Tollverðir fundu 16 tonn af kókaíni
Þýskir tollverðir fundu nýlega yfir sextán tonn af kókaíni í vörugámum sem komu frá Paragvæ og hafði verið landað í Hamborg. Í yfirlýsingu frá þýsku tollgæslunni segir að þetta sé stærsta kókaínsending sem hald hafi verið lagt á í Evrópu. Áætlað er að götuvirði efnanna nemi nokkrum milljörðum evra. Maður á þrítugsaldri var handtekinn í Hollandi í gær í tengslum við rannsókn málsins.
24.02.2021 - 13:01
Dæmdur vegna ofbeldisverka í Sýrlandi
Eyad al-Gharib, fyrrverandi starfsmaður sýrlensku leyniþjónustunnar, var í morgun dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Þýskalandi sakaður um að vera samsekur að glæpum gegn mannkyni. Þetta er fyrsti dómurinn sem kveðinn er upp í Þýskalandi vegna ofbeldis og pyntinga sýrlensku stjórnarinnar og er talinn geta orðið fordæmisgefandi. 
24.02.2021 - 11:46
Erlent · Asía · Evrópa · Þýskaland · sýrland
ESB gagnrýnir aðgerðir sex aðildarríkja
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir þær hertu sóttvarnaraðgerðir sem Þýskaland og fimm önnur aðildarríki hafa tekið upp á landamærum sínum vegna kórónuveirufaraldursins og segir þær tilefnislausar. Framkvæmdastjórnin hefur sent formlegt bréf um úrbætur og væntir svara í næstu viku.
24.02.2021 - 10:14
Kennsla hafin í Þýskalandi á ný
Kennsla hófst að nýju í dag eftir tveggja mánaða hlé í tíu af sextán sambandsríkjum Þýskalands. Ýmsar sóttvarnaráðstafanir eru í gildi, svo sem að einungis helmingur barna og unglinga fær að vera í kennslustofunum í einu, skylda er að vera með hlífðargrímur innan dyra og gætt er að því að stofurnar séu vel loftræstar.
22.02.2021 - 13:35
95 ára nasista vísað úr Bandaríkjunum
95 ára karlmaður var sendur frá Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði fyrir að hafa verið fangavörður í fangabúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Samkvæmt rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins vann hann í Neuengamme fangabúðunum árið 1945.
Bandaríkin greiða leið að viðræðum við Íran
Bandaríkjastjórn er tilbúin til viðræðna um endurreisn kjarnorkusáttmálans við Íran. Hún tilkynnti jafnframt að fullyrðingar fyrrverandi forseta um nýjar viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna gegn Íran ættu ekki við rök að styðjast.
18.02.2021 - 23:56
Áformuðu hryðjuverk í Danmörku eða Þýskalandi
Þrettán hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Danmörku og einn í Þýskalandi vegna gruns um að hópurinn hafi haft í hyggju að vinna hryðjuverk í öðru hvoru landinu. Við húsleit fundust meðal annars efni til sprengjugerðar. 
12.02.2021 - 13:30
Klósettseta Hitlers seld á tvær milljónir
Klósettseta sem Adolf Hitler settist að öllum líkindum á í orlofshúsi sínu í Berghof í bæversku Ölpunum var selt á uppboði í Maryland í Bandaríkjunum á dögunum. Að sögn norska ríkisútvarpsins NRK var setan seld fyrir 15 þúsund bandaríkjadali, jafnvirði nærri tveggja milljóna króna.
Strangar sóttvarnareglur framlengdar í Þýskalandi
Stjórnvöld í Þýskalandi hafa framlengt strangar sóttvarnareglur til 7. mars hið minnsta. Þetta var ákveðið í gær á fundi Angelu Merkel kanslara með leiðtogum sambandsríkjanna sextán í gær.
11.02.2021 - 14:21
Myndskeið
Vetrarfærð og fimbulfrost víða í Evrópu
Vetrarfærð og fimbulfrost gera mörgum Evrópubúum erfitt fyrir þessa dagana - en þó ekki öllum. Hagur þeirra sem selja og skerpa skauta í Hollandi hefur sannarlega vænkast.
