Færslur: Teigsskógur

Leið um Reykhóla mun dýrari en um Teigsskóg
Vegagerðin telur kostnað við tillögu norsku verkfræðistofunnar Multiconsult að leiðarvali um Gufudalssveit vera fjórum milljörðum meiri en stofan sjálf áætlaði. Þetta kemur fram í frummatsskýrslu Vegagerðarinnar á tillögu Multiconsult. Fyrsta val Vegagerðarinnar fyrir Vestfjarðaveg 60 er enn leið Þ-H um Teigsskóg.
16.10.2018 - 16:01
Vilja að Vegagerðin skoði norsku tillöguna
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti samhljóða að óska eftir því að Vegagerðin taki annað leiðarval en um Teigsskóg til skoðunar, tillögu norsku Verkfræðistofunnar Multiconsult. Tillaga að aðalskipulagsbreytingum sveitarfélagsins verður því ekki auglýst að sinni.
18.07.2018 - 12:25
Vill aukið sjálfstæði gagnvart framkvæmdaaðila
Sveitarstjórnarmaður í Reykhólahreppi telur óeðlilegt að sveitarfélög séu ekki sjálfstæð gagnvart framkvæmdaraðilum eins og Vegagerðinni við skipulagsbreytingar. Reykhólahreppur þáði styrk frá Sigurði Gísla og Jóni Pálmasonum til að kosta óháð mat á leiðarvali.
01.07.2018 - 19:40
Þáðu styrk um óháð mat á leiðarvali
Sveitarstjórnarmaður í Reykhólahreppi telur óeðlilegt að sveitarfélög séu ekki sjálfstæð gagnvart framkvæmdaaðilum eins og Vegagerðinni við skipulagsbreytingar. Reykhólahreppur þáði styrk frá Sigurði Gísla og Jóni Pálmasonum til að kosta óháð mat á leiðarvali.
01.07.2018 - 12:00
Myndskeið
Telur báðar leiðir geta orðið umdeildar
Vegagerðin telur nýtt leiðarval Vestfjarðavegar um Gufudalssveit geta tafið framkvæmdir um eitt til tvö ár. Það er þó ekki tekið mið af mögulegum kæruferlum vegna Þ-H leiðarinnar um Teigsskóg. Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs hjá Vegagerðinni, segir allt eins líklegt að hugmynd Multiconsult um þverun Þorskafjarðar verði kærð.
28.06.2018 - 21:11
Tillaga Multiconsult samhljóma áskorun íbúa
Tillaga norsku verkfræðistofunnar Multiconsult um veg um Reykhóla með þverun yfir Þorskafjörð er í samræmi við áskorun fjórðungs íbúa. Undirskriftalista með nöfnum 52 íbúa sveitarfélagsins var skilað inn til sveitarstjórnar fyrr á þessu ári en tillögur Vegagerðarinnar með þverun Þorskafjarðar, leið A og A1, hafa ekki verið til skoðunar af hálfu sveitarstjórnar.
28.06.2018 - 13:15
Bíða skýrslu norskra ráðgjafa vegna Teigsskógs
Reykhólahreppur hyggst ekki auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingum sveitarfélagsins vegna vegagerðar um Teigsskóg fyrr en skýrsla norskra ráðgjafa um leiðarval liggur fyrir. Skýrsla ráðgjafanna verður kynnt í næstu viku.Nýr oddviti Reykhólahrepps útilokar ekki að álit norskra ráðgjafa á vegagerð um Gufudalssveit, kenndri við Teigsskóg, geti haft áhrif á vinnu sveitarstjórnar.
25.06.2018 - 09:45
Stjórnsýslan brugðist Vestfirðingum í 20 ár
Teitur Björn Einarsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi sagði á Alþingi í dag að stjórnsýsla hefði brugðist í vegamálum Vestfirðinga, sérstaklega á sunnanverðum Vestfjörðum í yfir 20 ár.
06.06.2018 - 14:30
Viðtal
Teigsskógur „hálfgerð sorgarsaga stjórnsýslu“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, telur að undirbúningur að vegi um Teigsskóg á sunnanverðum Vestfjörðum sé hálfgerð sorgarsaga stjórnsýslunnar. Hann á von á að málið verði leitt til lykta nú í sumar.
04.06.2018 - 09:30
Leggja aftur til sérlög um Teigsskóg
Fimm þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa lagt fram frumvarp um að veglagning um Teigsskóg verði heimiluð með sérlögum frá Alþingi og þannig farið fram hjá skipulagslögum, sem kveða á um að sveitarfélagið þurfi að gefa út leyfi fyrir framkvæmdinni. Með þessu vilja þeir losa málið úr „gíslingu flækjustigs stjórnsýslunnar.“
30.03.2018 - 16:25
Sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi ekkert val
Sveitarstjórnarmaður í Reykhólahreppi segir að sveitarstjórn hafi ekki annað val en að fylgja vilja Vegagerðarinnar um vegagerð um Teigsskóg. Starfsmaður Vegagerðarinnar staðfestir að sú leið hafi verið betur undirbúin en aðrar leiðir, enda val Vegagerðarinnar.
03.03.2018 - 14:47
  •