Færslur: Tékkland

Krefjast afsagnar forsætisráðherra Tékklands
Um 20 þúsund manns komu saman á torgi gamla bæjarins í Prag í dag til þess að kalla eftir afsögn forsætisráðherrans Andrej Babis. Babis er sagður hafa komið í veg fyrir rannsókn gegn sér, þar sem hann er sakaður um svik. Hann neitar alfarið sök og þvertekur fyrir að segja af sér.
18.11.2018 - 01:33
Tékkneska stjórnin varðist vantrausti
Minnihlutastjórn tékkneska milljarðamæringsins Andrejs Babiš stóð af sér vantrauststillögu á tékkneska þinginu. Þingmenn kommúnistaflokksins vörðu stjórnina falli, og er stjórn Babis fyrsta ríkisstjórn Tékklands sem þurft hefur að reiða sig á stuðning kommúnista frá falli járntjaldsins og hruni austantjaldskommúnismans árið 1989.
12.07.2018 - 01:54
Novichok-eitur var prófað í Tékklandi
Forseti Tékklands lýsti því yfir í gær að novichok-taugaeitur hafi verið prófað þar í landi í nóvember síðastliðnum. Bresk stjórnvöld segja að slíkt eitur verið notað í árás á Skripal-feðginin þar í landi. Þessi yfirlýsing Milos Zeman, forseta Tékklands, í gær, er andstæð því sem tékknesk yfirvöld hafa áður lýst yfir.
04.05.2018 - 14:10
Milos Zeman endurkjörinn forseti Tékklands
Milos Zeman var í dag endurkjörinn forseti Tékklands. Þegar nánast öll atkvæði höfðu verið talinn hafði hann hlotið 51,55 prósent. Fylgi keppinautar hans, Jiris Drahos, var rúmlega 48,44 prósent.
27.01.2018 - 16:51
Tveir létust í eldsvoða í Prag
Tveir létu lífið og níu slösuðust þegar eldur kom upp á hóteli í miðborg Prag í kvöld. Reuters fréttastofan greinir frá. Þar kemur fram að hótelið sé skammt frá Moldá og nærri Þjóðleikhúsi Tékklands. Fram kemur í frétt Reuters að fimm séu alvarlega slasaðir. Breska dagblaðið Independent hefur eftir talskonu viðbragðsaðila að þrír hafi misst meðvitund, en væru nú vaknaðir.
21.01.2018 - 01:29
Lýstu vantrausti á tékknesku stjórnina
Traustsyfirlýsing við minnihlutastjórn milljarðamæringsins Andrejs Babis, var felld á tékkneska þinginu í dag. Alls greiddu 78 þingmenn atkvæði með traustsyfirlýsingunni, 117 vor á móti og fimm sátu hjá.
16.01.2018 - 16:22
Zeman sigraði í fyrri umferð forsetakosninga
Milos Zeman, Tékklandsforseti, hlaut flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í Tékklandi og mætir efnafræðiprófessornum Jiri Drahos, sem varð í öðru sæti, í seinni umferðinni. Zeman, sem gefur sig út fyrir að vera vinur litla mannsins og gerir mikið úr nauðsyn þess að verja Tékka og Tékkland gegn innflytjendum og flóttafólki, einkum múslímum, fékk tæp 39 prósent atkvæða.
14.01.2018 - 00:26
Ingólfur og Hervarður valda tjóni í Evrópu
Mikið óveður hefur geisað víða um Evrópu um helgina. Stormurinn Ingólfur hefur valdið talsverðum usla í Danmörku, varð meðal annars að loka umferð um Stórabeltisbrúna í morgun vegna vindstyrks.
29.10.2017 - 22:47
Milljarðamæringur vann tékknesku kosningarnar
Milljarðamæringurinn Andrej Babis og flokkur hans, ANO, eða JÁ-flokkurinn, unnu afgerandi sigur í þingkosningum í Tékklandi um helgina. Já-flokkurinn fékk tæp 30 prósent atkvæða og 78 af 200 þingsætum, 31 þingmanni fleiri en á síðasta þingi og nær þrefalt meira fylgi en flokkarnir sem næstir komu. Sósíaldemókratar, sem fóru með forsætisráðuneytið í samsteypustjórn með Já-flokki Babis og Kristilegum demókrötum, guldu afhroð og fengu aðeins rúm 7 prósent atkvæða og 15 þingmenn í stað 50 áður.
22.10.2017 - 04:17
Fimm dóu í óveðri í Norður-Póllandi
Minnst fimm hafa týnt lífinu í ofsaveðri sem gekk yfir Pólland á laugardag. Auk þess slösuðust að minnsta kosti 34. Umtalsvert tjón varð á mannvirkjum og um 340.000 heimili voru án rafmagns lengi dags og eru mörg hver enn. Öll dauðsföllin urðu í Norður-Póllandi, nærri borginni Chojnice, og orsökin var sú sama í öllum tilfellum - stór og mikil tré rifnuðu upp með rótum í veðurhamnum og féllu á fólk.
13.08.2017 - 02:27
Tékkar stækka herinn og auka hernaðarútgjöld
Stjórnvöld í Tékklandi hyggjast fjölga í her landsins svo um munar, um leið og þau hækka verulega fjárveitingar til varnarmála. Um 23.000 manns eru í tékkneska hernum. Samkvæmt áætlun stjórnarinnar verða hermenn orðnir 30.000 innan fimm til sjö ára, og fjölgar því um 30 af hundraði. Martin Stropnicky, varnarmálaráðherra Tékklands, greindi frá þessu á útskriftarathöfn herskóla í Brno í gær, föstudag.
29.07.2017 - 03:12
  •