Færslur: Sumar
Veðurstofan spáir meinlausu veðri
Búast má við hægri breytilegri átt í dag. Skýjað að mestu með lítilsháttar súld norðvestanlands fyrri part dags, en skúrum í öðrum landshlutum. Þurrast á suðvesturhorninu og á Vestfjörðum. Hiti verður á bilinu 10 til 15 stig.
02.08.2020 - 08:09
Hlýjast á Suðausturlandi í dag
Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt í dag, en vestan 5-10 m/s við suðurströndina seinni partinn. Hiti gæti farið upp í 18 stig á Suðausturlandi.
28.07.2020 - 06:27
Allt að 16 stiga hiti á morgun
Á morgun er spáð hægri breytilegri átt eða hafgolu, skýjað og víða verða dálitlar skúrir, einkum norðaustanlands. Hiti verður 9-16 stig.
21.07.2020 - 23:00
Allt fullt í Skaftafelli og fólki vísað frá
Starfsfólk tjaldsvæðisins í Skaftafelli hefur í morgun þurft að vísa fólki sem vill tjalda á svæðinu frá vegna fjöldatakmarkana. Stefanía Ragnarsdóttir, fræðslufulltrúi í Vatnajökulsþjóðgarði sem rekur tjaldsvæðið, segir flesta hafa skilning á þessum aðstæðum, verið sé að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis.
10.07.2020 - 12:04
7-17 stiga hiti á landinu í dag
Í dag verður fremur hæg norðlæg átt víðast hvar, 5-10 m/s en bætir í vind á Norðurlandi eystra er líður á daginn. Skýjað verður með köflum um landið sunnanvert, líkur á síðdegisskúrum og einnig er von á dálítilli vætu við
norðausturströndina í kvöld. Hiti verður 7-17 stig, svalast austanlands.
05.07.2020 - 07:47
Allt að 18 stiga hita spáð í dag
Í dag er spáð austlægri eða breytilegri átt 3-8 m/s en 8-13 með suðurstöndinni. Gengur í norðan 8-13 norðvestantil eftir hádegi, skýjað með köflum og stöku skúrir sunnan- og vestanlands og sums staðar þokubakkar austan til, en bjartviðri norðarlands.
04.07.2020 - 08:28
„Þér er ekkert kalt - er það?“
Gleðin var við völd á bryggjunni í Flatey á Breiðafirði í morgun þegar nokkrir vaskir piltar kældu sig í sjónum. Þar hefur verið einmuna veðurblíða undanfarna daga og talsvert um gesti í eyjunni.
03.07.2020 - 22:08
Hiti allt að 18 stig í dag
Í dag er útlit fyrir fremur hægan vind, en norðaustan kalda yst
við suðausturströndina og á Norðvesturlandi framan af deginum. Á
sunnan- og vestanverðu landinu má búast við súld, einkum
seinnipartinn. Norðaustanlands verður einnig skýjað, en þó þurrt að
kalla. Í öðrum landshlutum sést víða vel til sólar.
30.06.2020 - 06:27
Allt að 22 stiga hiti í dag
Í dag er spáð norðaustanátt og nokkru hvassviðri um landið norðvestanvert og suðaustanlands. Víða verður bjartviðri og mjög hlýtt, 14-22 stig, en dálítil rigning eða skúrir og mun svalara á Norðaustur- og Austurlandi, 7-13 stig.
29.06.2020 - 06:48
Er vinsælasti baðstaður landsins í Hraunborgum?
Spói nokkur baðar sig nú reglulega í fuglabaði við sumarbústað þeirra Óskars Einarssonar og Kötlu Magnúsdóttur í Hraunborgum. Hjónin komu fyrir tveimur fuglaböðum við bústað sinn fyrir nokkrum árum, sífellt fleiri fuglar hafa nú uppgötvað þau og baða sig þar bæði sjálfum sér og húsráðendum til yndis og ánægju.
14.06.2020 - 21:02
Íslendingar leigja bíla í stórum stíl
Innlend kortavelta hjá bílaleigum tvöfaldaðist á milli ára í maí og var 200 milljónir nú í ár, samkvæmt nýjum tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Ljóst er að Íslendingar hyggja á ferðalög innanlands í sumar og margir leigja sér bíla tímabundið yfir sumartímann.
10.06.2020 - 11:46
Allt að 18 stiga hita spáð á morgun
Á morgun er spáð allt að 18 stiga hita á Norðaustur- og Austurlandi. Þurrt verður austan til og dálítil rigning norðvestanlands.
08.06.2020 - 23:15
Sumarlegir hlutir að gera á sólríkum dögum
Veðurspáin fyrir helgina er sólrík fyrir stóran hluta landsins. Þar sem sundlaugar munu ekki opna fyrr en 18. maí þarf að finna sér eitthvað annað til þess að gera þessa sólardaga.
08.05.2020 - 16:36
Landsmenn fagna langþráðu sumri
Þótt landsmenn hafi fagnað sumardeginum fyrsta með öllu minna tilstandi en oftast áður, þá hafa þeir líklega aldrei áður fagnað komu sumars meira en í ár enda róstursamur vetur að baki.
23.04.2020 - 19:30
Gott veðurútlit - hægar suðlægar áttir framundan
Nú er milt veður í kortunum og vorið virðist komið fyrir alvöru. Það er útlit fyrir hægar suðlægar áttir næstu vikur og tveggja stafa tölur - sérstaklega þó fyrir norðan og austan.
21.04.2020 - 14:45
Garðúðar víða uppseldir
Garðúðar eru vart fáanlegir á landinu og vökvunargræjur rjúka út í blíðviðrinu og þurrkatíð.
14.06.2019 - 16:28
Borgarbúar flýja vætutíðina inn á sólbaðstofur
„Þetta er bara út af veðrinu. Ég hef eiginlega aldrei farið í ljós áður,“ segir Guðni Kjærbo, sem fréttastofa hitti að máli fyrir utan sólbaðstofuna Smart á Grensásvegi síðdegis í dag. Það eru ekki allir jafnóánægðir með vætutíðina í höfuðborginni í sumar. Kaupmenn selja regnvörur í bílförmum og metaðsókn hefur verið á sólbaðsstofur.
23.07.2018 - 19:55
Sumar í Reykjavík?
Vinkonurnar Hlökk Þrastardóttir, Margrét Erla Þórsdóttir og Hólmfríður Benediktsdóttir hafa í sumar spurt fólk á götum úti hvað því finnist einkenna sumar í Reykjavík. Svörin hafa þær fest á filmu og birt á Facebook og Instagram.
04.07.2018 - 15:05
Þetta er heitt í sumar
Hvítar gallabuxur, hawaii skyrtur og hattar eru hluti af því sem að er heitt þetta sumarið samkvæmt Karen Björgu Þorsteinsdóttur tískuspekingi. Karen var gestur Núllsins og fór yfir það sem nauðsynlegt er að eiga í fataskápnum fyrir sumarið.
15.05.2018 - 15:53
Íslendingar eru sviknir um sumarið
„Frummynd sumarsins, þessi sem poppmenningin lofaði okkur í óteljandi kvikmyndum, skáldsögum og lagatextum, á aldrei eftir að koma, svo lengi sem við lifum,“ segir Atli Bollason í pistli um íslenska sumarið sem hefur svikið okkur öll.
21.04.2018 - 10:04