Færslur: Sýkla- og veirufræðideild

Niðurstöður seinni sýnatöku neikvæðar en ekkert mótefni
Íbúi á Hlíf, íbúðakjarna fyrir aldraða á Ísafirði, sem greindist með kórónuveiruna eftir sýnatöku á laugardaginn, greindist ekki með veiruna í annarri sýnatöku. Niðurstöður mælinga fyrir mótefni gegn veirunni reyndust einnig neikvæðar hjá viðkomandi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, staðfesti þetta við fréttastofu. Hann fagnar því að ekkert smit hefur komið upp á Vestfjörðum síðan.
Myndskeið
120 smit tengd sömu hópsýkingunni
127 hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni innanlands í seinni bylgju faraldursins, með þeim sex sem greindust í gær. Til að hafa undan við greiningu sýna flytjast starfsmenn veirufræðideildar til Íslenskrar erfðagreiningar eftir helgi þar sem tækjakostur er betri.
Níu ný smit innanlands
Níu ný smit greindust innanlands í gær, öll á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, en þar voru skimaðir 436. Enn er óvíst hversu margir þeirra smituðu voru í sóttkví.
Myndir
Fimmtánfölduðu daglegan sýnafjölda í vinnslu
Skimun gengur vel á sýkla- og veirufræðideildi Landspítala eftir að hún tók miklum breytingum áður en hún tók við hlutverki Íslenskrar erfðagreiningar um landamæraskimun. Með nýju tölvukerfi og verklagi tókst að fimmtánfalda daglegan sýnafjölda í vinnslu á deildinni. Meðal annars er notast við kerfi sem Íslensk erfðagreining þróaði sérstaklega fyrir skimunarverkefnið.