Færslur: Tenerife

Íslendingur sagður hafa látist í bruna á Tenerife
Íslenskur karlmaður um fimmtugt er sagður hafa látist í eldsvoða í bílskúr sínum á Kanaríeyjunni Tenerife. Þetta er fullyrt í frétt spænska miðilsins El Día.
08.02.2022 - 10:39
Ólöglegt að loka fólk inni
Stjórnvöld á Kanaríeyjum hafa óskað eftir því að hæstiréttur heimili útgöngubann á nýársnótt og á þrettándanum. Það er gert í ljósi þess að tæplega fjögur þúsund manns greindust með kórónuveiruna á eyjunum í gær.
29.12.2021 - 12:55
Hert­ar reglur á Tenerife skemma ekki skötuveisluna
Hert­ar sam­komutak­mark­an­ir sem tóku gildi á Tenerife og Gran Canaria í vikunni ættu ekki að trufla Íslendinga sem ætla verja jólunum á svæðinu. Eigandi veitingastaðar sem skipuleggur nú bæði skötu- og hangikjötsveislu á Tenerife um jólin segir ekkert að óttast.
15.12.2021 - 16:12
Sprenging í sölu sólarlandaferða
Sölustjóri hjá Vita ferðum segir algjöra sprengju hafa orðið í sölu utanlandsferða í haust og að nánast allar ferðir séu uppseldar fram að áramótum. Hún segir heldur ekki hlaupið að því að fjölga ferðum því erfitt sé að fá flugvélar vegna aukinna ferðalaga.
11.11.2021 - 16:04
Jólaferðir á sólarstrandir lokka og laða landann
Uppselt er í margar þær jóla- og áramótaferðir sem íslenskar ferðaskrifstofur bjóða upp á. Ferðir eru nánast uppurnar óvenju snemma í ár samanborið við venjulegt árferði.
Nokkuð góð staða á Sóttkvíarhótelum um helgina
Staðan á sóttkvíarhótelunum er mjög vel viðráðanleg núna um helgina, að sögn Aðalheiðar Jónsdóttur starfsmanns Rauða krossins. Margir gesta séu að ljúka sóttkví og þá losni nokkuð um.
Icelandair hóf áætlunarflug til Tenerife í morgun
Þota frá Icelandair lagði upp frá Keflavík í sitt fyrsta áætlunarflug til Tenerife laust fyrir klukkan níu í morgun. Ætlun félagsins er að fljúga þangað einu sinni í viku í maí og oftar þegar dregur úr áhrifum kórónuveirufaraldursins og ferðatakmarkanir verða rýmkaðar. 
Kanna ferðavilja þeirra sem eiga flug til Tenerife
Ferðaskrifstofan Vita hyggst kanna ferðavilja þeirra 230 farþega sem eiga bókaða ferð til Tenerife með félaginu í næstu viku í ljósri hertra sóttvarnaraðgerða eyjunni. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita, segir að reynt verði að koma til móts við óskir allra. Þeir farþegar sem það kjósa geti breytt ferðinni eða fengið hana endurgreidda en náist næg þátttaka verði ferðin farin.
Ferðamenn sagðir velkomnir til Tenerife
Svo virðist sem hertar sóttvarnaaðgerðir á Tenerife hafi ekki áhrif á komur ferðamanna til landsins. Rúmlega 230 Íslendingar eiga bókað far með ferðaskrifstofunni Vita til Tenerife á þriðjudag í næstu viku. 
17.12.2020 - 12:15
Ferðaskrifstofur endurmeta Spánarferðir
Fjölgun kórónuveirusmita á Spáni hefur orðið til þess að íslenskar ferðaskrifstofur endurmeta stöðuna daglega gagnvarvart vinsælum ferðamannastöðum. Morgunblaðið greinir frá þessu.
29.07.2020 - 06:16
Sótthreinsað flug frá Verona til Íslands
Flug Icelandair til Ítalíu á laugardaginn til að sækja 70 Íslendinga verður afar óvenjulegt vegna kórónaveirufaraldursins þar. Áhöfnin verður búin eins og heilbrigðisstarfsfólk. Íslendingarnir sem verið hafa í sóttkví á Tenerife eru líka væntanlegir á laugardaginn. Hótelið á Ítalíu þar sem tólf Íslendingar smituðust er ekki í sóttkví. 
