Færslur: Sýnatökur

890 greindust innanlands og 44 við landamærin
Í gær greindust 890 með kórónuveiruna innanlands, en ekki hafa færri greinst á einum degi síðan 9. janúar samkvæmt tölfræði covid.is.
30.01.2022 - 10:53
„Fráleitt að hætta skimunum eins og staðan er núna“
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala, segir það ekki leysa vandann að sleppa faraldrinum lausum og hætta skimunum. Hann segist sammála því að þurfi að efla spítalann og getu hans til þess að takast á við faraldurinn, en telur það einmitt felast í því að halda skimunum áfram.
Spyr hvort fjármunum í sýnatökur væri betur varið á LSH
Læknir á Landspítala, Ragnar Freyr Ingvarsson, veltir því upp í færslu á Facebook síðu sinni í dag hvort tímabært sé að endurhugsa nálgun í heimsfaraldrinum. Þá sérstaklega bendir hann á PCR-sýnatökurnar og spyr hvort því gríðarlega fjármagni sem þeim fylgir, væri betur beint inn á Landspítalann.
Ná ekki að greina öll sýni fyrir klukkan sex
Karl Kristinsson yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir ekki nást að greina öll PCR sýni sem koma inn í dag áður en jólin ganga í garð. Þeir sem fóru í Covid-próf fyrir hádegi ættu að fá niðurstöðu fyrir jól. Karl segir allt benda til að Ómíkron afbrigðið sé komið á flug.
24.12.2021 - 15:44
Sjúkrahúsið á Akureyri gæti tekið við sýnum að sunnan
Þrátt fyrir metsmittölur síðustu daga hafa smit verið fá víða á landsbyggðinni. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri eru sýni úr einkennasýnatökum greind en þar hefur álagið ekki verið mikið síðustu vikur en búast má við að það geti breyst.
20.12.2021 - 12:08
124 smit í gær - Nýgengi fer lækkandi
124 greindust með kórónuveiruna hérlendis í gær. Þar af voru 116 sem greindust innanlands og 8 á landamærunum. Nýgengi smita á hverja hundrað þúsund íbúa er nú 451 og fer lækkandi milli daga.
07.12.2021 - 10:51
„Munnvatnssýni í flestum tilfellum óásættanleg“
Það er í flestum tilfellum óásættanlegt að tekin séu munnvatnssýni í stað nefkoksýnis til greiningar COVID-19, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
112 smit í gær - Tveir á gjörgæslu
112 greindust hérlendis með kórónuveirusmit í gær og þar af greindust 17 á landamærunum. Rétt rúmur meirihluti þeirra sem greindust innanlands voru í sóttkví við greiningu, eða 43.
Fjórföld bílaröð í sýnatökur á Selfossi
Löng bílaröð myndaðist þegar fólk var á leið í Covid sýnatökur á Selfossi í morgun, er fram kemur í frétt Sunnlenska. Ákveðið var að hafa opið fyrir sýnatökur í dag í kjallara verslunarmiðstöðvarinnar Kjarnans, vegna mikils fjölda smita sem greinst hafa á suðurlandi síðustu daga. Lögreglan stýrði röðinni sem taldi nokkur hundruð bíla . Röðin var fjórföld og 800 metra löng þegar mest var.
250 mættu í sýnatöku á Reyðarfirði í dag
Mikill fjöldi sýna var tekinn á Reyðarfirði í dag í kjölfar þess að tíu smit greindust meðal íbúa bæjarins í gær. Bæði grunnskóli og leikskóli Reyðarfjarðar eru lokaðir í dag og er gert ráð fyrir að töluverður fjöldi fari í sóttkví í tengslum við smitin. Niðurstöður úr sýnatöku eru væntanlegar í kvöld eða í fyrramálið.
Hraðpróf í boði fyrir skimun við heimkomu
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býst við að það fjölgi um allt að tvö þúsund manns á dag í sýnatökur í kjölfar nýrra reglna sem tóku gildi á miðnætti. Farþegar með tengsl við Ísland þurfa að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá því að þeir koma til landsins. Þeir sem velja að fara í sýnatöku á vegum heilsugæslu fara þá í hraðpróf. Þeir sem láta taka sýni á Keflavíkurflugvelli fara í PCR-próf.
Um klukkustundar bið eftir sýnatöku í dag
Nokkuð löng röð hefur verið við Heilsugæsluna á Suðurlandsbraut í dag, þar sem rúmlega 4000 manns voru boðaðir í COVID-19 sýnatökur. Röðin nær nú inn að Ármúla og hefur biðin í röðinni verið í kring um klukkustund.

Mest lesið