Færslur: Sumar

Hlýjasti dagur ársins í Reykjavík í gær
Sólarhringshiti í Reykjavík í gær mældist 12,8 gráður sem gerir hann að hlýjasta degi sumarsins í höfuðborginni. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir fátítt að mesti sólarhringshiti sumarsins komi í september.
Hámarkshiti sumars ekki verið lægri í Reykjavík í 21 ár
Óvenju fáir hlýir dagar hafa verið í sumar. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Veðurstofu Íslands. Mesti hiti á landinu þetta sumarið mældist á þriðjudag á Norðausturlandi, en þá fór hiti í 25 stig á veðurstöðinni á Mánárbakka á Tjörnesi. Það er fremur sjaldgæft að hæsti hiti á árinu mælist svo síðla sumars.
01.09.2022 - 05:40
Íbúar á Gotlandi keppast um ljótustu grasflötina
Íbúar á sænsku eynni Gotlandi kepptust í sumar um hver þeirra ætti ljótustu grasflötina. Sveitarfélagið stóð að keppninni, sem er hugsuð til þess að eyjarskeggjar vökvi síður garðana sína.
28.08.2022 - 17:24
Erlent · Náttúra · Umhverfismál · Svíþjóð · Gotland · Þurrkar · Sumar · garðar · Gras · grunnvatn
Djúp lægð miðað við árstíma
Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir suðvestanvert landið fram yfir hádegi og til klukkan fimm síðdegis á hálendinu. Veðurfræðingur segir lægðina sem gengur yfir landið mjög djúpa miðað við árstíma. Sumarið sé þó ekki búið - þótt það sé haustlegt um að litast.
17.08.2022 - 13:09
Við mælum með
Sex sígildar sumarmyndir fyrir sólarlaus sumarfrí
Enginn hætta er á því að nokkur maður fái samviskubit yfir mikilli inniveru þetta sumarið, enda hefur veðrið verið með endemum lélegt á mestöllu landinu. Það er því óhætt að mæla með þessum sex sumarmyndum til þess að glápa á í rigningunni og rokinu.
16.07.2022 - 10:12
Lægð upp að landinu með vaxandi suðaustan átt
Lægð gengur upp að landinu í dag með vaxandi suðaustan átt sunnan og vestanlands síðdegis og í kvöld og rigningu. Veðrið getur tafið þau sem ferðast gangandi um hálendið og best er að vera komin snemma í skjól í kvöld
15.07.2022 - 07:35
Innlent · Veður · veður · Lægð · Sumar
Milt veður í dag en lægð nálgast landið
Suðlægar áttir með rigningu eða súld og mildu veðri í dag. Það verður bjartara á Norður- og Austurlandi þó búast megi við skúraleiðingum þar eftir hádegi.
10.07.2022 - 08:00
Innlent · Veður · veður · Milt veður · Lægð · Sumar
Milt og vætusamt veður en bjart norðaustantil
Það eru suðaustlægar áttir ríkjandi á landinu með mildu og vætusömu veðri, en þó bjartara yfir Norðaustur- og Austurlandi.
09.07.2022 - 08:10
Innlent · veður · Sumar
Allt að 17 stiga hiti í dag
Ekki er að sjá viðlíka kulda í spánum og var um nýliðna helgi, segir í hugleiðingum veðurfræðings. Norðlæg eða breytileg átt verður í dag og á morgun.
28.06.2022 - 07:03
Innlent · Veður · veður · Sumar
Bjart víða en svalt
Í dag verður norðlæg átt á landinu, yfirleitt 5 til 13 metrar.
24.06.2022 - 07:04
Innlent · Veður · veður · Norðanátt · Sumar
Ungir vísindamenn í skóla í sumarfríinu
Vísindaskóli unga fólksins er nú haldinn í sjöunda sinn í Háskólanum á Akureyri. Þar fá börn fjölbreytta fræðslu á vikulöngu námskeiði. Ungur vísindamaður segist hafa lært meira á einum degi í Vísindaskólanum en á heilu ári í sínum venjulega skóla.
Úrkoma á mestöllu landinu í dag
Grunn lægð færist yfir landið í dag og verður víða vætusamt á landinu, lítil úrkoma verður þó á norðvestanverðu landinu. Vindur verður hægur og Veðurstofan spáir breytilegri átt. Hiti verður á bilinu 5-10 stig.
25.05.2022 - 07:06
Sumarblíða á Akureyri
Veðrið leikur við flesta landsmenn í dag en hitinn á Akureyri fór nálægt tuttugu stigum um miðjan daginn. Fjöldi fólks sólaði sig í göngugötunni og fagnaði að sumarið væri loksins komið.
