Færslur: Svartfjallaland

Mótmælt í Svartfjallalandi
Þúsundir söfnuðust saman í við þinghúsið í miðborg Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands í gær og mótmæltu boðuðum breytingum á lögum um kirkjueignir sem til umræðu voru í þinginu. Lögin færa serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni mikinn fjárhagslegan ávinning og mátti heyra mótmælendur kyrja slagorð á borð við „Landráð!" og „Þetta er ekki Serbía!"
29.12.2020 - 06:25
Serbar og Svartfellingar reka sendiherra úr landi
Deilur Serba og Svartfellinga hörðnuðu í dag þegar utanríkisráðuneyti Svartfjallalands vísaði sendiherra Serbíu úr landi og Serbar svöruðu í sömu mynt. Þessi diplómatíska senna er nýjasta vendingin í langtímaþrætum nágrannaríkjanna, sem áður voru bæði hluti af Júgóslavíu. Aðeins eru nokkrir dagar þar til ný ríkisstjórn tekur við í Svartfjallalandi, sem er mun hliðhollari Serbum en núverandi stjórn.
29.11.2020 - 00:31
Örlög Djukanovic ráðast í kvöld
Svartfellingar kjósa sér nýtt þing í dag þar sem stjórnarflokkurinn síðustu þrjá áratugi gæti misst meirihluta sinn. 
30.08.2020 - 15:56
Djukanovic með meirihluta atkvæða
Milo Djukanovic, fyrrverandi forsætisráðherra Svartfjallalands, er með 53,5 prósent atkvæða þegar tveir þriðju atkvæða hafa verið talin í forsetakosningunum sem fram fóru í Svartfjallalandi  í dag. AFP greinir frá þessu.
15.04.2018 - 22:09
Kosið til forseta í Svartfjallalandi í dag
Forsetakosningar eru í Svartfallalandi í dag í fyrsta sinn frá því ríkið gekk í Atlantshafsbandalagið, en það gerðist í fyrra. Skoðanakannanir sýna að Milo Djukanovic, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, er líklegur til að bera sigur úr bítum.
15.04.2018 - 12:44
Sprengja við sendiráð BNA í Svartfjallalandi
Óþekktur maður gerði atlögu að sendiráði Bandaríkjanna í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands í nótt. Maðurinn lét til skarar skríða laust eftir miðnætti að staðartíma. Hann mun hafa kastað einhverju, sem að líkindum var handsprengja, að sendiráðinu, áður en hann sprengdi sjálfan sig í loft upp skammt frá sendiráðsbyggingunni. Yfirvöld í Svartfjallalandi upplýsa að enginn hafi skaddast í árásinni nema árásarmaðurinn sjálfur.
22.02.2018 - 06:12