Færslur: Svíþjóðardemókratar

Heimsglugginn
Fangar berjast fyrir Rússa í Úkraínu
Rússar bjóða föngum sakaruppgjöf ef þeir eru reiðubúnir til að berjast í Úkraínu að því er samtök sem hjálpa föngum segja. Fangarnir ganga til liðs við ,,Wagner-hópinn" sem eru samtök málaliða, að sögn tengd rússneskum stjórnvöldum. Talið er að allt að 3000 fangar hafi þegar gengið í Wagner-hópinn til að berjast í Úkraínu og tugir þúsunda bætist við á næstu mánuðum.
Hvítbók eða hvítþvottur?
Sænskur fræðimaður sem þjóðernisflokkurinn Svíþjóðardemókratar fékk til að gera upp fortíð flokksins og hvernig stefna hans hefur þróast, hefur reynst vera fyrrverandi meðlimur í flokknum. Það er óheppilegt fyrir flokkinn í ljósi þess að skýrslunni, svokallaðri hvítbók, var ætlað að vera hreinskiptið uppgjör við söguna og flokkurinn hafði heitið því að fá óháðan sagnfræðing til verksins. 33 dagar eru til kosninga í Svíþjóð.
Ann Linde kallar rússneska sendiherrann á teppið
Sendiherra Rússa í Svíþjóð verður kallaður á teppi utanríkisráðuneytisins í næstu viku vegna ummæla sem hann lét falla um sænskan hermann sem féll í Úkraínu.
Meirihluti sænskra þingmanna vill NATO aðild
Meirihluti sænskra þingmanna vill ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO, ef Finnar sækja um inngöngu. Þetta kom fram í fréttum finnska ríkisútvarpsins. Afstaða beggja þjóða til NATO aðildar gjörbreyttist með innrás Rússa í Úkraínu og nú vill verulegur meirihluti Finna ganga í bandalagið. Meirihluti Svía sem tóku afstöðu í könnun vildi að landið gengi í NATO 
Ákaflega flókin staða í sænskum stjórnmálum
Innan við átta klukkutímar liðu frá því að sænska þingið samþykkti að Madgalena Andersson yrði næsti forsætisráðherra, þar til hún sagði af sér. Þingið samþykkti fjárlagafrumvarp stjórnarandstöðunnar síðdegis og ríkisstjórnin sprakk þegar Græningjar gengu úr henni. Gunnhildur Lilý Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö í Svíþjóð, segir staðan sé mjög flókin en að það sé þó ekki útilokað að Andersson verði forsætisráðherra eins flokks stjórnar.
24.11.2021 - 22:21
Löfven fær umboð til stjórnarmyndunar í Svíþjóð
Stefan Löfvén sitjandi forsætisráðherra Svíþjóðar fær umboð til stjórnarmyndunar eftir að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu í morgun.
Heimsglugginn
Vopnaskak Breta og Rússa á Svartahafi
Breska tundurspillinum HMS Defender var í gær siglt vísvitandi í gegnum hafsvæði sem Rússar telja sína lögsögu. Vestræn ríki viðurkenna ekki rússneska lögsögu því hafsvæðið er undan ströndum Krímskaga sem Rússar innlimuðu í trássi við alþjóðalög og -samninga 2014. Auk þess var fjallað um stöðu mála á Norður-Írlandi þar sem hart er deilt um framkvæmd viðauka við Brexit-samninginn. Stjórnarkreppan í Svíþjóð var einnig rædd, þingið lýsti vantrausti á stjórn Stefans Lofvens á mánudag.
Atkvæðagreiðsla um vantraust á Löfven
Atkvæðagreiðsla um vantraust á ríkisstjórn Stefans Löfvens, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefst í sænska þinginu klukkan tíu að staðartíma. Það er er klukkan átta að íslenskum tíma.
Svíþjóðardemókratar sniðganga ríkissjónvarpið
Svíþjóðardemókratar ætla að sniðganga alla kosningaþætti sænska ríkissjónvarpssins á morgun vegna uppákomu í sjónvarpinu í gær. Svíar kjósa sér þing á morgun og er búist við spennandi kosninganótt.
Fylgi Svíþjóðardemókrata minnkar
Ný könnun um fylgi stjórnmálaflokka í Svíþjóð bendir til þess að Svíþjóðardemókratar hafi tapað fylgi meðal kjósenda. Þingkosningar verða í Svíþjóð 9. september. Í undanförnum könnunum hafa Svíþjóðardemókratarnir mælst næststærsti flokkur landsins en í könnun sem gerð var fyrir sænska ríkissjónvarpið og birt í dag hafa þeir tapað fylgi, og Íhaldsflokkurinn Moderaterna er kominn fram úr þeim.
Fréttaskýring
Svíþjóðardemókrötum spáð velgengni
Svíþjóðardemókrötum er spáð umtalsverðri fylgisaukningu er Svíar ganga að kjörborðinu 9. september. Gamlir stjórnmálaflokkar eiga margir í vök að verjast og stjórnarmyndun gæti orðið snúin því gömlu flokkarnir vilja ekki vinna með Svíþjóðardemókrötum. Jimmie Åkesson, leiðtogi þeirra, er bjartsýnn. Kosningabaráttan stendur nú sem hæst.
Segir að múslimar séu varla manneskjur
Flokksmaður í Svíþjóðardemókrötum hefur verið kærður til lögreglunnar fyrir hatursræðu vegna ummæla sem hann lét falla á landsfundi flokksins um helgina. Þar sagði hann að múslimar væru ekki fólk að öllu leyti, en þeir sem láta af trú sinni eigi möguleika á því. Ummælin voru send út í beinni útsendingu í sænska ríkissjónvarpinu.
26.11.2017 - 18:03
Svíþjóðardemókratar næststærstir
Hægri popúlistaflokkurinn, Svíþjóðardemókratarnir, er orðinn næststærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun sænsku hagstofunnar.  Sænska hagstofan birtir tvisvar á ári niðurstöður umfangsmikillar könnunar þar sem níu þúsund manns eru í úrtakinu. Samkvæmt niðurstöðunni styðja 18,4 prósent Svíþjóðardemókratana.
01.06.2017 - 16:16