Færslur: Þorvaldur Gylfason
Prófessorar við HR mótmæla afskiptum vegna ráðningar
Félag prófessora við Háskólann í Reykjavík og Rannsóknarráð Háskólans mótmæla pólitískum afskiptum fjármála- og efnahagsráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar í stöðu ritstjóra fræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review og taka í einu og öllu undir yfirlýsingu prófessora við ríkisháskóla vegna málsins.
18.06.2020 - 14:02
Telur sig ekki skulda Þorvaldi og Lars afsökunarbeiðni
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur sig ekki þurfa að biðja Þorvald Gylfason og sænska hagfræðiprófessorinn Lars Calmfors afsökunar. Þetta sagði hann í svari við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á Alþingi í morgun.
18.06.2020 - 12:20
Stýrihópur kemur að þemavali NEPR
Stýrihópur sem fjármálaráðuneyti Norðurlandanna eiga fulltrúa í tekur þátt í að velja þema fyrir tímaritið NEPR, en að öðru leyti eru ritstjórnarlegar ákvarðanir og stjórn á efnistökum á hendi ritstjóra tímaritsins. Þetta segir Lars Calmfors, fráfarandi ritstjóri tímaritsins, í skriflegu svari til fréttastofu.
15.06.2020 - 09:44