Færslur: Talíbanar

Skipað að hylja andlit sín algjörlega í útsendingum
Kvenkyns fréttaþulum á helstu fréttamiðlum í Afghanistan hefur verið skipað af talibönum að hylja andlit sín algjörlega í sjónvarpsútsendingum.
22.05.2022 - 10:25
Mega ekki sýna andlitið í sjónvarpi
Stjórn Talíbana í Afganistan hefur skipað öllum sjónvarpskonum í landinu að hylja á sér andlitið meðan á útsendingu stendur. 
19.05.2022 - 20:07
Fjögur börn fórust í eldflaugaárás
Sex fórust, þar af fimm börn, í eldflaugaárás pakistanska hersins á Afganistan í morgun. AFP greinir frá þessu og hefur eftir afgönsku embættismönnum.
16.04.2022 - 15:57
Afganskar konur fá ekki að fljúga fylgdarlausar
Stjórn Talíbana í Afganistan hefur bannað konum að setjast um borð í flugvél án þess að vera í fylgd með karlmanni. Nýju reglurnar gilda bæði um innanlands- og millilandaflug.
27.03.2022 - 13:04
Segja mannréttindi og mannúðaraðstoð haldast í hendur
Fulltrúar vestrænna ríkja krefjast þess að Talíbanastjórnin í Afganistan geri gangskör í því að tryggja mannréttindi í landinu. Það haldist í hendur við mannúðaraðstoð í landinu. Sendinefnd Talíbana sneri aftur heim frá Noregi í gær eftir þriggja daga fundahöld með erindrekum Bandaríkjanna og Evrópu.
Bjartsýnir Talíbanar fljúga til Oslóar
Sendinefnd Talíbana er nú á leiðinni með einkaflugi til Noregs þar sem hún mun funda með norskum stjórnvöldum og erindrekum frá Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins.
22.01.2022 - 14:57
Konur sviptar ferðafrelsi í Afganistan
Yfirvöld Talíbana í Afganistan hafa gefið út að konur megi ekki fara í langferðir án þess að vera samferða karlmanni. Ef þær ætli sér að ferðast lengra en 72 kílómetra verði þær að vera í fylgd með nákomnum karlkyns ættingja.
26.12.2021 - 19:46
Barist um frystar eignir afganska ríkisins
Ættingjar fórnarlamba hryðjuverkanna 11. september 2001 höfðuðu skaðabótamál fyrir 20 árum sem hafa ekki verið útkljáð. Frystar eignir afganska ríkisins í New York eru nú í brennidepli þar sem bæði ættingjarnir og Talíbanar gera kröfu í þær. Það er hægara sagt en gert því það ríkir viðskiptabann milli Bandaríkjanna og Talíbana. Bandaríkjamenn þyrftu að viðurkenna Talíbana sem réttmæta ríkisstjórn Afganistans og því fylgja alls kyns pólitískir hnútar.
SÞ reyna að bjarga afgönsku heilbrigðiskerfi
Sameinuðu þjóðirnar greiddu laun um 23.500 afganskra heilbrigðisstarfsmanna í síðasta mánuði. Heildarupphæðin nemur um milljarði króna og var greidd án samráðs við heilbrigðisráðuneyti Talíbana sem nú fara með völdin í landinu.
10.11.2021 - 10:43
19 féllu í sprengjuárás á sjúkrahús í Kabúl
Minnst 19 féllu og 50 særðust í sprengjuárás á sjúkrahús í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistan í dag. Árásarmennirnir létust í sprengingunni en meðal fórnarlamba voru almennir borgarar og heilbrigðisstarfsfólk.
02.11.2021 - 23:05
Skutu á brúðkaupsgesti fyrir að spila tónlist
Minnst tveir eru látnir og tíu særðir, eftir að þrír menn skutu á brúðkaupsgesti í Afganistan. Árásarmennirnir sögðust vera úr röðum Talíbana og þeir hefðu gripið til aðgerða vegna tónlistar sem var spiluð í veislunni. En tónlist var bönnuð í Afganistan þegar Talíbanar réðu síðast ríkjum þar, frá 1996 til 2001. Sjónarvottar segja mennirnir hafi byrjað á því að brjóta hátalara áður en þeir hleyptu af skotum.
31.10.2021 - 15:43
Talíbanar vilja leysa út fryst fjármagn
Ríkisstjórn Talíbana í Afganistan hefur krafist þess að fá að losa út milljarða dollara í eigu afganska ríkisins úr erlendum bönkum. Afganska ríkið á eignir og fé í bönkum í Evrópu og Bandaríkjunum, en það fjármagn var fryst þegar Talíbanar tóku völdin í landinu. Reuters hefur eftir talsmanni Talíbana að landið sé á leið í djúpa efnahagskreppu sem muni leiða til hungursneiðar í landinu, og aukins straums flóttamanna til Evrópu.
29.10.2021 - 19:21
Sjónvarpsfrétt
Selja börnin sín í örvæntingu til þess að lifa af
Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungurdauða ef mannúðaraðstoð berst ekki fljótlega. Örvænting fólks er orðin svo mikil að foreldar selja börnin sín til þess að lifa af.
