Færslur: Þjóðarhöll

Viðtal
Býst við að þjóðarhöllin verði risin 2025 eða 2026
Formaður Körfuknattleikssambandsins fagnar því að ríki og borg hafi náð samkomulagi um Þjóðarhöll. Hann vonast til þess að framkvæmdir hefjist í ár og höllin verði tilbúin til notkunar innan fjögurra ára. „Þetta breytir því líka að við eignumst heimili fyrir landsliðin okkar, því að það er ekki bara að þetta sé fyrir einstaka landsleiki. Þetta er einnig til æfinga fyrir yngri landsliðin og karla- og kvennalandsliðin,“ segir Hannes.
Undirrita viljayfirlýsingu um þjóðarhöll
Menntamálaráðherra, forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík undirrita í dag viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar. Skrifað verður undir utandyra í Laugardalnum. Fyrir þremur vikum fór Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðs karla í handbolta, afar hörðum orðum um stjórnvöld og sagði það þjóðarskömm að ekki sé til þjóðarhöll.
Kannast ekki við að niðurstaða liggi fyrir
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir niðurstöðu úr viðræðum ríkisins og Reykjavíkurborgar um nýja þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir liggja fyrir.
Ítrekar vilja stjórnvalda um þjóðarhöll
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir mikið samtal hafa átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar og við fulltrúa Reykjavíkurborgar um þjóðarhöll. Ríkisstjórnin ætli sér að reisa þjóðarhöll, málin skýrist á allra næstu dögum.
29.04.2022 - 13:18
Stefnir í slag um þjóðarhöllina
Slagur virðist í uppsiglingu nokkurra sveitarfélaga um að byggja Þjóðarhöll fyrir inniíþróttir. Reykjavíkurborg hefur átt í viðræðum við stjórnvöld um byggingu hallarinnar en bæði Árborg og Mosfellsbær lýsa yfir áhuga á taka þátt í kapphlaupinu.
21.04.2022 - 12:35
Mosfellingar kanna hvort finna megi þjóðarhöll stað
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa Miðflokksins, þess efnis að könnuð verði staðsetning fyrir þjóðarhöll ætlaða hand- og körfubolta í bænum.
„Ekki lengur kátt í Höllinni“
„Hún verður að rísa. Við eigum Þjóðarhöll, Laugardalshöll en hún var reist upp úr miðri síðustu öld. Hún er til lítils ef við megum ekki keppa þar eins og raunin verður“, segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
20.04.2022 - 23:33