Færslur: sundhöll reykjavíkur

Myndskeið
„Dauðaslys á að vera hægt að koma í veg fyrir“
Að minnsta kosti sex manns hafa drukknað í sundlaugum hér á landi undanfarin 25 ár. Sérfræðingur í sundöryggismálum segir að hægt væri að koma í veg fyrir banaslys í sundlaugum, ef allt væri eðlilegt. Námskeið fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp og björgun á sundstöðum hefur ekki verið haldið árum saman, þótt reglugerð segi til um að leiðbeinendur eigi að sækja slík námskeið á þriggja ára fresti til þess að viðhalda réttindum sínum.
Lykilatriði að láta Sundhöll Guðjóns njóta sín
„Að hanna viðbyggingu við sögufrægt hús er eins og að koma í samkvæmi. Annað hvort getur maður tekið það yfir með látum eða tekið þátt í áhugaverðu samtali en samt komið sínu að,“ segja hönnuðir nýrrar viðbyggingar sem opnuð var við Sundhöll Reykjavíkur á dögunum.
Áskorun að tengja við gömlu Sundhöllina
Ný viðbygging og útisundlaug Sundhallar Reykjavíkur opnar á sunnudaginn. Arkitektarnir Ólafur Axelsson og Karl Magnús Karlsson vildu ekki taka samræðuna við gömlu bygginguna yfir, heldur leyfa byggingunum að tala saman.