Færslur: sýrland

Yfir 3.700 hafa fallið í Sýrlandi í ár
3.746 manns hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi það sem af er þessu ári, 1.505 þeirra almennir borgarar, þar af 360 börn. Þetta er niðurstaða úttektar sem unnin var fyrir Sýrlensku mannréttindavaktina, sem er með höfuðstöðvar sínar á Bretlandi. Samkvæmt þessu hefur mannfall aldrei verið minna en í ár frá því að stríðið braust út árið 2011.
23.12.2021 - 03:31
Dönsk fyrirtæki dæmd fyrir að selja Rússum eldsneyti
Dómstóll í Óðinsvéum dæmdi í morgun forstjóra danska eldsneytisdreifingarfyrirtækisins Dan-Bunkering í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi, og sektaði fyrirtækið og móðurfyrirtæki þess um nærri fimm milljónir evra, fyrir að selja eldsneyti sem notað var fyrir rússneskar orrustuþotur í Sýrlandi.
14.12.2021 - 10:07
Páfi ræðir málefni flóttafólks í heimsókn til Kýpur
Frans páfi er væntanlegur í tveggja daga heimsókn til Kýpur í dag. Þar hyggst hann ræða um bága stöðu flóttamanna.
02.12.2021 - 04:21
Konur og barn fórust er bílsprengja sprakk í Sýrlandi
Tvær konur og barn úr sömu fjölskyldu fórust í sprengjuárás í sýrlensku borginni Minbej á laugardag. Fimm til viðbótar særðust í árásinni. Minbej er í norðurhluta Sýrlands. Borgarbúar eru flestir Arabar en Kúrdar fara þar með völdin. Sprengja sprakk við borgarmörkin þegar bifreið var ekið framhjá henni. Allir í bílnum voru almennir borgarar.
28.11.2021 - 01:34
Sýrlenski tónlistarmaðurinn Souleyman handtekinn
Sýrlenski tónlistarmaðurinn Omar Souleyman var handtekinn í Tyrklandi í dag. Sonur hans Muhammad Souleyman greindi sýrlenskri fréttaveitu frá þessu í dag og Guardian fékk þetta staðfest frá yfirvöldum í Şanlıurfa héraði í Tyrklandi. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í flokksstarfi PKK, Verkamannaflokks Kúrdistans.
17.11.2021 - 19:20
Sýrlendingur lést við landamærin
Ungur sýrlenskur karlmaður fannst látinn í skóglendi í Póllandi á föstudag, nærri landamærunum að Hvíta-Rússlandi. Lögreglan segir verkamann hafa fundið líkið nærri þorpinu Wolka Terechowska. Engin leið var að komast að dánarorsök á vettvangi að sögn Tomasz Krupa, talsmanns lögreglu í Podlaska.
14.11.2021 - 16:19
Drápu 64 konur og börn í árás á Íslamska ríkið
Her og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna leyndu upplýsingum um mannskæðar loftárásir sem gerðar voru nærri bænum Baghuz í Sýrlandi í mars árið 2019, skrifar New York Times. 64 konur og börn voru drepin í árásunum, sem beindust að vígamönnum Íslamska ríkisins. Árásirnar gætu hæglega flokkast sem stríðsglæpir, segir á vef blaðsins.
Meinað að fljúga frá Tyrklandi til Hvíta-Rússlands
Ríkisflugfélag Hvíta-Rússlands tilkynnti í morgun að Sýrlendingar, Írakar og Jemenar fái ekki að koma til landsins í flugi frá Tyrklandi. Þetta er gert að beiðni tyrkneskra stjórnvalda hefur AFP fréttastofan eftir tilkynningunni.
12.11.2021 - 10:01
Segir Bandaríkjamenn ekki á förum frá Sýrlandi í bráð
Haft er eftir ónefndum heimildarmanni í bandaríska stjórnkerfinu að ólíklegt sé að sveitir Bandaríkjahers í Sýrlandi verði kallaðar heim í bráð. Um 900 bandarískir hermenn eru enn í Sýrlandi norðaustanverðu, þar sem þeim er ætlað að hjálpa vopnuðum sveitum kúrda, YPG, í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Um leið er viðvera þeirra á svæðinu trygging þess að Tyrkir, bandamenn Bandaríkjamanna í Nató, ráðist ekki gegn YPG-liðum, sem stjórnin í Ankara flokkar sem hryðjuverkamenn.
Sjö flóttamenn hafa látist við austurlandamæri ESB
Alls hafa sjö flóttamenn dáið við austurlandamæri Evrópusambandsins undanfarna mánuði. Hjálparsamtök eru afar gagnrýnin á aðgerðir Pólverja við landamærin sem miða að því að stöðva flóttamannastrauminn.
Fjórir féllu í loftárás Ísraela á Sýrland
Ísraelsher felldi einn sýrlenskan hermann og þrjá bardagamenn aðra, sem sagðir eru hliðhollir Írönum, í loftárás nærri borginni Palmyra í Homshéraði í Sýrlandi í gærkvöld. Þetta hefur Sýrlenska mannréttindavaktin eftir heimildarmönnum í héraði. Sýrlenska ríkisfréttastofan SANA greindi frá því nokkru áður að einn hermaður hefði fallið í árásinni en þrír menn særst.
14.10.2021 - 04:12
Kanadamaður ákærður fyrir starf fyrir hryðjuverkasamtök
Kanadamaður á fertugsaldri sem starfaði fyrir og barðist með hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki er í haldi Bandaríkjamanna og hefur verið ákærður.
