Færslur: Talíbanar

Uppreisnarmenn vilja semja um vopnahlé við Talíbana
Enn standa hörð átök milli herliðs Talíbana og uppreisnarhersins um Panjshir-dal í Afganistan. Báðar fylkingar hafa sagt þær hafi yfirhöndina í átökunum, en uppreisnarmenn tilkynntu síðdegis þeir væru opnir fyrir því að semja um vopnahlé við Talíbana.
05.09.2021 - 18:24
Uppreisnarhermenn segjast hafa umkringt Talíbana
Hersveitir Talíbana hafa barist við uppreisnarmenn og leifar fyrrum stjórnarhersins í Afganistan í Panjshir-dal síðustu tvo daga. Panjshir-dalur er eina landsvæði Afganistans sem Talíbanar hafa ekki enn náð á sitt vald. Uppreisnarmennirnir segjast nú vera búnir að umkringja um fimmtán hundruð Talíbanskra hermanna í dalnum og halda þeim föngnum. Þeir segja jafnframt að yfir þúsund hermenn úr röðum Talíbana hafa þegar fallið í átökunum.
05.09.2021 - 13:09
Minnst þrír látnir eftir sjálfsvígsárás í Pakistan
Minnst þrír létust og fimmtán særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Pakistan í morgun. Sprengjan sprakk í útjarðri borgarinnar Quetta, nærri landamærum Afganistan. Árásarmaðurinn, sem bar utan á sér um sex kíló af sprengiefni, keyrði á mótorhjóli á bíl á vegum Pakistanska hersins, þar sem sprengjan sprakk.
05.09.2021 - 12:30
Kvenkyns mótmælendum mætt af hörku í Kabúl
Konur söfnuðust saman á götum Kabúl í dag til þess að mótmæla kynjamisrétti og krefjast þátttöku kvenna í stjórnmálum í landinu. Talíbanar mættu konunum af mikilli hörku og segja viðstaddir þeir hafi beitt rafstuðtækjum, piparúða og skotvopnum.
Flugvöllurinn í Kabúl opnaður á ný
Flugvöllurinn í Kabúl, höfuðborg Afganistans, hefur verið opnaður aftur. Frá þessu greinir sendiherra Katar í Afganistan. Eins og staðan er nú er flugvöllurinn aðeins opinn fyrir mannúðaraðstoð til borgarinnar en stefnt er að því að farþegaflug hefjist bráðlega.
04.09.2021 - 18:17
Taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan
Ríkisstjórn Íslands samþykkt á fundi í morgun að tekið yrði við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan. Tillagan sem kom frá forsætisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra og flóttamannanefnd, var samþykkt „vegna þess ófremdarástands sem hefur skapast í Afganistan í kjölfar valdatöku talibana. “
Sjónvarpsfrétt
Árangur Talíbana sem olía á eld öfgahópa
Erlent herlið og alþjóðastofnanir virðast hafa verið illa undirbúnar fyrir snögga valdatöku Talibana í Afganistan. Öfgahópar víða um heim fagna nýrri stjórn í landinu. Árangur Talibana gæti virkað sem olía á eldinn meðal slíkra hópa að mati öryggis- og varnarmálafræðings.
21.08.2021 - 19:33
Allir bankar lokaðir í Afganistan sjöunda daginn í röð
Grikkir herða nú eftirlit á landamærum sínum að Tyrklandi vegna flóttafólks sem reynir að komast frá Afganistan. Bandaríkjaforseti heitir því að koma öllum hermönnum sínum og samstarfsmönnum þeirra heim frá Afganistan en varar við því að ferðin gæti reynst hættuför. Sjöunda daginn í röð eru allir bankar í Afgainstan lokaðir.
21.08.2021 - 12:13
Afganskur flóttamaður á Íslandi: „Landið þarf frið“
Navid Nouri kom sem afganskur flóttamaður til Íslands í leit að hæli fyrir tíu árum. Hann er nú íslenskur ríkisborgari, í sambúð og á tvö börn. Fjölskylda hans býr í Íran, að frátöldum bróður hans sem býr í Herat í Afganistan. Talibanar hertóku þá borg í fyrradag.
15.08.2021 - 19:53
Forseti og varaforseti Afganistan farnir úr landi
Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur flúið land. BBC greinir frá þessu og segir jafnframt að Amrullah Saleh varaforseti sé sömuleiðis farinn úr landi. Þrýst hefur verið á Ghani að segja af sér í kjölfar hraðrar framgöngu Talíbana í landinu. Nú bendir allt til þess að Talíbanar nái höfuðborginni Kabúl á sitt vald á næstu dögum.
