Færslur: Svíþjóð

Varar við hraðri útbreiðslu „bresku veirunnar“
Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, óttast að afbrigði kórónuveirunnar, sem kennt er við Bretland, breiðist hratt út í Evrópuríkjum á næstu vikum. Formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Svíþjóð vill að breytt verði um stefnu í baráttunni gegn veirunni áður en þriðja bylgja hennar ríður yfir. 
23.02.2021 - 17:58
Hærri dánartíðni í Evrópu árið 2020
Rúmlega 40 prósentum fleiri létust í ESB- og EFTA-ríkjum í nóvember í fyrra en fjögur árin á undan. Þá náði önnur bylgja COVID-19 hámarki. Andlát umfram meðaltal er 1,6 prósent á Íslandi samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, hefur birt um andlát í ríkjum sambandsins og EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi, Liechtensten og Sviss árið 2020. Þar má glöggt sjá áhrif COVID-19 faraldursins. Dánartíðni í Evrópulöndum 25 prósentum hærri í apríl er fyrsta bylgjan var í hámarki.
22.02.2021 - 12:04
Svíi ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa
Saksóknari í Svíþjóð hefur ákært tæplega fimmtugan Gautaborgarbúa fyrir njósnir í þágu Rússlands. Saksóknarinn, Mats Ljungqvist, segir að maðurinn hafi stundað iðnaðarnjósnir hjá Volvo og Scania og afhent rússneskum leyniþjónustumanni upplýsingarnar og þegið greiðslu fyrir.
22.02.2021 - 11:06
Erlent · Evrópa · Svíþjóð · Njósnir · Rússland · FSB
Brasilíska afbrigðið greinist í Svíþjóð
Fjórir Svíar hafa greinst með brasilíska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta er í fyrsta skiptið sem þetta afbrigði greinist í landinu. Allir sem greindust eru búsettir í Gävleborg-héraði sem er í austurhluta landsins.
Óbreyttar sóttvarnareglur í Svíþjóð
Sóttvarnarreglur vegna COVID-19 faraldursins verða óbreyttar í Svíþjóð til 7. mars að minnsta kosti, að því er stjórnvöld tilkynntu í dag. Meðal annars verða íþróttahús, sundstaðir og söfn áfram lokuð. Starfsemi fyrir börn og unglinga verður leyfð. Fólk er áminnt um að fara eftir reglum, þar sem hætta er á að þriðja bylgja faraldursins skelli á landsmönnum. 
18.02.2021 - 13:55
Fjöldi bíla brann eftir sprengingar í Svíþjóð
Lögreglan í Malmö í Svíþjóð fékk fjölda tilkynninga í gærkvöld vegna háværra sprenginga í Persborg hverfinu. Þegar lögregla kom á vettvang var kviknað í fjórum bílum, og skíðlogaði í þeim að sögn Evelinu Olsson, talskonu lögreglunnar.
15.02.2021 - 01:31
Vísa rússneskum diplómötum á brott
Þremur rússneskum diplómötum hefur verið gert að yfirgefa Svíþjóð, Þýskaland og Pólland eftir að stjórnvöld í Rússlandi vísuðu evrópskum diplómötum úr landi fyrir að hafa tekið þátt í mótmælum til stuðnings rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny.
09.02.2021 - 00:10
Einn handtekinn grunaður um tilraun til manndráps
Einn var handtekinn á vettvangi líkamsárásar í gær í hafnarborginni Helsingjaborg í Svíþjóð grunaður um tilraun til manndráps. Viðkomandi er á sextugsaldri. Að minnsta kosti fimm þurftu aðhlynningu á sjúkrahúsi vegna stungusára og einn þeirra var með skotsár. Óvíst er um líðan þeirra.
