Færslur: Tadsíkistan

94 hafa fallið í átökum Kirgisa og Tadsíka í vikunni
Minnst 94 hafa látið lífið í átökum Kirgisa og Tadsíka frá því á miðvikudag. Átökin eru þau mannskæðustu sem brotist hafa út um árabil í tengslum við landamæradeilu ríkjanna. AFP fréttastofan hefur eftir yfirvöldum í Kirgistan að allt hafi verið með kyrrum kjörum við landamærin á sunnudag.
19.09.2022 - 01:36
Óttast að átökin séu upphaf allsherjarstríðs
Tala látinna hefur hækkað á landamærum Mið-Asíuríkjanna Kirgistan og Tadsíkistan, þar sem blóðug átök brutust út í vikunni. 
18.09.2022 - 10:42
Kirgisar og Tadsíkar kljást á landamærunum
Tveir tadsískir landamæraverðir féllu í átökum við kirgiska nágranna sína í morgun. Tadsíkar segja kirgiska landamæraverði hafa hleypt af vopnum sínum án nokkurra viðvarana. Engar fregnir hafa borist frá Kirgistan um mannfall þeirra megin landamæranna.
14.09.2022 - 16:49
Þrír fórust þegar bandarísk þyrla hrapaði í Afganistan
Að minnsta kosti þrír afganskir ríkisborgarar fórust og fimm slösuðust þegar bandarísk Blackhawk þyrla hrapaði til jarðar í Afganistan. Bandaríkjamenn skildu nokkurn fjölda þyrlna eftir þegar þeir yfirgáfu landið í fyrra.
11.09.2022 - 01:30
Heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreu hefjast í dag
Árlegar, sameiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hefjast í Suður-Kóreu í dag, samkvæmt tilkynningu varnarmálaráðuneytisins í Seúl. Markmið æfinganna er sagt að efla og samræma viðbrögð við mögulegum kjarnorku- og eldflaugatilraunum og jafnvel árásum Norður-Kóreumanna.
Kínaher tekur þátt í heræfingum í Rússlandi
Kínverskar hersveitir búa sig undir leiðangur til Rússlands, þar sem þær taka þátt í umfangsmiklum, fjölþjóðlegum heræfingum um mánaðamótin næstu ásamt sveitum frá Indlandi, Hvíta Rússlandi, Mongólíu og Tadsíkistan, auk heimamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu kínverska varnarmálaráðuneytisins.
Setur sig ekki upp á móti NATO-aðild Finna og Svía
Vladimír Pútín Rússlandsforseti virðist hafa skipt um skoðun varðandi áform Finna og Svía um að ganga í Atlantshafsbandalagið og segist ekkert hafa við þau að athuga. Öðru máli gegni þó um mögulega hernaðaruppbyggingu NATO í löndunum tveimur.
Bandalag fyrrum Sovétríkja sendir lið til Kasakstan
Samvinnu- og öryggisbandalag fyrrum sovétlýðvelda, hernaðarbandalag Rússa og fimm annarra fyrrum Sovétríkja, hyggst senda friðargæslulið til Kasakstans að beiðni forsetans Kassym-Jomarts Tokayevs. Fréttir bárust af því í morgunsárið að skothríð hefði brotist út í miðborg Almaty, fjölmennustu borgar landsins, og að brynvagnar og hermenn hafi verið sendir gegn nokkur hundruð mótmælendum sem þar voru. Ekki hafa borist fregnir af manntjóni eða meiðslum í þeim átökum enn.
06.01.2022 - 05:48
Mannskæður jarðskjálfti í Tadjsíkistan
Jarðskjálfti reið yfir Austur-Tadsjíkistan á laugardagsmorgun og kostaði að minnsta kosti fimm manns lífið, að sögn yfirvalda.
10.07.2021 - 09:04
Sömdu um vopnahlé eftir mannskæð átök við landamærin
Stjórnvöld í Kirgistan hafa flutt um 11.500 Kirgisa frá umdeildum svæðum við landamæri Tadsíkistans, sem barist hefur verið um með hléum um langa hríð. Brottflutningurinn hófst um leið og stjórnvöld nágrannaríkjanna komu sér saman um vopnahlé skömmu eftir að hörðustu átök grannþjóðanna um langt árabil brutust út við landamærin í gær, fimmtudag.
30.04.2021 - 06:34
Öruggur um endurkjör í Tadsíkistan
Fátt getur komið í veg fyrir að Emomali Rahmon, forseti Tads­íkist­ans, nái endurkjöri í kosningum sem fram fóru í gær. Þegar rúmlega níutíu prósent atkvæða höfðu verið talin var Rahmon með 90,9 prósenta fylgi.
12.10.2020 - 08:18
Rakhmon sækist eftir endurkjöri
Emomali Rakhmon, forseti Tadsíkistan, sækist eftir endurkjöri í forsetakosningum sem fram fara í landinu 11. október. Rakhmon, sem er 67 ára, hefur verið við völd í Tadsíkistan hátt í þrjá áratugi.
03.09.2020 - 09:58