Færslur: Sydney

Hyggjast hefja beint flug frá Sydney til London 2025
Ástralska flugfélagið Qantas gerir ráð fyrir að unnt verði að fljúga beint frá Sydney til London og New York eigi síðar en undir árslok 2025. Það yrði í fyrsta sinn í sögunni að félagið flygi slíkar vegalengdir án millilendingar.
Enn þurfa tugir þúsunda að flýja flóð í Ástralíu
Tugir þúsunda Sydneybúa fengu í morgun fyrirmæli um að yfirgefa heimili sín vegna mikillar flóðahættu. Stormur, stólparigning og skyndiflóð hafa dunið á þessari fjölmennustu borg Ástralíu í dag og veðurstofa Nýja Suður-Wales varar borgarbúa við „tveimur erfiðum sólarhringum“ framundan.
08.03.2022 - 03:54
Aftur steypiregn og flóð í Ástralíu eftir stutt hlé
Íbúar Sydney, fjölmennustu borgar Ástralíu, vöknuðu upp við ausandi rigningu í morgun eftir stutt hlé á afar úrkomusömum óviðrakafla sem geisað hefur á austurströnd landsins dögum saman. Í Brisbane, nokkru norðar, er líka varað við hellidembum og flóðahættu. Sautján manns hafa farist í óveðrum sem hamast hafa á sunnanverðu Queensland og norðurhluta Nýja Suður-Wales undanfarna daga.
06.03.2022 - 06:21
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Ástralía · Flóð · Aurskriður · Sydney · Brisbane
Mannskaðaveður í Ástralíu
200.000 skipað í skjól og 300.000 bíða fyrirmæla
Almannavarnir í Ástralíu hafa fyrirskipað um 200.000 manns í ríkjunum Queensland og Nýja Suður-Wales að yfirgefa heimili sín hið bráðasta og koma sér í öruggt skjól frá miklum og afar vætusömum óveðursbálki sem mjakar sér suður eftir austurströndinni í áttina að stórborginni Sydney. Um 300.000 til viðbótar hefur verið sagt að búa sig undir að þurfa að stökkva af stað með litlum fyrirvara vegna vaxandi flóðahættu í grennd við ár og stíflur og yfirfull uppistöðulón.
03.03.2022 - 05:44
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Ástralía · Sydney · Flóð · Stormur · Óveður
Úrhellisrigning og mannskaðaflóð í Ástralíu
Einn fórst og tíu er saknað eftir að úrhellisrigning olli miklum flóðum í austurhluta Ástralíu. Hinn látni var sextugur ökumaður sem drukknaði þegar flóðbylgja hreif bílinn hans með sér.
23.02.2022 - 04:55
Búið að opna baðstrendur eftir mannskæða hákarlsárás
Baðstrendur við áströlsku stórborgina Sydney voru opnaðar aftur í dag, en þeim var lokað í gær eftir að hákarl réðist á sundmann og varð honum að bana skammt frá ströndinni.
18.02.2022 - 06:30
Hákarl drap sundmann í sjónum við Sydney
Borgar- og lögregluyfirvöld í Sydney í Ástralíu fyrirskipuðu í morgun lokun þrettán baðstranda á um 25 kílómetra löngum kafla eftir að hákarl réðst að karlmanni á sundi og varð honum að bana. Þótt reglulega berist fréttir af hákarlaárásum við strendur Ástralíu er þetta í fyrsta skipti síðan 1963, sem hákarl drepur mann í sjónum við Sydney.
17.02.2022 - 05:39
Ríflega 50 stiga hiti mældist í Ástralíu
Aldrei hefur lofthiti mælst hærri í Vestur-Ástralíu en í gær þegar 50,7 stig sáust á mælum í strandbænum Onslow á vesturströnd landsins. Fyrir 62 árum mældist jafn hár hiti sunnan til í landinu.
14.01.2022 - 04:33
Erlent · Eyjaálfa · Veður · Ástralía · Ofsahiti · Gróðureldar · Flóð · Sydney · Melbourne
Omíkron setti mark sitt á áramótagleði heimsins
Nýtt ár er gengið í garð en ný bylgja drifin áfram af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar setti svip sinn á hátíðahöld víða um heim. Mikið fjölmenni var þó á Skólavörðuholti þegar árið 2021 var kvatt og árið 2022 boðið velkomið.
