Færslur: Þjóðernispopúlismi

Myndskeið
Ólíklegt að popúlistum takist að vinna saman
Uppgangur popúlisma í Evrópu er mjög kröftugur en stærstu þjóðernisflokkunum tekst líklega aldrei að vinna vel saman, segir pólskur stjórnmálafræðingur. Í Póllandi nái popúlistar langbest til þeirra verst settu.
Fréttaskýring
Tækifæri popúlista til að breyta stefnu ESB
Kosningar til Evrópuþingsins um helgina eru prófsteinn á áherslur þjóðernispopúlista í Evrópu sem hafa verið að mælast mjög vel í könnunum. Náið samstarf þjóðernissinna virðist dæmt til að mistakast en flestir þeirra stefna nú að grundvallarbreytingum á ESB í stað þess að ganga úr sambandinu.
Hnotskurn: Taylor Swift í uppáhaldi hjá nýnasistum
„Taylor Swift er hreinræktuð arísk gyðja, eins og klippt út úr klassískri grískri ljóðlist. Aþena endurfædd.“ Þetta sagði Andre Anglin, ritstjóri nýnasista-vefritsins Daily Stormer, í viðtali við Vice í maí árið 2016.
Þjóðernispopúlismi aldrei verið sterkari
Fjórðungur Svía styður Svíþjóðardemókrata og tæplega fimmtungur Dana styður Danska þjóðflokkinn. Þjóðernispopúlískir flokkar eru orðnir sterkt afl í norrænum stjórnmálum. Þeir hafa í raun tekið yfir orðræðu sósíaldemókrata, þeir standa vörð um þjóðarheimilið og eru málsvari venjulega fólksins. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann í Bifröst, er nú að leggja lokahönd á samanburðarrannsókn sem fjallar um norræna popúlistaflokka og uppgang þeirra.
16.06.2016 - 18:12