Færslur: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Álagsmerki og lítil starfsánægja
Nærri tveir af hverjum þremur landsmönnum búa á starfssvæði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en embættið fær þó aðeins rétt rúmlega þriðjung þess fjár sem sýslumannsembætti landsins hafa til að sinna embættum sínum. Talsverð álagsmerki er að finna hjá embættinu sem birtist í lítilli starfsánægju. Stytta þarf biðtíma tiltekinna fjölskyldumála, gefa gæðamálum meiri gaum, skýra betur hver kjarnaverkefni embættisins eru og hvert þjónustustigið eigi að vera.
Hyggjast bjóða upp á bálfarir fyrir hvern og einn
Stofnandi sjálfseignarstofnunarinnar Tré lífsins segir þörf og eftirspurn eftir rými óháðu trúar- og lífsskoðunarfélögum athafnir á borð við útfarir. Stofnunin endurreisti nýverið Bálfarafélag Íslands sem starfaði á árunum 1934 til 1964 sem hyggst bjóða upp á bálfarir.
Kosning í Kringlu og Smáralind hafin
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst í Kringlunni og Smáralind í morgun.
Sjónvarpsfrétt
Margir kusu utan kjörfundar á fyrsta degi
Margir nýttu tækifærið og kusu til Alþingis í dag, fyrsta dag utankjörfundaratkvæðagreiðslu þegar sex vikur eru til kosninga. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir hugsanlegt að ein ástæða góðrar aðsóknar sé sú að fólk óttist að vera í sóttkví eða einangrun þegar kjördagur rennur upp.
Myndskeið
Hægt að kjósa utan kjörfundar í fyrramálið
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fyrir alþingiskosningarnar í september hefst í fyrramálið. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er búist við að fleiri kjósi utan kjörfundar nú en áður.
Þing rofið og gengið til kosninga 25. september
Kosið verður til Alþingis laugardaginn 25. september næstkomandi. Þetta kemur fram í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag.
Þarf að rjúfa þing áður en hægt verður að kjósa
Þótt minna en átta vikur séu til kosninga er enn ekki hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar þar sem ekki er búið að rjúfa þing. Fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins gæti gert kosningarnar afar flóknar í framkvæmd.
Forstjóri Útlendingastofnunar sækir um sýslumanninn
Sjö umsóknir bárust um embætti Sýslumannsins á höfðuborgarsvæðinu en umsóknarfrestur rann út 1. október. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, er meðal umsækjenda.
23% aukning í mótteknum skjölum til þinglýsingar
Óvanalega löng bið er eftir þinglýsingu skjala hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Mikil aukning hefur verið í fjölda veðskjala sem móttekin eru til þinglýsingar og er biðin eftir þinglýsingu almennra skjala sem berast sýslumanni í dag nú 22 dagar.
Allir eigi að njóta grundvallarlýðræðisréttinda
Allt útlit er fyrir að 300 einstaklingar sem eru í sóttkví vegna Covid-19 geti ekki kosið í forsetakosningum á morgun.
Tæp 52 þúsund þegar búin að kjósa
Hátt í 52 þúsund manns höfðu greitt atkvæði utan kjörfundar á sjötta tímanum nú síðdegis. Það eru töluvert fleiri en fyrir en höfðu kosið á sama tíma fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Spyr hvernig stytta á biðtíma í forsjármálum
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um hvernig koma á í veg fyrir tafir á afgreiðslu fjölskyldumála hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Mörg dæmi eru um að slík mál hafi tafist. 
Leggur til strangari reglur um bætur í lögbannsmálum
Dómsmálaráðherra leggur til strangari reglur um bætur vegna tjóns fjölmiðla þegar lagt er lögbann á birtingu frétta þeirra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, kynnti frumvarpið á ríkisstjórnarfundi í morgun og það fer til þingflokka í næstu viku.
Umgengnismál dróst í tvö ár vegna „viðvarandi manneklu“
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur óskað eftir svörum frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna stöðu mála hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega fjölskyldumála. Sýslumannsembættið sjálft segir „óviðunnandi bið“ eftir því að ágreiningsmál fái umfjöllun hjá embættinu. Bið eftir aðkomu sáttamanna sé talin í mánuðum.