15.08.2021 - 14:22
Talíbanar mæta lítilli mótspyrnu í Kabúl
Innanríkisráðherra Afganistan, Abd­ul Satt­ar Mirzakwal, sagði að það myndu fara fram friðsamleg valdaskipti í höfuðborginni Kabúl. Óljóst er af orðum hans hvort stjórnvöld ætli einfaldlega að gefa borgina á vald Talíbana, en Talíbanar virðast ekki mæta mótspyrnu yfirvalda.
15.08.2021 - 11:15
Talibanar hertekið tvær héraðshöfuðborgir
Á einum sólarhring hafa Talibanar hertekið tvær héraðshöfuðborgir í Afganistan. Bandarísk og bresk yfirvöld hvetja ríkisborgara sína til að yfirgefa landið.
07.08.2021 - 15:13
Ráðist að heimili varnarmálaráðherra Afgana
Fjórir létu lífið og ellefu til viðbótar slösuðust í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöldm þegar að árásarmenn sprengdu bílasprengju og hleyptu af byssum sínum í árás að heimili varnarmálaráðherra landsins.
03.08.2021 - 23:04
Myndskeið
30 þúsund flýja frá Afganistan í hverri viku
Um þrjátíu þúsund Afganir flýja heimaland sitt í hverri viku. Harðir bardagar hafa staðið yfir við þrjár borgir í Afganistan um helgina þar sem talibanar reyna að styrkja enn stöðu sína.
01.08.2021 - 19:57
Blinken ræðir við indverska ráðamenn í dag
Búist er við að indverskir stjórnmálamenn leggi áherslu á að ræða mögulega landvinninga Talíbana í Afganistan við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og krefjast frekari stuðnings í deilum við Kínverja.
Sammála um að halda áfram þar til samkomulag næst
Samninganefndir afganskra stjórnvalda og Talíbana segjast ætla að hittast aftur til friðarviðræðna, eftir tveggja daga fund um helgina í Doha í Katar. Al Jazeera hefur eftir sameiginlegri yfirlýsingu samninganefndanna að þær skuldbindi sig til að halda viðræðum áfram þar til samkomulag næst. Þær sammæltust einnig um að tryggja mannúðaraðstoð til allra sem á þurfa að halda í landinu.
19.07.2021 - 04:19
Sjónvarpsfrétt
Bush segir mistök að fara með herinn frá Afganistan
George W. Bush, fyrrum forseti Bandaríkjanna, varar við að Bandaríkjaher yfirgefi Afganistan að fullu. Það muni hafa hræðilegar afleiðingar fyrir íbúa landsins. Talíbanar buðu í dag þriggja mánaða vopnahlé í skiptum fyrir frelsun sjö þúsund fanga úr þeirra röðum.
15.07.2021 - 22:20
Talíbanar tóku sérsveitarmenn af lífi
22 liðsmenn sérsveitar afganska hersins voru teknir af lífi af liðsmönnum Talíbana í borginni Dawlat Abad í Faryab-héraði Afganistans í síðasta mánuði. Þetta sést á myndböndum sem bandarísku fréttastofunni CNN áskotnuðust og hafa staðfest með samtölum við vitni og starfsmenn Rauða krossins.
14.07.2021 - 03:25
Samningsbrot ef hermenn verða eftir í Afganistan
Talibanar segja að erlend ríki verði að standa við að fjarlægja allt sitt herlið úr Afganistan á samþykktum tíma. Fréttastofa BBC hefur þetta eftir Suhail Shaheen, talsmanni Talibana. Fregnir hafa borist af því að um þúsund hermenn NATO-ríkja verði eftir í landinu til þess að vernda alþjóðaflugvöllinn í Kabúl og alþjóðastarf í landinu. 
05.07.2021 - 05:13
Viðtal
Sama hvaða liði ódæðismennirnir tilheyra
Yfirvofandi brotthvarf herliðs Bandaríkjanna og NATO frá Afganistan skapar ótryggt ástand fyrir íbúa landsins. Kona, sem var viðstödd útför fórnarlamba sprengjuárásarinnar í Kabúl í gær, segir að íbúum landsins standi á sama hvaða liði hryðjuverkamenn tilheyri. Ítök þeirra í landinu séu enn mikil.
09.05.2021 - 19:27
Tugir látnir eftir sprengjuárás á skóla í Kabúl
Tugir eru látnir eftir sprengjuárás á skóla í Kabúl, höfuðborg Afghanistan í morgun. Á sjötta tug eru slösuð eftir árásina, mikill meirihluti þeirra nemendur sem voru á leið úr skólanum.
08.05.2021 - 16:06