Færslur: Suðvesturland

Votviðri dregur úr hættu á gróðureldum
Útlit er fyrir að lægðir gangi yfir landið næstu daga og talsverðri rigningu er spáð á sunnanverðu landinu um helgina sem dregur úr hættu á gróðureldum. Búast má við hvössum vindi sem er varasamur fyrir farartæki sem taka á sig vind.
Jarðskjálfti upp á 3,3 skammt frá Grindavík
Jarðskjálfti upp á 3,3 varð klukkan 16:12 í dag um 3,5 km norðaustur af Grindavík. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftans hafi orðið vart í Grindavík og Reykjanesbæ. Ekki er útilokað að fleiri skjálftar fylgi í kjölfarið.
09.07.2020 - 17:19
Fylgdarakstur um Hvalfjarðargöngin í nótt
Unnið verður við viðhald í Hvalfjarðargöngunum í nótt. Áætlað er að vinna hefjist nú á tíunda tímanum vari fram til klukkan sjö í fyrramálið. Á meðan á viðhaldsvinnu stendur verður bílum fylgt í gegnum göngin.
17.10.2019 - 22:07