Færslur: Þjóðaröryggisráð

Myndskeið
Stjórnvöld setja skilyrði fyrir sölu Mílu
Íslensk stjórnvöld hafa gert þá kröfu við söluna á Mílu að tryggt verði að búnaður verði í íslenskri lögsögu og ávallt verði upplýst um raunverulega eigendur. Alþjóðlegt sjóðastýringarfyrirtæki hefur samþykkt að kaupa Mílu fyrir 78 milljarða króna.
Alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian kaupir Mílu
Síminn hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian SA um kaup á öllu hlutafé í dótturfélaginu Mílu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu og að nokkrum lífeyrissjóðum verði gefinn kostur á að fjárfesta í fyrirtækinu.
Biden rýfur þögnina um ástandið í Afganistan í kvöld
Bandaríkjaforseti rýfur í kvöld þögn sína um valdatöku Talibana í Afganistan. Bandaríkin liggja undir þungu ámæli frá fjölda þjóðarleiðtoga fyrir að kalla herlið heim frá landinu.
Árlegur samráðsfundur um öryggis- og varnarmál í gær
Árlegur samráðsfundur Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál var haldinn í gær gegnum fjarfundabúnað. Til umræðu var samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins auk öryggispólítískra mála.
Hart lagt að Rússum að láta Navalny lausan
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir sér mjög brugðið yfir handtöku rússneska andófsmannsins Alexei Navalnys í dag. Guðlaugur hvetur rússnesk yfirvöld til að láta hann umsvifalaust lausan og láta allt uppi sem þau vita um eiturárásina á andófsmanninn.
Nær allir landsmenn treysta Þríeykinu
Yfir 95 prósent landsmanna treysta Þríeykinu svokallaða til að miðla áreiðanlegum upplýsingum um kórónuveirufaraldurinn, ef marka má niðurstöður kannana sem vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 stóð fyrir í samstarfi við Maskínu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vinnuhópsins þar sem meðal annars er fjallað um mikilvægi upplýsingamiðlunar.
Þjóðaröryggisráð fundar sérstaklega í fyrsta sinn
Forsætisráðherra hefur boðað þjóðaröryggisráð til fundar klukkan fimm síðdegis í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem þjóðaröryggisráð er kallað sérstaklega saman vegna aðstæðna sem upp eru komnar í samfélaginu. Aðrir fundir ráðsins hafa verið reglubundnir. Samkvæmt lögum ber forsætisráðherra að boða til fundar ráðsins ef atburðir hafa orðið eða eru yfirvofandi sem geta haft áhrif á þjóðaröryggi.
12.12.2019 - 14:01
Myndskeið
„Þetta er auðvitað risastórt öryggismál“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir óveðrið og afleiðingar þess vera risastórt öryggismál. Hún segir að tilheyrandi ráðuneyti muni fara sameiginlega yfir málin. Þjóðaröryggisráð kemur saman síðdegis. Það var tilkynnt klukkan 12.
12.12.2019 - 12:16