Færslur: Þingmenn

Útgöngubann í kjölfar mannskæðra mótmæla á Sri Lanka
Þúsundum her- og lögreglumanna er ætlað að tryggja að útgöngubann haldi í Sri Lanka en fimm fórust í gær í mestu átökum sem brotist hafa út í tengslum við mótmæli í landinu. Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra sagði af sér í gær en sú ákvörðun sló ekkert á bræði almennings.
Öldungadeildin greiðir atkvæði um þungunarrofslög
Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings greiða á miðvikudag atkvæði um frumvarp til laga sem tryggja á rétt til þungunarrofs um landið allt. Ekki þykir líklegt að frumvarpið hljóti brautargengi. Ný skoðanakönnun sýnir afar ólíka afstöðu fylgjenda stóru flokkanna tveggja til málsins.
Þrír Færeyingar á bannlista Rússa
Þrír Færeyingar eru á svörtum lista rússneskra stjórnvalda og hefur þar með verið bannað að koma til Rússlands. Fréttir bárust af því á dögunum að níu Íslendingar væru í sömu stöðu.
Þingkosningar í Ástralíu boðaðar 21. maí
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur boðað til sambandsþingskosninga 21. maí næstkomandi. Hann hefur setið að völdum í þrjú ár sem einkennst hafa af glímunni við kórónuveirufaraldurinn, mannskæð flóð og gróðurelda.
Karl Gauti kærir lögregluna á Vesturlandi
Karl Gauti Hjaltason hefur kært lögreglustjórann á Vesturlandi til ríkissaksóknara fyrir að hætta rannsókn á hendur yfirkjörstjórn á Vesturlandi vegna talningar atkvæða í Borgarnesi að loknum alþingiskosningum í haust.
Nancy Pelosi smituð af COVID-19
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greinst með COVID-19. Hún bætist þar með í stóran hóp valdamikils fólks í Washington-borg sem sýkst hefur af kórónuveirunni undanfarið.
Boðar auknar viðskiptaþvinganir á Rússa
Búist er við að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynni í vikunni um leiðir til að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, rússneskum ráðamönnum og auðmönnum.
23.03.2022 - 03:05
Krefjast sakaruppgjafar til handa skoskum nornum
Tvær konur berjast nú fyrir því að allir sem dæmdir voru til dauða fyrir fjölkynngi í Skotlandi hljóti sakaruppgjöf. Eins vilja þær að reistur verði minnisvarði um fólkið.
„Hysjaðu upp um þig eða hypjaðu þig“
Enn eykst á vandræði Borisar Johnson forsætisráðherra Bretlands en nokkur fjöldi úr nánasta starfsliði hans í Downingstræti 10 hefur sagt upp störfum síðustu daga. Ráðgjafinn Elena Narozansk ákvað í dag að láta gott heita en fjórir háttsettir starfsmenn gerðu það í gær.
Þarf að taka afléttingarnar í skrefum
Það verður að taka afléttingar í skrefum sagði heilbrigðisráðherra á Alþingi í morgun og bindur vonir við að einangrun verði stytt úr sjö dögum í fimm á næstu dögum. Áhrif kórónuveirufaraldursins á börn eru lengri og meiri en nokkurn óraði fyrir segir barnamálaráðherra og nú þarf að gera áætlun um hvernig eigi að bæta þann tíma upp.
Trump aflýsir fyrirhugðum blaðamannafundi 6. janúar
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ákvað skyndilega að hætta við fyrirhugaðan blaðamannafund sem hann hafði boðað til á Florida 6. janúar næstkomandi. Joe Biden forseti flytur ávarp þann dag til að minnast þess að ár er liðið frá áhlaupinu á þinghúsið á Capitol-hæð.
Þingmenn í Hong Kong sóru hollustueiða í morgun
Nýkjörnir fulltrúar héraðsþings Hong Kong sóru í morgun hollustueiða við hátíðlega athöfn. Ný ákvæði kosningalaga leyfa aðeins „föðurlandsvinum“ að gefa kost á sér og því sitja nánast engir stjórnarandstæðingar á þinginu.
03.01.2022 - 06:26
Segir fólk óttast aðgerðir meira en veikindin sjálf
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kveðst fullur efasemda um að grípa beri til harðari aðgerða vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum. Hann segir ótta fólks við aðgerðir sóttvarnayfirvalda meiri en við veikindi af völdum veirunnar.
