Færslur: Þórir Baldursson

Árið er: Þórir Baldursson – seinni hluti
Árið er Þórir Baldursson (Keflavík - Munchen - New York), seinni hluti er á dagskrá Rásar 2 á föstudaginn langa kl. 16:05.
30.03.2018 - 09:00
Söng dúett á móti Grace Jones óafvitandi
„Ég varð eiginlega hálfskömmustulegur. Mér fannst ekki rétt hjá Tom að gera þetta að mér forspurðum. Helvíti brattur, ég hefði getað farið í mál við hann,“ segir Þórir Baldursson tónlistarmaður um lagið „Suffer“ með Grace Jones. Hann syngur dúett á móti henni í laginu hann hafði ekki hugmynd um að það stæði til meðan á vinnslu plötunnar stóð.
29.03.2018 - 10:15
Kynntist Donnu Summer sem bakraddasöngkonu
Tónlistarmaðurinn Þórir Baldursson hefur komið víða við á löngum og gifturíkum ferli og unnið með risakanónum úr diskó- og poppheiminum eins og Donnu Summer, Elton John og Grace Jones. Þórir var föstudagsgestur Síðdegisútvarpsins en hann er viðfangsefni þáttanna Árið er þar sem farið er yfir feril hans í tveimur þáttum á skírdag og föstudaginn langa á Rás 2.
26.03.2018 - 16:04
Árið er: Þórir Baldursson – fyrri hluti
Árið er Þórir Baldursson (Keflavík - Munchen - New York), fyrri hluti er á dagskrá Rásar 2 á skírdag, á 74 ára afmælisdegi Þóris 29.mars, kl. 16:05. Seinni hluti verður á dagskrá á föstudaginn langa kl. 16:05.
26.03.2018 - 14:00