Uppreisnarmenn vilja semja um vopnahlé við Talíbana
Enn standa hörð átök milli herliðs Talíbana og uppreisnarhersins um Panjshir-dal í Afganistan. Báðar fylkingar hafa sagt þær hafi yfirhöndina í átökunum, en uppreisnarmenn tilkynntu síðdegis þeir væru opnir fyrir því að semja um vopnahlé við Talíbana.
05.09.2021 - 18:24
Uppreisnarhermenn segjast hafa umkringt Talíbana
Hersveitir Talíbana hafa barist við uppreisnarmenn og leifar fyrrum stjórnarhersins í Afganistan í Panjshir-dal síðustu tvo daga. Panjshir-dalur er eina landsvæði Afganistans sem Talíbanar hafa ekki enn náð á sitt vald. Uppreisnarmennirnir segjast nú vera búnir að umkringja um fimmtán hundruð Talíbanskra hermanna í dalnum og halda þeim föngnum. Þeir segja jafnframt að yfir þúsund hermenn úr röðum Talíbana hafa þegar fallið í átökunum.
05.09.2021 - 13:09
Minnst þrír látnir eftir sjálfsvígsárás í Pakistan
Minnst þrír létust og fimmtán særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Pakistan í morgun. Sprengjan sprakk í útjarðri borgarinnar Quetta, nærri landamærum Afganistan. Árásarmaðurinn, sem bar utan á sér um sex kíló af sprengiefni, keyrði á mótorhjóli á bíl á vegum Pakistanska hersins, þar sem sprengjan sprakk.
05.09.2021 - 12:30
Kvenkyns mótmælendum mætt af hörku í Kabúl
Konur söfnuðust saman á götum Kabúl í dag til þess að mótmæla kynjamisrétti og krefjast þátttöku kvenna í stjórnmálum í landinu. Talíbanar mættu konunum af mikilli hörku og segja viðstaddir þeir hafi beitt rafstuðtækjum, piparúða og skotvopnum.
Flugvöllurinn í Kabúl opnaður á ný
Flugvöllurinn í Kabúl, höfuðborg Afganistans, hefur verið opnaður aftur. Frá þessu greinir sendiherra Katar í Afganistan. Eins og staðan er nú er flugvöllurinn aðeins opinn fyrir mannúðaraðstoð til borgarinnar en stefnt er að því að farþegaflug hefjist bráðlega.
04.09.2021 - 18:17
Taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan
Ríkisstjórn Íslands samþykkt á fundi í morgun að tekið yrði við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan. Tillagan sem kom frá forsætisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra og flóttamannanefnd, var samþykkt „vegna þess ófremdarástands sem hefur skapast í Afganistan í kjölfar valdatöku talibana. “
Sjónvarpsfrétt
Árangur Talíbana sem olía á eld öfgahópa
Erlent herlið og alþjóðastofnanir virðast hafa verið illa undirbúnar fyrir snögga valdatöku Talibana í Afganistan. Öfgahópar víða um heim fagna nýrri stjórn í landinu. Árangur Talibana gæti virkað sem olía á eldinn meðal slíkra hópa að mati öryggis- og varnarmálafræðings.
21.08.2021 - 19:33
Allir bankar lokaðir í Afganistan sjöunda daginn í röð
Grikkir herða nú eftirlit á landamærum sínum að Tyrklandi vegna flóttafólks sem reynir að komast frá Afganistan. Bandaríkjaforseti heitir því að koma öllum hermönnum sínum og samstarfsmönnum þeirra heim frá Afganistan en varar við því að ferðin gæti reynst hættuför. Sjöunda daginn í röð eru allir bankar í Afgainstan lokaðir.
21.08.2021 - 12:13
Afganskur flóttamaður á Íslandi: „Landið þarf frið“
Navid Nouri kom sem afganskur flóttamaður til Íslands í leit að hæli fyrir tíu árum. Hann er nú íslenskur ríkisborgari, í sambúð og á tvö börn. Fjölskylda hans býr í Íran, að frátöldum bróður hans sem býr í Herat í Afganistan. Talibanar hertóku þá borg í fyrradag.
15.08.2021 - 19:53
Forseti og varaforseti Afganistan farnir úr landi
Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur flúið land. BBC greinir frá þessu og segir jafnframt að Amrullah Saleh varaforseti sé sömuleiðis farinn úr landi. Þrýst hefur verið á Ghani að segja af sér í kjölfar hraðrar framgöngu Talíbana í landinu. Nú bendir allt til þess að Talíbanar nái höfuðborginni Kabúl á sitt vald á næstu dögum.
15.08.2021 - 14:22
Talíbanar mæta lítilli mótspyrnu í Kabúl
Innanríkisráðherra Afganistan, Abd­ul Satt­ar Mirzakwal, sagði að það myndu fara fram friðsamleg valdaskipti í höfuðborginni Kabúl. Óljóst er af orðum hans hvort stjórnvöld ætli einfaldlega að gefa borgina á vald Talíbana, en Talíbanar virðast ekki mæta mótspyrnu yfirvalda.
15.08.2021 - 11:15
Talibanar hertekið tvær héraðshöfuðborgir
Á einum sólarhring hafa Talibanar hertekið tvær héraðshöfuðborgir í Afganistan. Bandarísk og bresk yfirvöld hvetja ríkisborgara sína til að yfirgefa landið.
07.08.2021 - 15:13