03.10.2021 - 00:31
Tugir barna dáið í flóttamannabúðum á Sýrlandi á árinu
62 börn hafa dáið í Al-Hol flóttamannabúðunum í Sýrlandi það sem af er ári, eða um tvö börn að meðaltali í hverri viku. Í flóttamannabúðunum eru fjölskyldur sem taldar eru tengjast vígahreyfingunni sem kennir sig við íslamskt ríki, að sögn samtakanna Save the Children. 
Ókeypis akstur í 65 ár
Frá því að flóttamenn komu fyrst til Íslands fyrir 65 árum hefur sama rútufyrirtækið ekið fyrir Rauða Krossinn án þess að taka greiðslu fyrir. Dóttir stofnanda fyrirtækisins segir ánægjulegt að taka þátt í þessu verkefni.
14.09.2021 - 18:58
Sprengjum varpað á heilsugæslu í Idlib
Minnst fimm almennir borgarar féllu í árásum sýrlenska stjórnarhersins á skotmörk í Idlib-héraði í norðvestanverðu Sýrlandi, þar sem uppreisnarhreyfingar eru við völd. Árásirnar voru gerðar á þriðjudag og miðvikudag, og meðal annars var varpað sprengjum á heilsugæslustöð í Marayan í sunnanverðu héraðinu.
09.09.2021 - 06:28
Myndskeið
„Við komum hingað til að geta átt líf“
Við komum hingað til að geta átt líf. Þetta sagði einn úr hópi 18 sýrlenskra flóttamanna sem komu til landsins síðdegis í dag. Fólkið er hluti af stærri hóp sýrlenskra kvótaflóttamanna sem áttu að koma til landsins í fyrra, en förin tafðist vegna kórónuveirufaraldursins.
Réttað yfir 20 manns vegna hryðjuverka í París
Ein mestu réttarhöld í franskri nútímasögu hefjast í dag, vegna hryðjuverkanna í París árið 2015. Tuttugu eru ákærðir í málinu og viðbúið að réttarhöld standi í níu mánuði.
08.09.2021 - 08:28
Sýrlendingar koma Líbanon til hjálpar
Yfirvöld í Sýrlandi hafa gefið út þau vilji aðstoða Líbanönsku þjóðina með því að leyfa flutning eldsneytis og aukins rafmagns til landsins. Líbanon tekst nú á við djúpa efnahagskreppu og er mikill skortur á bæði eldsneyti og rafmagni, en rafmagnslaust er í landinu í allt að tuttugu og tvær klukkustundir á sólarhring. Yfirvöld í Líbanon binda vonir við að hægt verði að flytja eldsneyti frá Egyptalandi og rafmagn frá Jórdaníu með aðstoð Sýrlendinga.
Norska lögreglan gerir hundruð fornmuna upptæk
Efnahagsbrotalögregla í Noregi gerði húsleit í síðustu viku hjá kaupsýslumanninum Martin Schøyen sem er ákafur safnari fornra muna. Ástæða húsleitarinnar er að hann var talinn hafa í fórum sínum hluti sem ættu betur heima annars staðar.
04.09.2021 - 02:55
Liðsmaður „Bítlanna“ lýsir sig sekan um morð
Alexanda Amon Kotey, liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, lýsti sig í dag sekan um að hafa tekið þátt í að myrða fjóra Bandaríkjamenn sem hryðjuverkasamtökin höfðu í gíslingu í Sýrlandi.
Olíubrák frá Sýrlandi stefnir að ströndum Kýpur
Stjórnvöld á Kýpur fylgjast nú grannt með allstórum olíuflekki sem stefnir hraðbyri að norðurströnd eyjarinnar. Olían barst frá orkuveri á Miðjarðarhafsströnd Sýrlands í síðustu viku eftir að leki kom að olíutanki.
01.09.2021 - 02:12
Yair Lapid sakar Írani um mannskæða árás á olíuskip
Ísraelsstjórn sakar Írani um að hafa ráðist á olíuskip á Arabíuflóa í fyrradag þar sem tveir skipverjar létust. Bretar og Bandaríkjamenn lýsa yfir áhyggjum af þróun mála á svæðinu en sífellt hitnar í kolunum milli Írans og Ísraels.
Assad hefur fjórða kjörtímabilið sem forseti Sýrlands
Bashar al-Assad sór í gær embættiseið fyrir fjórða kjörtímabil sitt sem forseti Sýrlands. Hann fékk 95% greiddra atkvæða í kosningum, en ráðamenn á Vesturlöndum hafa dregið þá niðurstöðu í efa.
18.07.2021 - 12:26
Assad sver embættiseið í fjórða sinn
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sór embættiseið í dag, fjórða kjörtímabilið í röð. Hann hlaut yfir 95 prósent atkvæða í umdeildum forsetakosningum, 26. maí, sem ekki hafa verið viðurkenndar á alþjóðavettvangi.
17.07.2021 - 10:43
Bandarískar loftárásir á skotmörk í Sýrlandi og Írak
Minnst fimm létust í loftárásum Bandaríkjahers í Írak og Sýrlandi á sunnudagskvöld. Í tilkynningu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu segir að árásirnar hafi beinst gegn uppreisnarsveitum sem njóta stuðnings Írana, og gerðar samkvæmt fyrirmælum Joes Biden, Bandaríkjaforseta. Þær séu viðbragð Bandaríkjahers við drónáárásum uppreisnarhópanna á bandaríska hermenn og bækistöðvar þeirra í Írak að undanförnu.
28.06.2021 - 00:45