02.02.2021 - 10:06
Heimskviður
Mun fleiri smitaðir en staðfestar tölur segja
Í síðustu viku fór tala staðfestra kórónuveirusmita í heiminum yfir hundrað milljónir. Ragnar Bjartur Guðmundsson, markaðssérfræðingur, sem heldur úti ítarlegum gagnagrunni um heimsfaraldurinn, telur að raunveruleg tala smita sé á fimmta hundrað milljóna. Bogi Ágústsson ræddi við hann í Heimskviðum um farsóttina, mismunandi leiðir þjóða til að verjast veirunni, sænsku aðferðina svonefndu og fleira um COVID-19.
Alein á kvikmyndahátíð á afskekktri eyju
Sænski hjúkrunarfræðingurinn Lisa Enroth nýtur þess heiðurs að horfa alein á allar sjötíu kvikmyndirnar á kvikmyndahátíð Gautaborgar á eyjunni Hamneskär. Enroth hafði betur í samkeppni 12 þúsund kvikmyndaunnenda um allan heim sem sóttu um einveruna. Hún segir alla orku sína á þrotum vegna heimsfaraldursins, og þetta sé því kærkomin tilbreyting.
31.01.2021 - 08:03
COVID-ástandið fer batnandi í Svíþjóð
Níutíu og fimm létust af völdum COVID-19 í Svíþjóð síðastliðinn sólarhring. Anders Tegnell sóttvarnarlæknir Svía sagði á fundi með fréttamönnum í dag að smitum færi fækkandi. Hann minnti jafnframt á mikilvægi þess að hlýða sóttvarnarreglum yfirvalda. Sjúklingum á sjúkrahúsum landsins hefur fækkað um 223 frá sama tíma í síðustu viku. Alls voru rúmlega fjögur þúsund smit greind í Svíþjóð í gær. 
28.01.2021 - 14:37
Ljón og tígrisdýr með COVID-19 í Svíþjóð
Tígrisdýr og tvö ljón hafa greinst með COVID-19 í dýragarði í Borås í Svíþjóð. Tígrisdýrið varð veikast og var að auki meða aðra langvarandi sjúkdóma. Það hefur þegar verið aflífað. Dýrið var orðið sautján ára.
26.01.2021 - 13:11
Um 11% Íslendinga undir láglaunamörkum
Á Íslandi er þriðja hæsta miðgildi tímakaups í Evrópu sé það umreiknað í evrur en Danir hafa hæsta tímakaup í álfunni sé litið til þess mælikvarða. Hlutfall þeirra sem voru undir láglaunamörkum var 11,2% á Íslandi, en það eru laun sem reiknast undir 2/3 af miðgildi tímakaups hvers lands.
26.01.2021 - 08:33
Víða gripið til aðgerða á landamærum
Bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar, kennd við Bretland, Brasilíu og Suður-Afríku, vekja ugg og víða er gripið til ráðstafana á landamærum. Haft var eftir fulltrúa Hvíta hússins í Washington að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlaði í dag að banna komur erlendra ríkisborgara frá fyrrnefndum löndum og stórum hluta Evrópu.
25.01.2021 - 12:12
Svíar banna ferðir frá Noregi
Sænsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að bann við ferðum til landsins frá Noregi taki gildi á miðnætti í kvöld, vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar í Noregi. Bann við ferðum frá Danmörku og Bretlandi hefur verið í gildi í Svíþjóð frá því í lok desember. Komubannið frá öllum ríkjunum gildir til 14. febrúar.
24.01.2021 - 17:06
Ellefu þúsund látnir af völdum COVID-19 í Svíþjóð
Áttatíu og fjórir sjúklingar létust af völdum COVID-19 sjúkdómsins í Svíþjóð síðastliðinn sólarhring. Heildarfjöldinn er þar með kominn í ellefu þúsund og fimm. Rúmlega þrjú hundruð eru á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa í Svíþjóð þessa stundina vegna sjúkdómsins.
22.01.2021 - 14:37
Sænsk kona á níræðisaldri grunuð um morð
Kona á níræðisaldri var handtekin í Stokkhólmi í gær, grunuð um morð. Karlmaður á svipuðum aldri fannst látinn í húsi í suðvestanverðri borginni. Fréttastofa sænska ríkissjónvarpsins SVT hefur eftir lögreglu að ummerki á vettvangi bendi til þess að maðurinn hafi verið myrtur. Konan sem var handtekin var á staðnum þegar lögregla kom. Rannsókn er hafin á tildrögum morðsins, og er rannsóknardeild lögreglunnar á vettvangi glæpsins.
