Færslur: Þriðji orkupakkinn

Landsréttur staðfestir hæfi Arnars Þórs
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Arnars Þórs Jónssonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, um að hann sé hæfur til að dæma í máli starfsmanns Samgöngustofu. Starfsmaðurinn krafðist þess að Arnar Þór viki vegna ummæla sem hann lét falla um þriðja orkupakkann í aðsendri grein í Morgunblaðinu og viðtali á mbl.is.
18.01.2020 - 14:00
90 prósent Miðflokksmanna með áhyggjur af 3OP
Helmingur landsmanna hefur litlar áhyggjur af þriðja orkupakkanum en þriðjungur hefur frekar eða mjög miklar áhyggjur, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Stuðningsmenn Miðflokksins skera sig úr þar sem 90 prósent þeirra hafa áhyggjur af þriðja orkupakkanum. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar eru þrefalt líklegri en stuðningsmenn hennar til að hafa áhyggjur af þriðja orkupakkanum. Andstæðingar inngöngu í ESB eru fimm sinnum líklegri en stuðningsmenn aðildar til að hafa áhyggjur af orkupakkanum.
23.10.2019 - 13:52
Myndband
Banna andsvör við ræðum manna úr sama flokki
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, kynnti fyrirhugaðar breytingar á störfum þingsins við setningu þess í dag. Andsvör verða ekki leyfð við svokölluðum endurteknum fimm mínútna ræðum, og samsvör, eða svör frá þingmanni sem er úr sama þingflokki og ræðumaður, verða ekki lengur heimiluð. Við lok þings í maí var Miðflokkurinn sakaður um málþóf vegna umræðu um þriðja orkupakkann. Steingrímur sagði þá að ófremdarástand væri komið upp á Alþingi.
10.09.2019 - 17:03
Tvöföld yfirvinna vegna þriðja orkupakkans
Starfsfólk Alþingis vann tvöfalt meiri yfirvinnu vegna þriðja orkupakkans miðað við sama tímabil síðustu ár. Starfsfólkið vann yfir 3.000 yfirvinnutíma meðan á umræðunni stóð. Ekki var hægt að komast hjá hvíldartímabrotum, segir skrifstofa Alþingis.
09.09.2019 - 21:30
Fréttaskýring
Getur forsetinn stöðvað þriðja orkupakkann?
Andstæðingar þriðja orkupakkans hafa margir hverjir skorað á Guðna Th. Jóhannesson forseta að beita sér gegn innleiðingu hans. Fræðimenn sem fréttastofa hefur rætt við eiga hins vegar erfitt með að koma auga á hvernig hann ætti að gera það. Skrif forsetans sem sagnfræðings kunna að gefa innsýn í hvernig hann metur áskoranir um að staðfesta ekki þriðja orkupakkann.
Viðtal
Ekki á stefnuskrá að vera á móti stjórninni
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist róa í sömu átt og ríkisstjórnin í öllum málulm, nema í þriðja orkupakkanum. Hann var eini stjórnarliðinn sem greiddi atkvæði gegn samþykkt þriðja orkupakkans í dag.  
02.09.2019 - 19:42
Hljóðmynd
„Við erum öll reið“
„Við höldum baráttunni áfram,“ sögðu mótmælendur á Austurvelli í dag þegar kom á daginn að Alþingi hafði samþykkt þriðja orkupakkann. „Við erum öll reið,“ bættu þeir við. Þingmönnum þótti andrúmsloftið í þingsal áhugavert og sumir viðurkenndu að það væri léttir að málinu væri nú lokið. Nýr skrifstofustjóri Alþingis mætti í morgun til vinnu í fyrsta skipti og það var í nógu að snúast. Lögregla vísaði tveimur af áhorfendapöllum út úr Alþingishúsinu.
02.09.2019 - 18:12
Norsk samtök bundu vonir við íslenskt nei
Formaður norsku samtakanna Nei til EU segir að þau hafi bundið vonir við að Alþingi Íslands myndi hafna innleiðingu þriðja orkupakkans. Það hefði komið í veg fyrir að orkupakkinn tæki gildi í Noregi. Norska þingið samþykkti innleiðingu orkupakkans í fyrra. Tilskipunin gat þó ekki tekið gildi fyrr en Ísland hafði samþykkt hana. Orkumálaráðherra Noregs er ánægður með ákvörðun Íslands og fagnar henni.
