Færslur: Teitur Magnússon

Teitur Magnússon - 33
Föstudaginn 5. nóvember kom út þriðja breiðskífa Teits Magnússonar - 33 en platan inniheldur 12 lög. Titill plötunnar vísar í aldursár söngvaskáldsins meðan á upptökum stóð, auk þess sem lengd plötunnar er 33 mínútur og væntanleg vínylplata verður þrjátíu og þriggja snúninga.
06.12.2021 - 16:30
Lestin
Teitur, Teitur, haltu mér
Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon er 33 ára gamall en hans þriðja breiðskífa sem kom út á dögunum heitir einmitt 33, og er 33 mínútna löng, og hvað eru margir þrír í því?
28.11.2021 - 15:01
Teitur Magnússon - Líft í mars?
Teitur Magnússon leit við í Efstaleiti með fríðu föruneyti og flutti lagið Líft í mars? í Vikunni með Gísla Marteini.
Rökkurpopp, jólatónar, Jülevenner og fleira gúmmelaði
Hátíðin er að hluta til við völd í Undiröldunni. Ómland sendi frá sér jólalag í ár, Guðrún Árný líka og þríeykið Jógvan, Vignir og Matti eru með jólalag líka. Elín J. Bergljótardóttir og Emmsjé Gauti koma við sögu, rökkurpopp frá Karítas Óðinsdóttur og desemberblús frá Teiti Magnússyni.
08.12.2020 - 16:20
Myndskeið
Teitur Magnússon á skriftastóli
Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon er á skriftargangi, ásamt Árna Vilhjálmssyni í nýju myndbandi sem hann gefur út í dag. Teitur telur að allir þurfi á leið sinni um lífið að fara sína skriftargöngu og játa syndir.
29.08.2019 - 20:00
Teitur og Æðisgengið í Vikunni
Teitur Magnússon kom fram í Vikunni með Gísla Marteini með bandi í sínu Æðisgenginu.
01.05.2019 - 19:54
Mynd með færslu
Teitur Magnússon – Orna
Teitur Magnússon hefur sent frá sér tónlistarmyndband við titillag nýjustu plötu sinnar, Orna, sem kom út á Spotify fyrir helgi. Leikstjóri myndbandsins er Logi Hilmarsson, en handritshöfundur og framleiðandi er Magnús Björn Ólafsson.
01.10.2018 - 08:40
Ormurinn búinn að bíta í skottið á sér
Önnur sólóplata Teits Magnússonar kemur út í dag en hún var næstum fjögur ár í smíðum. Teitur var gestur í Tengivagninum og ræddi fæðingu plötunnar Orna, mikilvægi samstarfsfólksins, vest- og austræna heimspeki og hið sammannlega sem býr innra með okkur öllum.
27.07.2018 - 10:23
Teitur Magnússon ornar sér í Stúdíó 12
Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon mætti í Stúdíó 12 ásamt hljómsveit og Steinunni Harðardóttur, DJ Flugvél og Geimskip, og lék nýtt og gamalt efni í bland.
03.06.2018 - 09:06
Mynd með færslu
Teitur Magnússon – Hverra manna?
Teitur Magnússon sendir í sumar frá sér sólóplötuna Orna. Smáskífulögin Hringaná og Lífsspeki komu út í vetur og nú hefur bæst við lagið Hverra manna? Gjörningaklúbburinn leikstýrir tónlistarmyndbandinu en Sigurður Unnar Birgisson sá um myndatöku.
22.05.2018 - 16:00
Teitur í skýjunum með flugvél og geimskipi
Lífsspeki er nýtt lag eftir Teit Magnússon og dj. flugvél og geimskip. Textann á læknirinn Ólafur Tryggvason (1913-1993) en lagið er af væntanlegri plötu Teits, Orna, sem kemur út með vormánuðum. Myndband við lagið í leikstjórn Loga Hilmarssonar er einnig komið út.
Teitur gefur út sjö tommu Bónus plötu
Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon gefur í dag út nýtt lag á sjö tommu vínylplötu á vegum útgáfunnar Bónus plötur.
16.12.2017 - 11:19
Teitur „Nennir“ í beinni
Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon var gestur í Popplandi og tók órafmagnaða útgáfu af lagi sínu „Nenni“ ásamt hljómsveit.
27.07.2017 - 15:34
Kvæði Gröndals kveikjan að fyrstu plötunni
„Ég hugsa um tónlistina mína sem áframhald af íslenskri dægurlagahefð. Það er sú músík sem ég ólst upp við,“ segir tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon sem vakti mikla athygli fyrir plötuna 27 sem kom út árið 2014. Teitur er einnig söngvari og gítaleikari í reggísveitinni Oj Ba Rasta en hann er nú langt kominn með upptökur á sinni næstu sólóplötu sem kemur út síðar á þessu ári.
23.01.2017 - 11:28
Folk og blús í Reykjavík
Í Konsert kvöldsins verður boðið upp á folk og blús frá Reykjavík Folk Festival 2015 og Blúshátíð í Reykjavík 2015.