Færslur: SVÞ

Viðtal
VR teikni atvinnurekendur upp sem vonda fólkið
Auglýsing VR, þar sem Georg Bjarnfreðarson dregur salernisgjald, reiðhjólagjald og matargjald af launum starfsmanns og býðst til að hýsa hann í lager verslunar fer fyrir brjóstið á Samtökum verslunar og þjónustu. Margrét Sanders, formaður SVÞ, segir hinar auglýsingar félagsins góðar en að í þessari tilteknu auglýsingu fari húmorinn yfir strikið. Margrét var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2. 
18.12.2018 - 08:20