Færslur: Þorri

Drykkjulæti verða kannski staðbundnari
Ekkert eiginlegt þorrablót verður haldið í Eyjafjarðarsveit í ár vegna samkomutakmarkana. Búið er að skipuleggja rafrænt blót í lok mánaðarins og segir Sigurður Friðleifsson,formaður rafrænu þorrablótsnefndarinnar ýmsa kosti við að hafa skemmtunina rafræna.
24.01.2022 - 09:04
Myndband
Leggja ríginn til hliðar og halda þorrablót
Íþróttafélögin Breiðablik, HK og Gerpla í Kópavogi halda í fyrsta sinn saman þorrablót í kvöld og er von á 1.200 gestum. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir lítið mál að leggja ríginn á milli félaganna til hliðar eina kvöldstund. Fólk eigi börn sem æfi með fleiri en einu félagi og auk þess sé ýmis konar samstarf í gangi á milli félaganna.
25.01.2019 - 20:04
Meðvitaður um vitlausan framburð
Rapparinn Þorri gaf á dögunum út myndband við lagið VETEMENTS. Hann segist vera meðvitaður um að framburðurinn í laginu er ekki eftir frönskum standördum en það hafi einfaldlega ekki passað öðruvísi.
08.10.2018 - 14:45