02.09.2019 - 17:55
Tveimur mótmælendum vísað af þingpalli
Færri komust að en vildu á þingpöllum Alþingis í morgun til að fylgjast með þingheimi greiða atkvæði um þriðja orkupakkann. Tveimur mótmælendum hefur verið vísað af þingpöllum vegna hrópa og kalla meðan á þingfundi stendur.
02.09.2019 - 11:12
Sjaldgæft að taka við jafnmörgum undirskriftum
Þingheimur gengur til atkvæða um þriðja orkupakkann og málefni honum tengd í dag klukkan hálfellefu. Boðað hefur verið til mótmæla á þingpöllum og á Austurvelli á sama tíma. Fulltrúar Orkunnar okkar afhenda fyrsta varaforseta þingsins hátt í 17 þúsund undirskriftir gegn þriðja orkupakkanum áður en þingfundur hefst.
02.09.2019 - 09:23
Greiða atkvæði um þriðja orkupakkann á morgun
Á morgun verða greidd atkvæði um þriðja orkupakkann á Alþingi. Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu og búist er við að hann standi lengi. Umræður á Alþingi um orkupakkann hafa staðið yfir í um hundrað og fimmtíu klukkustundir, og eru þær lengstu í sögu þingsins.
01.09.2019 - 22:05
Ræddu við ráðherra og þingflokka um sæstreng
Þingmenn flestra flokka, þar á meðal Miðflokksins, hafa átt fund með breska félaginu Atlantic Superconnection, ASC, sem hefur áhuga á að leggja sæstreng milli Bretlands og Íslands. Iðnaðarráðherra hefur setið tvo fundi með breska félaginu þar sem fulltrúar félagsins kynntu áform sín.
30.08.2019 - 18:06
Hótað lífláti vegna fréttar um orkupakkann
Ríkislögreglustjóri er að kanna líflátshótanir sem Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, bárust í tengslum við umfjöllun vefmiðils um þriðja orkupakkann.
Myndskeið
Verður erfiðara að leggja sæstreng
Sérfræðingur í orkumálum segir ekki hægt að halda fram sem rökum gegn þriðja orkupakkanum að framkvæmdastjórn ESB hafi höfðað mál gegn Belgum vegna innleiðingar hans. Sú málshöfðun sé ekki sambærileg málinu sem hér er rætt. Hann segir að samþykkt þriðja orkupakkans hér, með þeim fyrirvörum sem eru gerðir, myndi gera mönnum erfiðara fyrir að leggja sæstreng en nú er.
29.08.2019 - 20:26
„Utanríkisráðherra skilinn eftir á eyðieyju“
Þingfundur hófst klukkan 10:30 í Alþingishúsinu í morgun, á öðrum degi sérstaks aukaþings sem helgað er umræðu um þriðja orkupakkann svokallaða og þau þingmál sem tengjast honum.
29.08.2019 - 09:58
Skora á Guðna að staðfesta orkupakkann ekki
Fulltrúar samtakanna Orkunnar okkar gengu í dag á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta. Þeir afhentu forsetanum skýrslu samtakanna og umsagnir um þriðja orkupakkann. Jafnframt skoruðu samtökin á forsetann að staðfesta ekki upptöku þriðja orkupakkans í EES-samninginn nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu eða að fenginni undanþágu frá innleiðingu hans.
28.08.2019 - 18:41
Veflýsing og upptaka
„Það má kalla þetta hræðsluáróður“
Síðasta umræðan um þriðja orkupakkann hófst á Alþingi klukkan 10:30 í morgun. Í lok þingfundar var búið að verja 148 klukkustundum í að ræða málið á þingi sem er met. Flestir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar að innleiðing orkupakkans skyldi ekki Ísland til að samþykkja sæstreng til landsins. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eru á móti orkupakkanum og hefur formaður Miðflokksins lýst honum sem hættulegum.
