Færslur: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Forstjóri Útlendingastofnunar sækir um sýslumanninn
Sjö umsóknir bárust um embætti Sýslumannsins á höfðuborgarsvæðinu en umsóknarfrestur rann út 1. október. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, er meðal umsækjenda.
05.10.2020 - 16:22
23% aukning í mótteknum skjölum til þinglýsingar
Óvanalega löng bið er eftir þinglýsingu skjala hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Mikil aukning hefur verið í fjölda veðskjala sem móttekin eru til þinglýsingar og er biðin eftir þinglýsingu almennra skjala sem berast sýslumanni í dag nú 22 dagar.
11.08.2020 - 09:15
Allir eigi að njóta grundvallarlýðræðisréttinda
Allt útlit er fyrir að 300 einstaklingar sem eru í sóttkví vegna Covid-19 geti ekki kosið í forsetakosningum á morgun.
27.06.2020 - 01:31
Tæp 52 þúsund þegar búin að kjósa
Hátt í 52 þúsund manns höfðu greitt atkvæði utan kjörfundar á sjötta tímanum nú síðdegis. Það eru töluvert fleiri en fyrir en höfðu kosið á sama tíma fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
26.06.2020 - 17:59
Spyr hvernig stytta á biðtíma í forsjármálum
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um hvernig koma á í veg fyrir tafir á afgreiðslu fjölskyldumála hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Mörg dæmi eru um að slík mál hafi tafist.
04.06.2020 - 12:14
Leggur til strangari reglur um bætur í lögbannsmálum
Dómsmálaráðherra leggur til strangari reglur um bætur vegna tjóns fjölmiðla þegar lagt er lögbann á birtingu frétta þeirra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, kynnti frumvarpið á ríkisstjórnarfundi í morgun og það fer til þingflokka í næstu viku.
27.03.2020 - 22:07
Umgengnismál dróst í tvö ár vegna „viðvarandi manneklu“
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur óskað eftir svörum frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna stöðu mála hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega fjölskyldumála. Sýslumannsembættið sjálft segir „óviðunnandi bið“ eftir því að ágreiningsmál fái umfjöllun hjá embættinu. Bið eftir aðkomu sáttamanna sé talin í mánuðum.
27.01.2020 - 16:50