Færslur: Þjóðkirkjan

Alþingi: Vísitölutenging bóta og afglæpavæðing felld
Þingi hefur nú verið frestað. Allmörg mál voru til umræðu á þessum síðasta þingfundi sumarsins og um þau greidd atkvæði. Þingfundum verður framhaldið 27. ágúst þegar ræða á efnahagsástandið á tímum kórónuveirunnar.
Mesta fjölgun í Siðmennt og mest fækkar í Þjóðkirkjunni
Siðmennt er það félag í hópi lífsskoðunar- og trúfélaga sem mest hefur fjölgað í undanfarna sex mánuði og mesta fækkunin varð í Þjóðkirkjunni. Hér á landi eru yfir 50 skráð trúfélög. Þeim fjölgar ár frá ári sem kjósa að standa utan trúfélaga og um fimmtungur landsmanna er ýmist utan trúfélaga eða með óskilgreinda stöðu að þessu leyti. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands um skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög.
08.06.2020 - 16:37
Breytir vatni í vín og boðar trúna á TikTok
Dagur Fannar Magnússon, prestur í Heydölum á Austfjörðum, hefur undanfarið birt myndbönd á samfélagsmiðlinum TikTok. Hann segir systkini sín hafa ýtt sér út í það að prófa miðilinn sem hann vonast til að nýtist nú til þess að færa ungu fólki efni frá kirkjunni.
07.05.2020 - 16:31
Segir skorti á ákveðni gagnvart brotum presta lokið
„Hafi, í gegnum tíðina, skort á fumleysi og ákveðni af þjóðkirkjunnar hálfu gagnvart brotum presta gegn fólki sem myndar kirkjuna og nýtir hana, er þeim tíma lokið,“ segir í tilkynningu Biskupsstofu um starfslok Skírnis Garðarssonar, fyrrverandi prests í Lágafellskirkju, sem nýlega var vikið úr embætti fyrir að hafa rofið trúnað.
28.04.2020 - 08:41
Opið helgihald má hefjast 17. maí
Hefja má opið helgihald í kirkjum landsins 17. maí. Þetta kemur fram í bréfi sem biskup Íslands sendi til sókna á föstudag. Við samkomubann varð messufall.
19.04.2020 - 16:21
Bjóða fermingarbörnum að fresta athöfn til haustsins
Fermingarbörnum í Grafarvogskirkju og Háteigskirkju stendur til að boða að fresta fermingum sínum fram á haustið vegna útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar. Líkt og fram hefur komið í fréttum hefur fólki í áhættuhópum, það er eldra fólki og fólki með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma verið ráðlagt að mæta ekki á fjölmenna mannfagnaði.
12.03.2020 - 06:11
Kanna möguleikann á fermingum í gegnum netið
Biskupsstofa kannar nú möguleika á senda að fermingar vorsins út í beinni á netinu komi til þess að sett verði á samkomubann. Samskiptastjóri Biskupsstofu útilokar að fermingum verði aflýst.
05.03.2020 - 11:57
Undirbúa opnun á setri fyrir heimilislausar konur
Kirkjuráð þjóðkirkjunnar samþykkti á fundi sínum 11. desember síðastliðinn að koma upp dagsetri fyrir heimilislausar konur. Fjárveiting er í fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar fyrir þetta ár. Hugmyndin er að setrið verði opið alla daga ársins frá klukkan 11 til 17.
Biskup þakkar samheldni í óveðrinu
Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands þakkaði í jóladagsprédikun sinni þá samhjálp og samheldni sem sýnd var í óveðrinu nú í desember. 
25.12.2019 - 12:28
Þrjú sækja um í Lögmannshlíðarsókn og sex í Þorlákshöfn
Þjóðkirkjan auglýsti nýlega eftir tveimur prestum í prestaköllin í Glerárkirkju og Þorlákshöfn. Þjóðkirkjan hefur nú birt nöfn umsækjenda. Umsóknarfrestur um starf sóknarprest í prestaköllunum tveimur rann út 9. desember og verður skipað í þau frá 1. febrúar 2020.
Biskup biður fólk að óttast ekki fjölbreytileikann
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, gerði Gleðigöngu hinsegin fólks að umtalsefni í predikun sinni í Hallgrímskirkju i dag, á fullveldisdaginn. Einungis rúmur mánuður er liðinn frá því að biskup bað samkynhneigt fólk afsökunar fyrir hönd þjóðkirkjunnar.
01.12.2019 - 16:23
Myndskeið
Biskup ræðir aðskilnað við dómsmálaráðherra
Biskup Íslands ætlar í næstu viku að ræða við dómsmálaráðherra um framtíð sambands ríkis og kirkju. Hún segir að samband kirkjunnar við þjóðina sé mikilvægara en samband hennar við ríkið. Þjóðin eigi að ráða hvernig áframhaldandi sambandi verði háttað og hvort kirkjan verði áfram þjóðkirkja.
08.11.2019 - 12:36
Viðtal
Segir tengsl ríkis og kirkju tímaskekkju
Kirkja í samtímanum þarf að búa að sjálfstæði og það yrði tvímælalaust til góðs fyrir hana að slíta á tengslin við ríkið. Þetta sagði Hjalti Hugason prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
07.11.2019 - 08:08
Ekki markmið að viðhalda tengslum við ríkið
Kirkjan hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að sinna hlutverki sínu sem boðberi kristinnar trúar í orði og verki eftir að hafa afhent ríkinu um fjórðung af öllum jörðum á Íslandi. Þetta segir biskup Íslands í umsögn um þingsályktun nokkurra stjórnarandstöðuþingmanna og Andrésar Inga Jónssonar um fullan aðskilnað ríkis og kirkju. 
