Færslur: Þorvaldur Gylfason

Prófessorar við HR mótmæla afskiptum vegna ráðningar
Félag prófessora við Háskólann í Reykjavík og Rannsóknarráð Háskólans mótmæla pólitískum afskiptum fjármála- og efnahagsráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar í stöðu ritstjóra fræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review og taka í einu og öllu undir yfirlýsingu prófessora við ríkisháskóla vegna málsins.
Telur sig ekki skulda Þorvaldi og Lars afsökunarbeiðni
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur sig ekki þurfa að biðja Þorvald Gylfason og sænska hagfræðiprófessorinn Lars Calmfors afsökunar. Þetta sagði hann í svari við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á Alþingi í morgun.
Stýrihópur kemur að þemavali NEPR
Stýrihópur sem fjármálaráðuneyti Norðurlandanna eiga fulltrúa í tekur þátt í að velja þema fyrir tímaritið NEPR, en að öðru leyti eru ritstjórnarlegar ákvarðanir og stjórn á efnistökum á hendi ritstjóra tímaritsins. Þetta segir Lars Calmfors, fráfarandi ritstjóri tímaritsins, í skriflegu svari til fréttastofu.   
15.06.2020 - 09:44