09.02.2021 - 22:39
Erlent · Vetur · snjór · Ófærð · Evrópa · Danmörk · Holland · Þýskaland · Tékkland
Vísa rússneskum diplómötum á brott
Þremur rússneskum diplómötum hefur verið gert að yfirgefa Svíþjóð, Þýskaland og Pólland eftir að stjórnvöld í Rússlandi vísuðu evrópskum diplómötum úr landi fyrir að hafa tekið þátt í mótmælum til stuðnings rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny.
09.02.2021 - 00:10
Snjókoma veldur usla í Hollandi og Þýskalandi
Mikil snjókoma hefur valdið vandræðum í Hollandi og Þýskalandi. Ökumenn hafa víða lent í ógöngum og hefur þurft að loka hraðbrautum vegna slæmra akstursskilyrða. 
07.02.2021 - 19:49
Þýskaland
Lögreglumenn bólusettir til að hindra bóluefnasóun
Hundruð lögreglumanna í þýska sambandsríkinu Saxlandi hafa verið bólusettir síðustu vikur þótt þeir tilheyri ekki þeim forgangshópum sem verið er að bólusetja þar í landi. Þýska tímaritið Spiegel greinir frá þessu. Haft er eftir lögregluyfirvöldum í Dresden að nær 400 lögreglumenn þar í borg og næsta nágrenni hafi verið bólusettir frá 8. janúar, og í Leipzig er búið að bólusetja rúmlega 40 lögreglumenn.
06.02.2021 - 01:27
Íranskur diplómati í 20 ára fangelsi fyrir samsæri
Belgískur dómstóll dæmdi í gær íranskan diplómata í 20 ára fangelsi fyrir aðild að samsæri um hryðjuverk sem fremja átti í Frakklandi 2018. Ætlað skotmark hryðjuverkamannanna var hópur útlægra Írana, sem kom saman til fundarhalda nærri París.
05.02.2021 - 03:46
Telur niðurskurð ekki réttu leiðina
Þýska þingið verður á næstu dögum að ákveða hvernig fjármagna skuli áframhaldandi aðgerðir til að draga úr áhrifum kórónuveirufaraldursins. Þetta sagði Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands, í viðtali í morgun.
04.02.2021 - 09:01
Vinna að annarri kynslóð bóluefnis
Breska lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline og þýska líftæknifyrirtækið CureVac boðuðu í morgun samstarf um þróun bóluefnis sem unnið gæti bug á stökkbreyttum afbrigðum kórónuveirunnar.
03.02.2021 - 08:22
Miðborg Göttingen rýmd vegna sprengja
Um átta þúsund manns var gert að yfirgefa heimili sín í þýsku borginni Göttingen í gær eftir að fjórar ósprungnar sprengjur úr síðari heimsstyrjöldinni fundust á byggingasvæði í miðborginni. Deutsche Welle hefur eftir bæjaryfirvöldum að hver sprengja hafi vegið um hálft tonn, og að minnsta kosti ein þeirra hafi verið bandarísk.
31.01.2021 - 01:42
Þjóðverjar loka á Breta, Portúgala og Íra
Þýsk yfirvöld tilkynntu í dag að ferðir til Þýskalands frá Bretlandi, Portúgal og Írlandi yrðu nær alveg bannaðar frá morgundeginum og til 17. febrúar. Farþegar frá Suður-Afríku og Brasilíu komast heldur ekki til landsins, en með lokuninni vilja stjórnvöld afstýra því að ný og bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar berist inn í landið.
29.01.2021 - 17:25
ESB vill láta rannsaka lyfjaverksmiðju í Belgíu
Evrópusambandið fer fram á rannsókn á lyfjaverksmiðju í Belgíu sem framleiðir bóluefni gegn kórónuveirunni fyrir bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca. Þjóðverjar mæla gegn því að lyf fyrirtækisins verði notað til að bólusetja fólk sem orðið er 65 ára.
Nýnasisti dæmdur fyrir morðið á Lübcke
Stephan Ernst, þýskur nýnasisti, var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Walter Lübcke, fulltrúa Kristilega demókrataflokksins, í Hessen í júní 2019. 
28.01.2021 - 10:27