Færslur: Þórsmörk

Rúta festist í Akstaðaá
Björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í dag þegar rúta festist í Akstaðaá á Þórsmerkurleið. Í rútunni voru 32 farþegar og gekk vel að koma þeim í land að sögn upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Rútunni hefur einnig verið komið í land til þess að koma í veg fyrir mögulegt mengunarslys.
Skógræktin reif sjálf niður girðingar um Þórsmörk
Sauðfjárbóndi segir það skjóta skökku við að fárast yfir að sauðfé fari milli Almenninga og Þórsmerkur, þar sem það var Skógræktin sem fjarlægði girðinguna sem afmarkaði Þórsmörk. Bændum sé heimilt að beita á Almenningum samkvæmt úrskurði yfirítölunefndar.
13.09.2021 - 16:06
Sauðfjárbeit skemmir skóginn í Þórsmörk
Páll Ásgeir Ásgeirsson, fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands, ritar í dag pistil á Fésbók þar sem hann gagnrýnir harðlega sauðfjárbeit á Almenningum norðan Þórsmerkur. Sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skógræktinni á Suðurlandi segir skóginn í Þórsmörk gjalda fyrir beitina en vill uppgræðslusamstarf við bændur.
12.09.2021 - 16:17
Farsæl björgun við tvísýnar aðstæður
Björgunarsveitarmaður sem var á vettvangi þegar rúta festist í Krossá fyrr í dag segir vel hafa gengið að ná fólki sem og rútu á land, en staðan geti orðið tvísýn þegar svona stendur á.
Konu bjargað úr sjálfheldu í Þórsmörk
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í gærkvöld vegna göngukonu í sjálfheldu í Valahnjúk í Þórsmörk. Konan var stödd í þó nokkru brattlendi og treysti sér ekki áfram, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Nærstatt björgunarsveitarfólk fann konuna fljótlega og var hún óslösuð.
27.08.2021 - 01:31
Fljúgandi virki á klettarana við Gígjökul
Fjórir félagar fóru um helgina í leit að flaki bandarískrar herflugvélar sem brotlenti á norðanverðum Eyjafjallajökli árið 1944.
13.09.2020 - 13:39