28.08.2019 - 10:25
Fréttaskýring
Hvað er þriðji orkupakkinn?
Næstu daga ræðst það hvernig Alþingi afgreiðir þriðja orkupakkann. Málið er það sem hefur fengið mesta umræðu á Alþingi, samanlagt 138 klukkstundir og 25 mínútum betur. Drjúgur meirihluti virðist vera fyrir innleiðingu þriðja orkupakkans á Alþingi þrátt fyrir að málið hafi vakið harðar deilur.
Þriðji orkupakkinn
Orkulöggjöfin sem vakti hörð viðbrögð
Einhverri hörðustu deilu síðustu ára í íslenskum stjórnvöldum líkur að óbreyttu á mánudag, allavega hvað varðar niðurstöðu málsins á Alþingi. Stefnt er að því að þingmenn greiði þá atkvæði um þriðja orkupakkann. Tveir dagar eru áætlaðir í umræðu um málið á miðvikudag og fimmtudag. Málið fór hægt af stað en vakti síðar sterkar tilfinningar hjá mörgum.
27.08.2019 - 15:44
Myndband
Vonar að stjórnarliðar hlusti á baklandið
Stefnt er að því að kjósa um þriðja orkupakkann á Alþingi eftir viku, að loknu tveggja daga sumarþingi um málið. Miðflokkurinn hélt fjölmennan fund í kvöld þar sem formaðurinn batt vonir við að meirihlutinn hlustaði á álit baklandsins áður en gengið væri til atkvæðagreiðslu. Forystumenn flokkanna sem fréttastofa tók tali fyrr í dag voru sammála um að fátt nýtt hefði komið fram frá því að þingi var frestað. 
26.08.2019 - 22:59
Skila undirskriftum ekki fyrir atkvæðagreiðslu
Undirskriftum þeirra Sjálfstæðismanna sem krefjast atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann verður ekki skilað áður en Alþingi greiðir atkvæði um málið. Jón Kári Jónsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi í Reykjavík, sem stendur að söfnuninni, segir það ekki þjóna neinum tilgangi þar sem forysta flokksins ætli ekki að taka undirskriftirnar til greina.
26.08.2019 - 09:31
Sæstrengur aðeins með samþykki ríkisins
Sérfræðingur í hafréttarmálum segir málflutning andstæðinga þriðja orkupakkans óskiljanlegan. Fullyrðingar um að með samþykkt hans skuldbindi íslenska ríkið sig til að standa ekki í vegi fyrir lagningu sæstrengs standist ekki. Í hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna sé skýrt kveðið á um að enginn geti lagt sæstreng inni í landhelgina nema með samþykki viðkomandi ríkis. Í þessu tilfelli íslenska ríkisins.
20.08.2019 - 17:31
Segja fyrirvara um forræði Íslands skýra
Séu þingsályktunartillaga utanríkisráðherra og þingsályktunartillaga og lagafrumvörp ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ásamt greinargerðum og öðrum gögnum, lesin saman telja sérfræðingarnir að fyrirvörum um þriðja orkupakkann sé réttilega haldið til haga.
20.08.2019 - 01:39
Fréttaskýring
Erfitt að hafna sæstreng bótalaust
Orkan okkar, sem leggst gegn þriðja orkupakkanum, telur að samþykkt hans jafngildi því að hér verði lagður sæstrengur. Hætt sé við því að Ísland verði að greiða milljarðasektir ef stjórnvöld standa í vegi fyrir lagningu sæstrengs. Krafa muni koma frá einkaaðilum um að Landsvirkjun verði skipt upp og að hver virkjun verði eitt fyrirtæki.
19.08.2019 - 16:38
Sagði hugmynd um skaðabótamál byggða á sandi
Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að hugmyndir um skaðabótaskyldu Íslands, ef ekki verður lagður sæstrengur til landsins, vera byggðar á sandi. Sérfræðingur í Evrópurétti segir að fyrirvarar Íslands verði að vera alveg skýrir, því meiri afsláttur, því verra.
19.08.2019 - 13:52