04.03.2020 - 22:52
Ekki vitað hvenær von er á Íslendingunum frá Tenerife
Ekki er vitað hvenær er von á Íslendingunum tíu sem hafa verið í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace á Tenerife. Hópurinn hefur verið hvattur til að fylgja fyrirmælum spænskra yfirvalda. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur verið fólkinu innan handar og sér um samskipti við spænsk yfirvöld. Ekki er vitað hvenær sóttkví verður aflétt á hótelinu.
01.03.2020 - 15:58
Myndskeið
Líkir við lélegt leikrit að vera í sóttkví á Tenerife
Íslendingur, sem situr í sóttkví á hóteli á Tenerife eftir að grunur vaknaði um að gestur þar reyndist smitaður af COVID-19 veirunni, furðar sig á því hvernig staðið er að málum á hótelinu. Gestir hlýði ekki fyrirmælum og því virðist sem þar sé ekki raunveruleg sóttkví.
26.02.2020 - 14:45
Fær litlar og misvísandi upplýsingar á hóteli í sóttkví
Íslendingur á hótelinu sem er í sóttkví á Tenerife segist fá afar litlar og misvísandi upplýsingar. Íslendingarnir sem settir voru í sóttkví á Egilsstöðum eftir að hafa flogið frá Veróna á Ítalíu voru í vél með öðrum Íslendingum sem ekki voru settir í sóttkví. 
26.02.2020 - 12:33
COVID-19: Búast við fleiri löndum á listann daglega
Sóttvarnalæknir mun í dag safna upplýsingum um hvort og þá hvaða einstaklingar hafa dvalið á H10 Costa Adeje Palace hótelinu og eru nú komnir til landsins eða eru á leið heim. Búast má við að daglega bætist fleiri lönd á lista yfir viðvarandi smit COVID-19 veirunnar.
25.02.2020 - 14:36
Myndskeið
Ekki ástæða til að vara við ferðum til Tenerife
Örtröð ríkir á alþjóðaflugvellinum á Tenerife þar sem fólk reynir að komast frá eyjunni. Sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að vara við ferðum þangað. Maður sem dvaldist á hóteli á Tenerife greindist með Covid 19-kórónaveiruna í gær. Sóttvarnarlæknir segir að þeir sem hafi dvalist á hótelinu eigi að vera í hálfsmánaðarsóttkví við komuna til Íslands.
25.02.2020 - 12:00
Fengu fréttir af sóttkví á miðjum stöðufundi
Fréttir af Íslendingum sem eru í sóttkví á hóteli á Tenerife bárust almannavörnum þegar reglulegur stöðufundur vegna COVID-19 veirunnar stóð yfir.
25.02.2020 - 10:52
Íslendingar dvelja á hóteli sem var sett í sóttkví
Sjö Íslendingar á vegum VITA-ferða eru staddir á H10 Costa Adeje Palace hótelinu á Tenerife þar sem um eitt þúsund ferðamenn hafa verið settir í sóttkví vegna COVID-19 veirunnar.
25.02.2020 - 09:03
Fyrsta tilfelli COVID-19 veiru á Tenerife
Heilbrigðisyfirvöld á Spáni staðfestu í kvöld að COVID-19 veiran hefði greinst á Tenerife. Þetta er þriðja tilfellið sem upp kemur á Spáni en það fyrsta sem greinist á Tenerife.
24.02.2020 - 23:45
Fjöldi landsmanna kýs að eyða jólunum í sólinni
Fjöldi Íslendinga eyðir jólum og áramótum utan landsteinanna. Forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar segir fjöldann sambærilegan við fyrri ár. Fólk hafi þó bókað ferðirnar tímanlegar í ár. Tæplega fjórtán þúsund Íslendingar fóru af landi brott dagana 17. til 22. desember í fyrra, samkvæmt mælingum Isavia. „Mjög stór hópur verður á Tenerife og Kanarí á okkar vegum þessi jólin.“
23.12.2019 - 16:08
Innlent · Jólin · flug · Ferðalög · Kanarí · Tenerife