Fimm ára fangelsisdómur fyrir árásina á þinghúsið
Dómstóll í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur dæmt stuðningsmann Donalds Trump fyrrverandi forseta til meira en fimm ára fangelsisvistar fyrir aðild að þinghúsárásinni 6. janúar síðastliðinn og ofbeldi gegn lögreglumönnum.
Þingmenn vilja grípa til tafarlausra refsiaðgera
Þrír bandarískir þingmenn hvetja til að gripið verði til fyrirbyggjandi refsiaðgerða gegn Rússum. Jafnframt vilja þeir að aukið verði í vopnasendingar til Úkraínu þar sem þeir álíta að þau ráð sem þegar hefur verið gripið til dragi ekki úr vilja Vladímirs Pútín til að láta til skarar skríða.
Sjónvarpsfrétt
Aðkoma Alþingis skýlaus krafa
Heilbrigðisráðherra segir ljóst að kórónuveirufaraldurinn sé afar næmur fyrir öllum aðgerðum sem stjórnvöld boði. Þingmenn gagnrýndu harðlega litla aðkomu Alþingis að ákvörðunum stjórnvalda, það ætti að vera skýlaus krafa þingmanna að fjalla um þær aðgerðir.
Áströlskum ráðherra vikið frá vegna ásakana um ofbeldi
Alan Tudge ráðherra æskulýðs- og menntamála í ríkisstjórn Ástralíu hefur verið vikið úr embætti meðan rannsókn á meintum brotum hans gegn samstarfskonu eru rannsökuð.
02.12.2021 - 06:39
Stefnir í lokun stofnana vegna ósamkomulags um fjárlög
Ótti um að loka þurfi mörgum bandarískum alríkisstofnunum jókst verulega í gær en þingmönnum tókst ekki að ná samkomulagi um fjárlög ríkisins. Tveir dagar eru til stefnu uns fjármagn verður uppurið og heimildir til fjárútláta þverr.
„Með löggjafa sem ákvað að gera lögbrot að sínum“
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segir þá ákvörðun Alþingis vera vonbrigði að láta seinni talningu í þingkosningunum standa. Hún segir málið snúast um hvort hægt sé að treysta niðurstöðum kosninga og sem ekki sé hægt að gera að þessu sinni.
Forseti norska Stórþingsins segir af sér
Eva Kristin Hansen, forseti norska stórþingisins hefur sagt af sér en lögreglurannsókn stendur nú yfir á ætluðum brotum sex þingmanna á reglum um notkun íbúða í Ósló í eigu þingsins.
19.11.2021 - 00:36
Sjónvarpsfrétt
Þrif, skýrslulestur og rölt um tómlega ganga Alþingis
Það er óskaplega skrítið og dálítið tómlegt að sitja og bíða eftir að Alþingi komi saman. Þetta segja þingmenn. Þeir drepa tímann með þrifum, lesa gamlar skýrslur og undirbúa frumvörp.
17.11.2021 - 19:42
Sjö manna sendinefnd Evrópuþingsins komin til Taívan
Sjö manna sendinefnd á vegum Evrópuþingsins kom til Taívan í morgun. Heimsóknin er hluti þeirrar stefnu Evrópusambandsins að styrkja tengslin við eyríkið þrátt fyrir viðvaranir Kínastjórnar.
Haraldur Noregskonungur fékk sér farsíma í faraldrinum
Eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á þurfti Haraldur V. Noregskonungur að breytta háttum sínum varðandi símanotkun. Hann neyddist til að kveðja landlínusímann sinn og læra á farsíma.
Mögulega niðurstaða um Norðvesturkjördæmi í næstu viku
Willum Þór Þórsson sitjandi forseti Alþingis og þingmaður Framsóknarflokks sagði í Silfrinu í dag að undirbúningskjörbréfanefnd myndi mögulega skila niðurstöðu um lögmæti framkvæmdar alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi í næstu viku. Spurður hvort nefndin miðaði við ákveðinn frest, sagði Willum þau gætu til dæmis miðað við kærufrest sem rynni þá út á föstudag í næstu viku.
Þingmaður vill gera aðgengi að skotvopnum erfiðara
Þingmaður vill herða vopnalöggjöf í Grænlandi til verndar börnum og þeim sem eiga við andlega erfiðleika að stríða. Lögreglan í landinu viðurkennir vandann en allmörg dæmi eru um að börn hafi orðið fyrir voðaskoti og látið lífið. Tíðni sjálfsvíga er jafnframt einhvers sú mesta í heimi.