Færslur: Sunnefa Jónsdóttir

Ástarsögur
„Þetta er réttarmorð, það er það sem það var“
„Þeir felldu tár yfir að þurfa að dæma hann til dauða. Það segir sitt. Lífið var ekki óskaplega dýrt á þessum tíma og hvað þá líf svona fólks,“ segir Kristín Amalía Atladóttir fræðimaður sem hefur undanfarin ár legið yfir heimildum um mál Sunnefu Jónsdóttur og bróður hennar Jóns. Systkinunum var gefið að sök að hafa eignast barn saman og voru dæmd til dauða fyrir blóðskömm.