Færslur: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Kosningaþátttaka var betri meðal kvenna
Kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum í vor var betri á meðal kvenna en karla. Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningum jókst í ár í fyrsta skipti frá 2002. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.
Alexandra nýr sveitarstjóri á Skagaströnd
Alexandra Jóhannesdóttir hefur verið ráðin í starf sveitarstjóra á Skagaströnd. Ráðningin var staðfest á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar gær.
Lög brotin við talningu atkvæða í Reykjanesbæ
Talning atkvæða í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ í vor var ekki lögum samkvæmt, að því er fram kemur í úrskurði Sýslumannsins á Suðurnesjum. Píratar kærðu framkvæmd talningarinnar þar sem talið var úr nokkrum kjörkössum fyrir luktum dyrum og samræmist það ekki ákvæðum laga.
Sigfús Ingi nýr sveitarstjóri í Skagafirði
Byggðarráð Skagafjarðar hefur samþykkt að ráða Sigfús Inga Sigfússon sem nýjan sveitarstjóra úr hópi fjórtán umsækjenda. Sigfús Ingi hefur starfað sem verkefnastjóri í atvinnumálum hjá bænum en var þar áður framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins og enn áður aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur í utanríkisráðuneytinu.
Segir minnihlutann stunda „ljóta pólitík“
Hildur Þórisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, vísar á bug gagnrýni minnihlutans á ráðningarferli nýs bæjarstjóra. Vinnubrögðin einkennist af ljótri pólitík. Þrátt fyrir að fulltrúi Framsóknar og frjálslyndra hafi brotið trúnað hafi fulltrúum minnihlutans verið boðin mikil aðkoma að ferlinu, á nánast öllum stigum þess.
Gagnrýna ferlið við ráðningu bæjarstjóra
Minnihluti bæjarstjórnar á Seyðisfirði gagnrýnir hvernig staðið var að ráðningu bæjarstjóra og telur margt í því ferli verulega ábótavant. Leitað verður álits Samgöngu- og sveitarstjórarráðuneytisins á vinnubrögðum meirihlutans við ráðninguna.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri
Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Ásthildi Sturludóttur um að taka að sér starf bæjarstjóra á Akureyri. Ásthildur gengdi áður stöðu bæjarstjóra í Vesturbyggð.
Akureyri: Nýr bæjarstjóri fyrir mánaðamót
Stefnt er að ráðningu nýs bæjarstjóra á Akureyri fyrir næstu mánaðamót. Ráðningarskrifstofa er enn að taka viðtöl við umsækjendur um starfið.
Níu vilja stýra Tálknafjarðarhreppi
Níu umsækjendur eru um stöðu sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps. Fimm karlar og fjórar konur. Umsóknafrestur rann út 16. júlí. Einn dró umsókn sína til baka. Indriði Indriðason var sveitarstjóri á síðasta kjörtímabili.
20.07.2018 - 09:25
Þorgeir Pálsson sveitarstjóri Strandabyggðar
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti í dag að ráða Þorgeir Pálsson í starf sveitarstjóra í Strandabyggð. Þorgeir tekur við af Andreu K. Jónsdóttur. Fjórtán umsóknir bárust um starfið.
18.07.2018 - 17:03
Þrettán vilja starf sveitarstjóra í Dalabyggð
Þrettán sóttu um stöðu sveitarstjóra Dalabyggðar, átta karlar og fimm konur. Umsóknarfrestur rann út 9. júlí. Í tilkynningu sveitarfélagsins segir að nú þegar hafi verið farið yfir umsóknirnar og ákveðið hvaða umsækjendur verði kallaðir í viðtöl. Hagvangur annast ráðningarferlið í samstarfi við sveitarstjórn.
13.07.2018 - 11:36
13 vilja verða bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Þrettán sóttu um stöðu bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Níu karlar og fjórar konur. Í sveitarstjórnarkosningunum í vor missti Í-listinn meirihluta og var það skilyrði Framsóknarmanna í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn að ráðinn yrði bæjarstjóri. Bæjarstjóri Í-listans, Gísli Halldórsson, lét af störfum 12. júní. Starfandi bæjarstjóri, Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari Ísafjarðarbæjar er meðal umsækjenda. Umsóknarfrestur rann út þann 9. júlí.
