Færslur: The Crown

Breska konungsfjölskyldan sigursæl á Emmy-hátíðinni
Fjórða syrpa bresku sjónvarpsþáttaraðarinnar The Crown sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og streymisveitan Netflix framleiðir var valin besta alvarlega þáttaröðin á 73. Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt. Helstu leikendur fengu einnig verðlaun fyrir hlutverk sín.
The Crown valin besta þáttaröðin alvarlegs eðlis
Breska sjónvarpsþáttaröðin The Crown sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og streymisveitan Netflix framleiðir var valin besta alvarlega þáttaröðin á Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Los Angeles.
20.09.2021 - 02:20
Lofar fjöri og miklum glæsileika á Emmy-hátíðinni
Helstu stjörnur sjónvarpsins koma saman í fyrsta sinn um tveggja ára skeið þegar Emmy-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Bandaríkjunum á morgun sunnudag. Framleiðandinn lofar glæsileika og fjöri.
Netflix varar áhorfendur ekki við The Crown
Netflix ætlar ekki að setja viðvörun á undan sjónvarpsþáttunum The Crown um að um skáldskap sé að ræða. Þættirnir eru einhverjir þeir vinsælustu sem bandaríska streymisveitan framleiðir.
06.12.2020 - 16:20
Gagnrýni
Sprungur myndast í hallarmúrnum í The Crown
„Fjórða þáttaröðin um bresku krúnuna gefur til kynna að hnignun konungsveldisins sé ekki aðeins djúpur öldudalur heldur séu endalok þess óumflýjanleg,“ segir Katrín Guðmundsdóttir um nýjustu þáttaröð The Crown.
Myndskeið
Eykur The Crown andúð á konungdæminu?
Prófessor í sagnfræði segir að þó svo að sjónvarpsþættir um bresku konungsfjölskylduna hafi vissulega áhrif á almenningsálitið sé erfitt að segja til um hvort þeir ýti undir andstöðu við konungdæmið og efli málstað lýðveldissinna. Áhugamanneskja um kóngafólkið segir marga ranglega trúa því að þættirnir The Crown segi satt og rétt frá atburðum. 
Átta rangfærslur í The Crown
Greinarhöfundur í breska blaðinu The Guardian fer hörðum orðum um þættina The Crown sem segja frá bresku konungsfjölskyldunni og sýndir eru á Netflix. Simon Jenkins greinarhöfundur segir að í þáttunum hafi raunveruleikanum verið rænt og hann nýttur í áróðursskyni. Þá sé á huglausan hátt listamannaleyfið misnotað. Uppspuninn og árásin á konungsfjölskylduna hafi aldrei verið meiri en í nýjustu þáttaröðinni.
20.11.2020 - 12:49
Jonathan Pryce verður Filippus prins
Velski leikarinn Jonathan Pryce fer með hlutverk Filipusar drottningarmanns í fimmtu og sjöttu þáttaröð af The Crown. Þættirnir eru framleiddir af streymisveitunni Netflix og greina frá ævihlaupi Elísabetar Englandsdrottningar.
13.08.2020 - 10:48
Þáttaraðirnar The Crown verða sex talsins
Sjónvarpsþáttaraðirnar The Crown um bresku konungsfjölskylduna verða að minnsta kosti sex talsins, því nú hefur Netflix keypt sýningarréttinn á heilli þáttaröð til viðbótar við þær fimm sem þegar hafði verið tilkynnt um.
09.07.2020 - 17:04
Gagnrýni
Söguleg sápuópera sem erfitt er að slíta sig frá
The Crown er bæði söguleg heimild og sápuópera og þó að skilin þar á milli séu oft óskýr þá er erfitt að slíta augun af skjánum, að mati sjónvarpsrýnis Lestarinnar. Það versta við þá sé að persóna Elísabetar Englandsdrottningar sé helst til grunn.
08.12.2019 - 10:16
Staunton talin eiga að taka við aðalhlutverki The Crown
Imelda Staunton er talin eiga í viðræðum um að taka við hlutverki Elísabetar Englandsdrottningar í The Crown.
22.11.2019 - 15:17
Heimskviður
Drottningin snýr aftur á Netflix
Í dag verður þriðja þáttaröðinn af The Crown aðgengileg á streymisveitunni Netflix. Í þáttaröðinni er sagt frá valdatíð Elísabetar Englandsdrottningar. Ævisaga drottningarinnar eru næst dýrustu sjónvarpsþættir sögunnar, enda er engu til sparað við að sviðsetja ævi konungsfjölskyldunnar. Ekki eru þó allir ánægðir með uppátækið, á meðan sum gagnrýna umfjöllun um persónuleg málefni tengd fjölskyldunni segja aðrir að söguleg ónákvæmni á köflum rýri heimildagildi þáttanna.
17.11.2019 - 07:30