Færslur: Þjóðminjasafn Íslands

Lilja sagðist aldrei harma ráðninguna
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, viðurkennir að hafa vanmetið þörfina á því að auglýsa stöðu þjóðminjavarðar. Þetta sagði hún í ræðu á Safnaþingi á Austfjörðum í síðustu viku. Lilja segir fullyrðingar um að hún hafi sagst harma ráðninguna rangar.
Segir Lilju hafa sýnt sáttavilja í þjóðminjavarðarmáli
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað sáttahóp með formönnum fagfélaga í safnageiranum til að bregðast við gagnrýni á skipun þjóðminjavarðar. Ráðherra fundaði með hópnum í gær og segja fundarmenn ráðherra hafa harmað að skipa í embættið án auglýsingar.
Fornleifafræðingar gagnrýna skipun þjóðminjavarðar
Skipun nýs þjóðminjavarðar var óvönduð og ferlið metnaðarlaust, íslensk menning á betra skilið, segir Gylfi Björn Helgason, formaður félags fornleifafræðinga. Stjórn félagsins gagnrýnir Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem hefur skipað Hörpu Þórsdóttur safnstjóra Listasafns Íslands til að gegna embætti þjóðminjavarðar, án auglýsingar.
Sjónvarpsfrétt
Vettlingar fundust eftir að hafa verið týndir í 1100 ár
Þótt barn týni vettlingum kemst það ekki alltaf í fréttirnar. En þegar vettlingarnir finnast á ný ellefu hundruð árum seinna í heilu lagi, er það býsna fréttnæmt. Þjóðminjasafnið hefur fengið staðfest að vettlingapar með snúru sé frá því fyrir árið þúsund.
Viðtal
Yfir þúsund ára gamlir barnavettlingar aldursgreindir
Staðfest hefur verið að vettlingar í vörslu Þjóðminjasafns Íslands séu meira en þúsund ára gamlir. Það gerir þá einstaka á heimsvísu. Anna Leif Auðardóttir Elídóttir safnkennari sýndi fréttamanni vettlingana og sagði sögu þeirra.
06.07.2022 - 09:44
Menningin
Skemmtanalífið miklu skemmtilegra en maður ætlaði
Í seinni heimsstyrjöldinni dunaði dans og tónlist og tíska var framsækin hér á landi. Lítið fór samt fyrir þeim anga menningarinnar í umfjöllun um tímabilið en var raunar listilega skrásettur af Vigfúsi Sigurgeirssyni ljósmyndara. 
22.09.2020 - 10:51
Víðsjá
Myndir sem dvelja í líkamsminninu
„Við vildum sýna margt af því sem fólk kannast við en veit ekki endilega að hafi verið úr hans penna, hluti eins og bókarkápur, forsíður tímarita, seðla, merki fyrirtækja og frímerki,“ segir Unnar Auðarson um Halldór Pétursson teiknara.
Safna frásögnum af hvítabjörnum
Þjóðminjasafnið hefur komið á fót nýrri spurningaskrá þar sem fólk er hvatt til þess að senda inn frásagnir um hvítabirni. Tilgangurinn er að safna minningum fólks um ísbirni. Spurningaskráin er liður í verkefninu Ísbirnir á villigötum, sem er þverfræðilegt rannsóknarverkefni sem stýrt er af Bryndísi Snæbjörnsdóttur, prófessor við myndlistardeild LHÍ, og Mark Wilson, prófessor við University of Cumbria.
20.07.2020 - 20:06
Nauðsyn að skrá lífið á tímum kórónuveirunnar
„Þetta er eiginlega alveg einstakt tækifæri til að safna upplýsingum um líf fólks og hvernig það hefur það á meðan á faraldrinum stendur,“ segir Ágúst Ólafur Georgsson þjóðháttafræðingur og starfsmaður Þjóðminjasafns Íslands. Safnið hefur sett saman spurningalista sem það biður sem flesta um að svara.
Merkileg sýn á Ísland um aldamótin 1900
Í Þjóðminjasafni Íslands er nú sýning á ljósmyndum og gripum sem voru í eigu enska fiskkaupmannsins, útgerðarmannsins og Íslandsvinarins Pike Ward sem var kunnur hér á Íslandi um aldamótin 1900.
Þrjú söfn tilnefnd til safnaverðlauna
Grasagarðurinn í Reykjavík, Listasafn Árnesinga og nýtt Varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands hafa eru tilnefnd til Íslensku safnaverðlaunanna 2018. Tilkynnt verður um sigurvegara 5. júní á Bessastöðum. Tilkynnt var um tilnefningarnar í Víðsjá á Rás 1 í dag.
„Það er alltaf nóg að mynda“
Á eigin vegum er heiti á nýrri ljósmyndasýningu í Þjóðminjasafni Íslands, en þar gefur að líta ljósmyndir Guðmundar Ingólfssonar frá fimmtíu ára tímabili, 1967-2017. Guðmundur segir það hafa tekið á að setja upp sýningu sem á að gefa yfirlit yfir svo langan feril. „Það er auðvitað sex-sjö mánaða stress og lélegur nætursvefn oft á tíðum.“ 
Frumkvöðull í fuglaljósmyndun
Í ljósmyndasal Þjóðminjasafns Íslands er nú hægt að kynnast ljósmyndum Björns Björnssonar (1889-1977). Björn var áhugaljósmyndari sem myndaði meðal annars fugla og vann að ljósmyndun á Austfjörðum meðfram verslunarstörfum, lengst af á Norðfirði. Á síðari árum sérhæfði Björn sig í náttúrulífsljósmyndun og ferðaðist um landið í þeim tilgangi. Sýningarstjóri sýningarinnar er Kristín Halla Baldvinsdóttir, sérfræðingur á Ljósmyndasafni Íslands.