16.05.2022 - 15:40
Stefnir í hlýjasta dag ársins á miðvikudag
Þrátt fyrir að langt sé liðið á sumarið, gæti hlýjasti dagur sumarsins verið framundan. Mælar gætu farið upp í 28 gráður á norðaustanverðu landinu á miðvikudag. Þetta sagði Teitur Arason, veðurfræðingur, í hádegisfréttum í dag. Von er á suðlægum áttum og hlýindum um landið norðaustanvert næstu daga en talsvert kaldara og sér í lagi hvassara syðra.
23.08.2021 - 14:10
Hlýjasti júlí á Norður- og Austurlandi frá upphafi
Nýliðinn júlímánuður var sá hlýjasti um nær allt norðan- og austanvert landið frá upphafi mælinga. Meðalhiti fór yfir 14 stig á nokkrum veðurstöðvum en ekki er vitað um annað eins meðalhitastig hérlendis.
02.08.2021 - 10:59
Hitinn á Norðurlandi eykur vatnsnotkun
Vatnsnotkun á Norðurlandi hefur verið með öðru móti en í venjulegu árferði sökum hárra hitatalna síðustu vikur. Forstjóri Norðurorku segir að kaldavatnsnotkun sé í hámarki í umdæminu í hitunum en heitavatnsnotkun í lágmarki.
22.07.2021 - 09:39
Hlýjustu júlídagar aldarinnar á Norður- og Austurlandi
Júlí er sá hlýjasti á öldinni um landið norðan- og austanvert ef litið er til fyrstu tuttugu daga mánaðarins. Hvað veðurfar Reykjavíkur varðar er júlí þessa árs í fjórtánda sæti á lista hlýrra júlímánaða aldarinnar.
21.07.2021 - 14:28
Búast má við að lúsmýið fari á flug um miðjan júní
Þurrkar og kuldi í vor urðu til þess að gróður tók seinna við sér. Það varð til að seinka skordýralífi á Íslandi. Skordýrafræðingur kveðst þó búast við að lúsmý birtist innan skamms líkt og undanfarin ár.
05.06.2021 - 10:05
Myndskeið
Snjóléttasti vetur í Reykjavík í nærri hálfa öld
Fólk fagnaði sumardeginum fyrsta í dag með sjósundi og göngutúrum. Nýliðinn vetur í Reykjavík var sá snjóléttasti í 45 ár. Hins vegar hefur aðeins tvisvar sinnum mælst meiri úrkoma á Akureyri. 
22.04.2021 - 21:52
Veðurstofan spáir meinlausu veðri
Búast má við hægri breytilegri átt í dag. Skýjað að mestu með lítilsháttar súld norðvestanlands fyrri part dags, en skúrum í öðrum landshlutum. Þurrast á suðvesturhorninu og á Vestfjörðum. Hiti verður á bilinu 10 til 15 stig.
02.08.2020 - 08:09
Hlýjast á Suðausturlandi í dag
Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt í dag, en vestan 5-10 m/s við suðurströndina seinni partinn. Hiti gæti farið upp í 18 stig á Suðausturlandi.
28.07.2020 - 06:27
Allt að 16 stiga hiti á morgun
Á morgun er spáð hægri breytilegri átt eða hafgolu, skýjað og víða verða dálitlar skúrir, einkum norðaustanlands. Hiti verður 9-16 stig.
21.07.2020 - 23:00
Allt fullt í Skaftafelli og fólki vísað frá
Starfsfólk tjaldsvæðisins í Skaftafelli hefur í morgun þurft að vísa fólki sem vill tjalda á svæðinu frá vegna fjöldatakmarkana. Stefanía Ragnarsdóttir, fræðslufulltrúi í Vatnajökulsþjóðgarði sem rekur tjaldsvæðið, segir flesta hafa skilning á þessum aðstæðum, verið sé að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis.
7-17 stiga hiti á landinu í dag
Í dag verður fremur hæg norðlæg átt víðast hvar, 5-10 m/s en bætir í vind á Norðurlandi eystra er líður á daginn. Skýjað verður með köflum um landið sunnanvert, líkur á síðdegisskúrum og einnig er von á dálítilli vætu við norðausturströndina í kvöld. Hiti verður 7-17 stig, svalast austanlands.
05.07.2020 - 07:47
Allt að 18 stiga hita spáð í dag
Í dag er spáð austlægri eða breytilegri átt 3-8 m/s en 8-13 með suðurstöndinni. Gengur í norðan 8-13 norðvestantil eftir hádegi, skýjað með köflum og stöku skúrir sunnan- og vestanlands og sums staðar þokubakkar austan til, en bjartviðri norðarlands.
04.07.2020 - 08:28

Mest lesið