Fyrsta innanlandssmitið af völdum omikrón í Ástralíu
Fyrsta tilfellið innanlands af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar greindist í Ástralíu í dag. Sá smitaði er nemandi við skóla í Sydney sem hefur ekki farið út fyrir landsteinana. Skólanum var umsvifalaust lokað og fjölskylda þess smitaða er sögð vera í sóttkví.
Forsætisráðherra Nýja Suður Wales segir af sér
Gladys Berejiklian forsætisráðherra Nýja Suður Wales, fjölmennasta ríki Ástralíu sagði af sér í morgun. Ástæða afsagnarinnar er yfirstandandi rannsókn á meintri spillingu hennar.
Hörð mótmæli vegna útgöngubanns í Ástralíu
Átök brutust út í gær milli mótmælenda og lögreglu í Melbourne næststærstu borg Ástralíu þegar hundruð mótmæltu sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda.
Útgöngubann og hertar reglur til septemberloka
Strangt útgöngubann mun gilda í áströlsku borginni Sydney og nærsveitum hennar út september. Samkvæmt því ber fólki að halda sig heima nema til að sinna brýnum og skýrt afmörkuðum erindum, sem tilgreind eru í reglugerð. Heimilt er að ferðast til og frá skóla , til að sinna samfélagslega mikilvægum störfum, versla nauðsynjar, sækja heilbrigðisþjónustu og sinna nánum aðstandendum. Auk þess er leyfilegt að skokka og stunda hreyfingu úti undir beru lofti, en þó ekki í hópum.
20.08.2021 - 03:47
Útgöngubann framlengt í Brisbane og næsta nágrenni
Áströlsk yfirvöld hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í Brisbane og nærliggjandi héruðum í suðausturhluta Queensland. Aflétta átti banninu á þriðjudagsmorgun en það verður framlengt fram á næsta sunnudag.
Þriggja daga útgöngubann í Queensland í Ástralíu
Milljónum íbúa Brisbane, þriðju stærstu borgar Ástralíu, og Queensland verður gert að halda sig heima í þrjá daga vegna aukinnar útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Ráðstafanirnar taka gildi síðdegis í dag laugardag.
31.07.2021 - 05:18
Viðtal
Herinn sinnir eftirliti með sóttvarnabrotum
Útgöngubann hefur verið framlengt um heilan mánuð í Sydney í Ástralíu vegna útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Íslensk kona sem býr í borginni segir að íbúum lítist ekki vel á þau áform að herinn sinni eftirliti með sóttvarnabrotum.
30.07.2021 - 19:45
Ástralir kalla hermenn til eftirlits í Sydney
Áströlsk yfirvöld hafa leitað fulltingis hersins við að framfylgja útgöngubanni í Sydney, stærstu borg landsins. Hermenn ganga til þeirra starfa á mánudaginn kemur en mannréttindasamtökum líst illa á blikuna.
30.07.2021 - 06:39
Útgöngubann framlengt í Sydney en opnað í öðrum borgum
Lokanir og útgöngubann vara í mánuð til viðbótar í Sydney, fjölmennustu borg Ástralíu. Ekkert verður af fyrirhuguðum afléttingum í lok vikunnar eins og til stóð.
Grímuskylda í Sydney vegna útbreiðslu delta-afbrigðis
Íbúar í Sydney í Ástralíu þurfa frá og með deginum í dag að bera grímur í strætisvögnum eða öðrum almenningsfarartækjum. Heilbrigðisyfirvöld tóku þá ákvörðun eftir að fjórða tilfellið af hinu mjög svo smitandi delta-afbrigði kórónuveirunnar greindist í borginni.
Árið 2021 gengur í garð um heimsbyggð alla
Árið 2021 gekk fyrst í garð í eyríkjunum Kiribati og Samoa í Kyrrahafi. Næst hófst nýja árið á Nýja-Sjálandi þar sem fjölmenni safnaðist saman í miðborg höfuðborgarinnar Auckland og fylgdist með flugeldasýningu.
01.01.2021 - 06:28
Nýjum tilfellum COVID-19 fækkar í Sydney
Undanfarna tvo daga hefur nýjum kórónuveirutilfellum fækkað í Sydney í Ástralíu. Það glæðir vonir íbúa borgarinnar um að geta haldið jól með fjölskyldu og vinum en í síðustu viku var gripið til hertra aðgerða til að stemma stigu við skyndilegri útbreiðslu veirunnar.
22.12.2020 - 03:55