Færslur: Þungarokk og þungar lyftur

Mikilvægt að vita hvað maður er góður í og rækta það
Ásgeir Börkur Ásgeirsson spilar sem miðjumaður HK í Pepsi max deildinni, einnig var hann söngvari í hinni goðsoknakenndu hljómsveit Shogun sem vann Músiktilraunir árið 2007 sem vakti mikla athygli á sínum tíma. Gunnar Ingi Jones spjallaði við Ásgeir í hlaðvarpinu Þungarokk og þungar lyftur, um byrjun Shogun, tæknina við að öskra rétt, lykilinn að góðu skeggi og mikilvægi þess að vita hvað maður er góður í og rækta það.
18.08.2020 - 12:29
Kraftlyftingakona, húsasmiður og syngur eins og engill
Veiga Dís Hansdóttir vann nýlega titilinn Stálkona Íslands. Gunnar Ingi Jones spjallaði við Veigu í hlaðvarpinu Þungarokk og þungar lyftur, um Stálkonuna 2020, húsasmíði, hvernig á að beyta röddinni rétt í söng, stálbrækur og mikilvægi þess að teygja vel.
11.08.2020 - 15:06
Franskar í öll mál þegar hann túrar um heiminn
Jón Már Ásbjörnsson er 29 ára Akureyringur sem flutti til Reykjavíkur með stóra drauma. Í dag starfar hann sem útvarpsmaður á X-inu og er söngvari í hljómsveitinni Une Misere. Gunnar Ingi Jones spjallaði við Jón í hlaðvarpinu Þungarokk og þungar lyftur, um hvernig maður á að halda sér í formi þegar maður er að túra, vegan mataræði, stöðuna á þungarokki á Íslandi og andlegt jafnvægi.
04.08.2020 - 14:02
Mér fannst ég ekki vera undir miklu álagi
Sonja Ólafsdóttir er stofnandi Crossfit Austur á Egilsstöðum en starfar í dag sem þjálfari hjá Granda 101. Í fyrra upplifði Sonja kulnun í starfi en einkenni þess var meðal annars að hún missti sjónina við akstur. Gunnar Ingi Jones spjallaði við Sonju í hlaðvarpinu Þungarokk og þungar lyftur, um funcional fitness, kulnun í starfi, erfiðleikana við að hægja á sér og Gregg Glassman fyrrum eiganda Crossfit.
28.07.2020 - 11:45
Lagði skóna á hilluna og fór á fullt í lyftingar
Böðvar Tandri Reynisson er yfirþjálfari víkingaþreks í Mjölni. Hann hefur mikinn áhuga á heilsu og hreyfingu og er lúmskur þungarokkari. Gunnar Ingi Jones spjallaði við Böðvar í hlaðvarpinu Þungarokk og þungar lyftur, um vellíðan í líkamsrækt, hvernig hann byrjaði að lyfta og þegar hann fékk æxli.
Líkaminn eins og tyggjóklessa með nokkrum beinum í
Sunna Ben er plötusnúður, ljósmyndari, heilsugúrú, einkaþjálfari, myndlistarkona og margt fleira. Sunna ræðir um að byrja aftur í ræktinni eftir meðgöngu, veganisma, Marilyn Manson og plötusnúðarferilinn í hlaðvarpinu Þungarokk og þungar lyftur þar sem Gunnar Ingi Jones fjallar um mörkin milli rokktónlistar og kraftlyftinga.
Engin sæluvíma eftir sigur á heimsmeistaramóti
Rúnar Geirmundsson, kraftlyftingarmaður, segir titilinn á IPL-mótinu árið 2017 ekki hafa fært honum þá sæluvímu sem hann hafði búist við. Rúnar ræddi þetta og fleira í hlaðvarpinu Þungarokk og þungar lyftur þar sem Gunnar Ingi Jones fjallar um mörkin milli rokktónlistar og kraftlyftinga.