Sex bítast um sveitarstjórastöðuna á Blönduósi
Átta sóttu um starf sveitarstjóra hjá Blönduósbæ sem auglýst var í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í vor. Samkvæmt upplýsingum frá bænum barst ein umsóknin of seint og var hafnað af þeim sökum og einn dró umsókn sína til baka. Eftir standa sex sem bítast um starfið:
Fimm vildu stýra Mýrdalshreppi – auglýst aftur
Fimm sóttu um starf sveitarstjóra Mýrdalshrepps sem auglýst var laust til umsóknar 15. júní síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 30. júní. Í fundargerð sveitarstjórnar frá í gær kemur fram að ákveðið hafi verið að framlengja umsóknarfrestinn til 15. júlí og auglýsa aftur.
Sjö vilja verða bæjarstjóri á Hornafirði
Sjö sækjast eftir starfi bæjarstjóra í sveitarfélaginu Hornafirði. Umsóknarfresturinn rann út í dag. Á meðal umsækjenda er Gísli Halldór Halldórsson sem var bæjarstjóri á Ísafirði frá 2014 til 2018.
26.06.2018 - 16:08
Hafna ráðningu sveitarstjóra í Langanesbyggð
Minnihlutinn í sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur hafnað ráðningu Elíasar Péturssonar í starf sveitarstjóra og leggur til að nýr sveitarstjóri verði ráðinn. Minnihlutinn hafði það á stefnuskrá fyrir kosningar að ráða nýjan sveitarstjóra.
26.06.2018 - 14:28
Linda Björk sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar
Linda Björk Pálsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit frá 1. júlí. Hún hefur starfað sem skrifstofustjóri sveitarfélagsins í tæplega ár.
Skora á bæjarstjórn að lækka laun bæjarstjóra
Íbúahreyfingin og Píratar skora á nýja bæjarstjórn í Mosfellsbæ að beita sér fyrir því að launasamningur bæjarstjóra verði endurskoðaður og laun hans lækkuð með hliðsjón af íbúafjölda og almennum launakjörum starfsmanna sveitarfélagsins.
Björg ráðin bæjarstjóri í Grundarfirði
Björg Ágústsdóttir er nýr bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Gengið var frá ráðningu hennar á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar í morgun. Tillaga um ráðningu hennar var samþykkt samhljóða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Grundarfjarðarbæ. Hún hefur störf 9. ágúst.
Umdeild fráveitustefna óbreytt
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa undirritað málefnasamning um meirihlutasamstarf á Fljótsdalshéraði. Fráveitan var eitt af helstu kosningamálunum á Héraði, meirihlutaviðræður Sjálfstæðismanna og Héraðslista, sem voru í meirihluta, sigldu í strand vegna þeirra.
Eva áfram oddviti í Árneshreppi
Eva Sigurbjörnsdóttir verður áfram oddviti Árneshrepps og Guðlaugur Agnar Ágústsson verður varaoddviti. Fyrsti fundur nýrrar hreppsnefndar Árneshrepps fór fram í Norðurfirði í dag.
Hafnaði tilboði um að starfa eitt ár í viðbót
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur ákveðið að auglýsa eftir sveitarstjóra. Varaoddviti sveitarstjórnar segir meirihlutann telja það faglegast. Ekki náðist samkomulag við núverandi sveitarstjóra um tímabundna ráðningu.
Staða bæjarstjóra auglýst í 14 sveitarfélögum
Enn er óráðið í bæjar- og sveitarstjórastöður í sumum af fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Víða var ráðning óháðs bæjarstjóra gerð sem skilyrði í meirihlutaviðræðum eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar
18.06.2018 - 09:37
Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Eyjum standa
Úrslitin í sveitarstjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum standa. Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum kærði úrslitin en hann tapaði meirihluta sínum á aðeins fjórum atkvæðum.
Hafa kært kosningarnar í Dalabyggð
Fráfarandi sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kært niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna. Fimm af sjö fyrrverandi sveitarstjórnarmönnum Dalabyggðar samþykktu þetta.