16.01.2021 - 05:50
Pfizer og BioNTech ætla að standa við gefin loforð
Pfizer og BionNTech lofa að standa við að afhenda áður ákveðinn fjölda bóluefnaskammta frá og með 25. janúar næstkomandi. Jafnframt er því heitið að bæta enn frekar í framleiðslu bóluefnis um miðjan febrúar.
Tíu þúsund dauðsföll í Svíþjóð af völdum COVID-19
COVID-19 farsóttin hefur dregið yfir tíu þúsund sjúklinga til dauða í Svíþjóð. Heilbrigðisyfirvöld í Stokkhólmi greindu frá því í dag að 351 hefði látist síðastliðinn sólarhring. Fjöldinn er þar með kominn í 10.185.
14.01.2021 - 13:51
Bólusetning gengur mishratt á Norðurlöndunum
Stjórnvöld margra ríkja eru gagnrýnd fyrir hægagang í bólusetningum gegn kórónuveirunni. Ýmislegt hefur orðið til að tefja bólusetningar þó að bóluefni sé til staðar. Þetta gildir til dæmis um Noreg, þar var í gær aðeins búið að bólusetja rúmlega 20 þúsund á sama tíma og Danir hafa bólusett um 130 þúsund manns, hlutfallslega fleiri en önnur Norðurlönd eða rúmlega tvö prósent landsmanna.
14.01.2021 - 12:06
Danir herða landamæraeftirlit og ráða frá ferðalögum
Danska utanríkisráðuneytið hefur skilgreint öll lönd í heimi sem hættusvæði vegna útbreiðslu COVID-19 og ráðleggur fólki að ferðast ekki til útlanda að óþörfu. Þessar ráðstafanir gilda frá 10. til 17. janúar. Áður höfðu dönsk yfirvöld skilgreint Bretland og Suður-Afríku sem „rauð svæði“ á heimskortinu, vegna mikillar útbreiðslu veirunnar þar, en nú bætast öll önnur lönd við.
08.01.2021 - 16:40
Segir af sér eftir jólafrí á Kanarí
Dan Eliasson, forstjóri Almannavarna Svíþjóðar, Myndigheten för samhällsskydd och beredskap, sagði af sér í dag. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa í frí til Kanaríeyja um jólin. Sænsk yfirvöld höfðu þegar beðið almenning um að fara ekki í ónauðsynleg ferðalög.
06.01.2021 - 16:03
Auðskilið mál
Svíar gætu þurft aðstoð annarra ríkja í faraldrinum
Svíar gætu þurft að fá aðstoð hjá öðrum norrænum þjóðum í kórónuveirufaraldrinum. Mjög margir eru veikir af COVID-19. Gjörgæsludeildir á flestum sjúkrahúsum í Svíþjóð eru orðnar fullar.
06.01.2021 - 15:27
Hafa rætt um að aðstoða við COVID-gjörgæslumeðferð Svía
Óformlegar viðræður hafa verið á milli Svíþjóðar og hinna Norðurlandanna, þar á meðal Íslands, um að löndin aðstoði Svía við gjörgæslumeðferð COVID-19 sjúklinga verði þess þörf. Gjörgæsludeildir á flestum spítölum í Svíþjóð eru fullar vegna mikillar útbreiðslu sjúkdómsins þar í landi.
Hyggjast breyta borðsölum í sjúkrastofur
Stjórn Háskólasjúkrahúsanna í borgunum Malmö og Lundi í Svíþjóð áformar að breyta matsölum sjúkrahúsanna í sjúkrastofur fyrir COVID-19 sjúklinga.
05.01.2021 - 00:30
Erlent · Svíþjóð · Skánn · Malmö · COVID-19