Færslur: Taylor Swift

Taylor Swift verður loks rétthafi tónlistar sinnar
Taylor Swift hefur undanfarin ár barist ötullega fyrir því að tónlistarfólk eigi réttindin af þeirri tónlist sem það gefur út. Hún hefur lært af biturri reynslu að sú er ekki alltaf raunin. Nú hefur hún gefið út fyrstu enduruppteknu plötuna, Fearless (Taylor's Version), með það að markmiði að eignast réttindin af allri sinni áðurútgefnu tónlist. 
13.04.2021 - 14:01
Taylor Swift oftast kvenna á toppi Billboard
Bandaríska söngkonan Taylor Swift er nú sú kona sem hefur dvalið lengst á toppi Billboard-breiðskífulistans í Bandaríkjunum. Nýjasta breiðskífa hennar, Folklore, er á toppi listans í sjöunda sinn, sem þýðir að alls hafa breiðskífur Swift verið efstar á listanum í 47 vikur. Það er einni viku lengur en breiðskífur Whitney Houston.
29.09.2020 - 05:42
Sterkar lagasmíðar og fullorðins textar á Folklore
Taylor Swift er alvöru listamaður með flotta texta og vex með hverri plötu, að mati tónlistarmannsins og Hamverjans Flosa Þorgeirssonar. Hann og aðrir farþegar Lestarklefans jusu lofi yfir nýjustu breiðskífu Swift, Folklore.
08.09.2020 - 09:00
Lestarklefinn
Gagnaukinn veruleiki, tímaflakk og þjóðlagapopp
Fjallað um Solastalgia í Listasafni Íslands, kvikmyndina Tenet og hljómplötuna Folklore með Taylor Swift.
04.09.2020 - 17:03
Óvænt plata Taylor Swift fljót að setja met
Síðastliðinn föstudag gaf söngkonan Taylor Swift óvænt út plötuna folklore. Platan er áttunda stúdíó plata söngkonunnar og var ekki lengi að setja nokkur met og fá aðdáendur til að velta fyrir sér földum skilaboðum.
27.07.2020 - 14:30
Taylor Swift á tvífara í heimabæ sínum
Hjúkrunarfræðingur að nafni Ashley setti myndband á samfélagsmiðilinn Tiktok í vikunni. Þar segir hún að margir haldi að hún sé Taylor Swift. Þær eru virkilega líka og eru báðar búsettar í Nashville.
21.07.2020 - 14:16
Taylor Swift óþekkjanleg í gervi karlmanns
Taylor Swift er nánast óþekkjanleg í gervi karlmanns í tónlistarmyndbandinu við lag hennar, The Man, sem birt var í dag. Í lok myndbandsins er sérstaklega tekið fram að hún sjálf leikstýri, skrifi, leiki og eigi myndbandið en hún hefur undanfarið barist um eignarréttinn á lögunum sínum.
27.02.2020 - 15:14
Taylor Swift slær gamalt met Michaels Jackson
Taylor Swift hlaut alls sex verðlaun á American Music Awards verðlaunahátíðinni sem fór fram á sunnudag í Los Angeles.
25.11.2019 - 16:24
Taylor Swift lætur fordómafullt fólk heyra það
Nýjasta lag söngkonunar Taylor Swift, „You Need To Calm Down“, er ákall um jafnrétti og skilning og hvetur til aðgerða í málefnum hinsegin fólks í Bandaríkjunum.
18.06.2019 - 14:45
Ellen íhugar að hætta
Ellen DeGeneres er að íhuga að hætta, Taylor Swift notar nýjustu tækni til að forðast eltihrella og Fortnite-spilari var nýlega afhjúpaður sem ofbeldismaður á sínu eigin streymi. Allt þetta og þar að auki vangaveltur um hvort heimurinn sé á hraðferð til glötunar má heyra í einstaklega ó-jólalegu afþreyingariðnaðarhorni Geirs Finnssonar þessa vikuna.
13.12.2018 - 16:23
Hnotskurn: Taylor Swift í uppáhaldi hjá nýnasistum
„Taylor Swift er hreinræktuð arísk gyðja, eins og klippt út úr klassískri grískri ljóðlist. Aþena endurfædd.“ Þetta sagði Andre Anglin, ritstjóri nýnasista-vefritsins Daily Stormer, í viðtali við Vice í maí árið 2016.
Kántrípoppdrottning og vetrarsvali í rvk.
Í Rokklandi sunnudaginn 21. febrúar kynnumst við kántrípoppstjörnunni Taylor Swift sem hlaut á dögunum Grammy verðlaun fyrir plötu ársins í annað sinn, 26 ára gömul. Og svo er það Sónar Reykjavík sem haldin er núna um helgina í þriðja sinn.
22.02.2016 - 10:07