Færslur: talmeinafræði

Ráðherra vill breyta 2ja ára ákvæði talmeinafræðinga
Félag talmeinafræðinga á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þess er farið á leit að heilbrigðisráðherra felli niður tveggja ára starfsreynsluákvæði þeirra líkt og gert var í tilviki sjúkraþjálfara þann 31. ágúst.
Tveggja ára biðtími í talþjálfun gufaði upp
Móðir tíu ára drengs með tal- og lestrarerfiðleika segir að flókið endurgreiðslu-, greiningar- og beiðnakerfi í málaflokknum gangi alls ekki upp. Tveggja ára biðtími í talþjálfun gufaði upp vegna þess að beiðni frá lækni má aðeins vera ársgömul.
22.06.2021 - 14:12
900 börn á biðlista og allt að þriggja ára bið
Börn þurfa að bíða í allt að þrjú ár eftir tíma hjá talmeinafræðingi. Dæmi eru um að 900 börn séu á biðlista eftir tíma. Formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi segir að of fáir talmeinafræðingar séu að störfum og að ákvæði í rammasamningi hamli nýliðun í stéttinni.
Myndskeið
Spara ríkinu með heilbrigðisþjónustu í gegnum netið
Talmeinafræðingur segir Sjúkratryggingar geta sparað háar fjárhæðir með fjarþjónustu. Hundruð milljóna fara í ferðakostnað árlega. Hann segir fimm talmeinafræðinga hafa þannig sparað nærri 50 milljónir á þremur árum.