Færslur: Þinglok
Afgreiða áfengisfrumvarp en ekki leigubílafumvarpið
Leigubílafrumvarpið verður ekki afgreitt á þessu þingi, en frumvarp dómsmálaráðherra um heimild til að selja áfengi á framleiðslustað verður afgreitt fyrir þinglok. Allt útlit er fyrir að þingstörf klárist í vikunni.
14.06.2022 - 12:39
Mörgum stjórnarmálum fórnað til að ná samkomulagi
Forystumenn þingflokka náðu samkomulagi í gærkvöld um afgreiðslu mála og þinglok. Búist er við að Alþingi ljúki störfum seint í kvöld en stefnt er að því að afgreiða um fjörutíu mál. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna segir að mörgum málum hafi verið ýtt út af borðinu til að ná samkomulagi.
12.06.2021 - 13:31
„Ríkisstjórnin setti stóru málin útaf borðinu sjálf“
Meðal þeirra mála sem ekki verða afgreidd á þessu kjörtímabili er frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta, frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð og frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á áfengislöggjöfinni. Jafnframt verður frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um stjórnarskrárbreytingar ekki afgreitt fyrir þinglok, samkvæmt því samkomulagi sem náðist um þinglok á Alþingi í kvöld.
11.06.2021 - 22:25
Enn liggur ekki fyrir hvenær þing lýkur störfum
Enn liggur ekki fyrir hvenær kemur að þinglokum. Hlé hefur verið gert á samingaviðræðum þingflokksformannana um þinglok en viðræðum verður fram haldið í fyrramálið.
10.06.2021 - 23:38
Þinglok ekki ákveðin enn - kapp lagt á að finna lausn
Þingflokksformönnum hefur ekki tekist að komast að samkomulagi um þinglok. Nú sitja formennirnir á fundi þar sem allt kapp er lagt á að finna lausn sem allir geti sætt sig við.
10.06.2021 - 21:02