06.11.2019 - 06:21
Kirkjuráð samþykkir að skila bréfi Þóris
Kirkjuráð samþykkti í gær að endursenda óupnað umslag séra Þóris Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprests, sem lagt var fram á síðasta fundi ráðsins. Þetta kemur fram í skriflegu svari samskiptastjóra Biskupsstofu til fréttastofu. 
02.11.2019 - 12:17
Kynferðisbrotamenn eiga ekki að vera prestar
Biskup Íslands ætlar að leggja til við kirkjuráð að bréfi frá séra Þóri Stephensen verði skilað. Hún býst við því að kirkjuráð samþykki tillöguna. Þórir lét biskup vita af bréfinu en hún veit ekki hvað stendur í því. Biskup segir ekki koma til greina að að í þjónustu kirkjunnar séu prestar sem hafa brotið kynferðislega gegn börnum eða öðru fólki.
30.10.2019 - 14:28
Viðtal
Vill að dularfullu bréfi Þóris verði skilað
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands vill að bréfi sem Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur sendi kirkjuráði í síðasta mánuði verði skilað. Bréfið má ekki opna fyrr en eftir andlát hans en hann hefur viðurkennt að hafa brotið kynferðislega gegn barni um miðja síðustu öld.
29.10.2019 - 21:29
Viðtal
Biskup biður samkynhneigt fólk afsökunar
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, bað í kvöld samkynhneigt fólk afsökunar fyrir hönd þjóðkirkjunnar. Hún sagði kirkjuna hafa valdið því bæði sárauka, vandræðum og erfiðleikum í gegnum tíðina og því væri hún fús til að biðjast afsökunar fyrir kirkjunnar hönd.
29.10.2019 - 20:53
Krafa um góð samskipti innan kirkjunnar
Framkvæmdastjóra Kirkjuráðs var sagt upp störfum í byrjun mánaðarins og honum gert að hætta þegar í stað. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir stofnunina ekki líða slæm samskipti á vinnustaðnum.
28.10.2019 - 12:27
Séra Þórir sendi kirkjunni dularfullt bréf
Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, sendi kirkjuráði þjóðkirkjunnar umslag í síðasta mánuði sem má ekki opna fyrr en ári eftir andlát hans hans. Bréfið var lagt fram á fundi kirkjuráðs fyrr í mánuðinum. Þórir braut kynferðislega á barni um miðja síðustu öld. Þórir vill ekki tjá sig um innihaldið, en segir ekki óalgengt að lagðar séu fram heimildir sem ekki megi lesa fyrr en að höfundi látnum. Biskup segir að ósk Þóris verði virt.
26.10.2019 - 11:48
Myndband
Hundraðasta konan vígð til prests
Í dag var Aldís Rut Gísladóttir vígð til prests í dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal. Aldís er hundraðasta konan sem vígð er hér á landi.
Hreyfingar á skráningum í og úr trúfélögum
Skráðum í Þjóðkirkjuna fækkaði um 657 frá 1. desember til 1. júlí. Nú eru 232.015 einstaklingar skráðir í Þjóðkirkjuna. Á sama tímabili fjölgaði í kaþólska söfnuðinum um 398 og nam fjölgunin 3,8 prósentum. Einstaklingum skráðum utan trú- og lífsskoðunarfélaga fjölgaði um 691 á tímabilinu, eða um 2,3 prósent. 25.454 einstaklingar eru nú skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga á landinu.
09.07.2019 - 07:08
Fréttaskýring
Kolefnisjöfnun í sókn: „Ekki nóg að bursta“
Hvað eiga Stjórnarráð Íslands, Orkan, Bónus, Þjóðkirkjan, Ikea, Ölgerðin og bókabíll Borgarbókasafnsins sameiginlegt? Jú, þau hafa kolefnisjafnað starfsemina eða hafa áform um að gera það. Listinn er ekki tæmandi. Kolefnisjöfnun er aftur orðin áberandi í umræðunni. Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir að það þurfi að vinna samtímis að losun og bindingu. Rétt eins og manneskja með tannskemmdir þurfi bæði að huga að tannburstun og minnka sælgætisát
Prestar vilja að neyðarástandi verði lýst yfir
Prestar Þjóðkirkjunnar hvetja stjórnvöld til að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsmála. Verkefnisstjóri umhverfismála kirkjunnar segir brýnt að endurheimta votlendi í jörðum kirkjunnar, efla skógrækt og rafbílavæða Þjóðkirkjuna. Ályktanir prestastefnu 2019 verða lagðar fyrir stjórn kirkjunnar bráðlega.
06.05.2019 - 17:30
Biskup gagnrýnin á frumvarp um þungunarrof
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir frumvarp til laga um þungunarrof, sem nú er til umfjöllunar innan þings og utan, fela í sér róttækar og umhugsunarverðar breytingar, en þótt hún vilji styðja og taka þátt í réttindabaráttu kvenna efist hún stórlega um að þetta frumvarp hafi eitthvert vægi í þeirri baráttu. Þetta kemur fram í athugasemdum Agnesar um framvarpið, sem hún ritar „sem kristin kona og biskup Íslands," eins og þar stendur.
26.01.2019 - 06:39