Færslur: Sýkla- og veirufræðideild

Hvetur fólk til að forðast náin samskipti við ókunnuga
Ekki er unnt að greina apabólu með fullnægjandi hætti hér á landi en verið er að þróa aðferð til þess. Til þess að forðast smit ætti fólk ekki að eiga í nánum samskiptum við fólk sem það þekkir ekki, segir yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar.
Spítalinn segir umfjöllun um 72ja tíma bið ranga
Ekki er rétt að allt að 72 klukkustunda bið hafi verið eftir niðurstöðum úr kórónuveirusýnatöku síðustu daga. Þetta segir í tilkynningu frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Gríðarlegt álag við greiningu sýna
Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildar segist hafa áhyggjur af álagi á starfsfólkið á deildinni. Þau anni álagi sem fylgi svona smitbylgju í viku, kannski tvær, en eftir það fari fólk að þreytast. Til greina komi að leita út á land eftir starfskröftum.
27.12.2021 - 15:54
Sjónvarpsfrétt
Þórólfur: Tillögur munu taka mið af ástandinu
Kórónuveiran er í veldisvexti, álagið á smitrakningateymi Almannavarna hefur aldrei verið jafn mikið og farið er að huga að ráðstöfunum á veirufræðideild Landspítala. Sóttvarnalæknir vinnur að tillögum til heilbrigðisráðherra og segir að þær muni taka mið af ástandinu.
Greining sýna gengið vel þrátt fyrir mikið álag
Mikið álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans undanfarið en deildin sér um greiningu á COVID-19 sýnum. Svo mikill hefur fjöldi sýna verið að síðustu tvo daga hefur ekki tekist að birta staðfestar heildartölur yfir covid-smit klukkan 11:00 eins og venjan er.
Ekki óskað formlega eftir hjálp ÍE með greiningar
Sóttvarnalæknir hefur ekki óskað formlega eftir því við Íslenska erfðagreiningu að hún létti undir við greiningu sýna. 
Landspítalinn getur greint leghálssýni
Unnt er að greina leghálssýni hér innanlands. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn heilbrigðisráðuneytisins. Þó þyrfti að kaupa tæki frá Krabbameinsfélaginu og ráða sérhæft starfsfólk. Spítalinn skilaði ráðuneytinu greinargerð í fyrrakvöld. Ráðuneytið hyggst óska eftir frekari upplýsingum frá spítalanum varðandi málið. 
Engin inflúensa í ár hér eða í Evrópu - ennþá 
Engin tilfelli inflúensu hafa greinst hér á landi í ár og hún hefur heldur ekki náð sér á strik á heimsvísu, segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala. Hins vegar hafa greinst hér óvenjulega mörg tilfelli af veiru sem veldur heilahimnubólgu. 
Myndskeið
Nýtt tæki greinir allt að 4.000 sýni á sólarhring
Hægt verður að greina allt að fjögur þúsund sýni á sólarhring með nýju veirugreiningartæki sem kom til landsins í dag. Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir það tímamót í báráttunni við COVID-19, og byltingu fyrir deildina. Vegna stærðar tækisins var það flutt til landsins með rússneskri flugvél, sem notuð hefur verið til herflutninga. Tækið kostar um hundrað milljónir króna.
Niðurstöður seinni sýnatöku neikvæðar en ekkert mótefni
Íbúi á Hlíf, íbúðakjarna fyrir aldraða á Ísafirði, sem greindist með kórónuveiruna eftir sýnatöku á laugardaginn, greindist ekki með veiruna í annarri sýnatöku. Niðurstöður mælinga fyrir mótefni gegn veirunni reyndust einnig neikvæðar hjá viðkomandi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, staðfesti þetta við fréttastofu. Hann fagnar því að ekkert smit hefur komið upp á Vestfjörðum síðan.
Myndskeið
120 smit tengd sömu hópsýkingunni
127 hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni innanlands í seinni bylgju faraldursins, með þeim sex sem greindust í gær. Til að hafa undan við greiningu sýna flytjast starfsmenn veirufræðideildar til Íslenskrar erfðagreiningar eftir helgi þar sem tækjakostur er betri.
Níu ný smit innanlands
Níu ný smit greindust innanlands í gær, öll á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, en þar voru skimaðir 436. Enn er óvíst hversu margir þeirra smituðu voru í sóttkví.
Myndir
Fimmtánfölduðu daglegan sýnafjölda í vinnslu
Skimun gengur vel á sýkla- og veirufræðideildi Landspítala eftir að hún tók miklum breytingum áður en hún tók við hlutverki Íslenskrar erfðagreiningar um landamæraskimun. Með nýju tölvukerfi og verklagi tókst að fimmtánfalda daglegan sýnafjölda í vinnslu á deildinni. Meðal annars er notast við kerfi sem Íslensk erfðagreining þróaði sérstaklega fyrir skimunarverkefnið.